Líkamsræktarhluta Mjölnis lokað en öðru íþróttastarfi haldið áfram Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. október 2020 19:45 „Við erum náttúrlega ekki beint líkamsræktarstöð,“ segir framkvæmdastjóri Mjölnis. Mjölnir Íþróttafélagið Mjölnir mun áfram halda úti æfingum, með takmörkunum þó, eftir að hertar takmarkanir taka gildi á miðnætti. Líkamsræktarstöð Mjölnis verður þó lokað frá og með morgundeginum en fjöldatakmarkanir í öllu öðru íþróttastarfi fullorðinna munu frá og með morgundeginum miðast við nítján iðkendur auk þjálfara. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Mjölnis en meðal þess sem ekki fellur undir líkamsræktarhluta starfseminnar, miðað við skilgreiningu Mjölnis, er hið vinsæla víkingaþrek og æfingar bardagaíþrótta. Nauðsynlegt verður þó að skrá sig í tíma. „Við erum náttúrlega ekki beint líkamsræktarstöð. Við erum með líkamsræktarsal en hann verður lokaður en við verðum áfram með Júdó og annað slíkt, með þær æfingar allar,“ segir Haraldur Dean Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis, í samtali við Vísi. Samkvæmt minnisblaði sóttvarnarlæknis séu íþróttaæfingar leyfðar með takmörkunum. Mjölnir hafi sent fyrirspurn til yfirvalda til að fá nánari upplýsingar um hvernig fyrirhugaðar aðgerðir hafi áhrif á starfsemina. Enn sé beðið eftir svörum við því sem og endanlegri reglugerð um útfærslu þeirra takmarkana sem taka gildi á morgun. „Fyrir okkur gilda sömu reglur, þær reglur sem að við höfum fengið samþykktar af landlækni, sem við unnum í samstarfi við júdósambandið, eins og í glímunni hjá okkur og slíku og svo eru eins og hnefaleikar sem eru undir í því, slíkar greinar verða áfram,“ segir Haraldur. Gripið hafi verið til ýmissa ráðstafana þegar en auk þess að loka líkamsræktarsalnum verður búningsklefum lokað, sem og pottum og gufu. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra, sem þær aðgerðir sem taka gildi á morgun byggja á, er gert ráð fyrir að líkamsræktarstöðvum verði lokað. Sundstöðum verði leyft að hafa opið með takmörkunum og keppnisíþróttir með snertingu verði leyfðar með hámarksfjölda 50 einstaklinga að uppfylltum fimm skilyrðum. Skilyrðin kveða til að mynda á um að sérsambönd, hvort sem þau starfa innan eða utan ÍSÍ, geri reglur um framkvæmd æfinga og keppni, reglurnar verði unnar í samráði við sóttvarnalækni, eins metra nándarmörk verði virt í búningsklefum, áhorfendur ekki leyfði og keppnisáhöld sótthreinsuð milli notenda eins og kostur er. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Reykjavík Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Íþróttafélagið Mjölnir mun áfram halda úti æfingum, með takmörkunum þó, eftir að hertar takmarkanir taka gildi á miðnætti. Líkamsræktarstöð Mjölnis verður þó lokað frá og með morgundeginum en fjöldatakmarkanir í öllu öðru íþróttastarfi fullorðinna munu frá og með morgundeginum miðast við nítján iðkendur auk þjálfara. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Mjölnis en meðal þess sem ekki fellur undir líkamsræktarhluta starfseminnar, miðað við skilgreiningu Mjölnis, er hið vinsæla víkingaþrek og æfingar bardagaíþrótta. Nauðsynlegt verður þó að skrá sig í tíma. „Við erum náttúrlega ekki beint líkamsræktarstöð. Við erum með líkamsræktarsal en hann verður lokaður en við verðum áfram með Júdó og annað slíkt, með þær æfingar allar,“ segir Haraldur Dean Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis, í samtali við Vísi. Samkvæmt minnisblaði sóttvarnarlæknis séu íþróttaæfingar leyfðar með takmörkunum. Mjölnir hafi sent fyrirspurn til yfirvalda til að fá nánari upplýsingar um hvernig fyrirhugaðar aðgerðir hafi áhrif á starfsemina. Enn sé beðið eftir svörum við því sem og endanlegri reglugerð um útfærslu þeirra takmarkana sem taka gildi á morgun. „Fyrir okkur gilda sömu reglur, þær reglur sem að við höfum fengið samþykktar af landlækni, sem við unnum í samstarfi við júdósambandið, eins og í glímunni hjá okkur og slíku og svo eru eins og hnefaleikar sem eru undir í því, slíkar greinar verða áfram,“ segir Haraldur. Gripið hafi verið til ýmissa ráðstafana þegar en auk þess að loka líkamsræktarsalnum verður búningsklefum lokað, sem og pottum og gufu. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra, sem þær aðgerðir sem taka gildi á morgun byggja á, er gert ráð fyrir að líkamsræktarstöðvum verði lokað. Sundstöðum verði leyft að hafa opið með takmörkunum og keppnisíþróttir með snertingu verði leyfðar með hámarksfjölda 50 einstaklinga að uppfylltum fimm skilyrðum. Skilyrðin kveða til að mynda á um að sérsambönd, hvort sem þau starfa innan eða utan ÍSÍ, geri reglur um framkvæmd æfinga og keppni, reglurnar verði unnar í samráði við sóttvarnalækni, eins metra nándarmörk verði virt í búningsklefum, áhorfendur ekki leyfði og keppnisáhöld sótthreinsuð milli notenda eins og kostur er.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Reykjavík Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira