Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2020 12:23 Æfingasalur Hnefaleikafélags Kópavogs. Facebook/Hnefaleikafélag Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. Um tuttugu smit hafa nú verið rakin til félagsins eftir æfingar helgina áður. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Hnefaleikafélag Kópavogs greinir sjálft frá smiti iðkanda í Facebook-færslu í gær. Þar segir að eftir að iðkandinn greindist með veiruna á fimmtudag hafi verið gripið til viðeigandi ráðstafana innan félagsins samstundis. Þeim sem verið hefðu í húsakynnum félagsins við Smiðjuveg í Kópavogi vikuna á undan hafi verið tilkynnt um smitið og félaginu lokað á meðan unnið væri að smitrakningu. Fleiri hafi greinst með veiruna í kjölfarið en ekki kemur fram í færslu Hnefaleikafélagsins hversu margir það eru. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við fréttastofu nú um hádegisbil að u.þ.b. tuttugu smit megi rekja til stöðvarinnar eftir æfingar á föstudag og laugardag síðustu helgi septembermánaðar, tæpri viku áður en fyrsta smitið greindist. Hnefaleikafélag Kópavogs verður lokað næstu tvær vikurnar. Félagið biðlar til allra sem finna fyrir einkennum að hafa strax samband við heilsugæslu eða hringja í síma 1700. Þá biður félagið þá sem verið hafa í húsakynnum þess að útbúa greinargóðan lista yfir þá sem þeir hafa verið í návígi við „til að minnka líkur á frekari útbreiðslu og létta undir álagi smitrakningarteymis og almannavarna.“ „Einnig biðjum við þá sem finna ekki fyrir einkennum en hafa verið í húsinu eða návígi við einhvern iðkanda að kanna möguleika á að fara í sýnatöku,“ segir í færslu félagsins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að margir hafi smitast af veirunni á vinnustöðvum, innan fjölskyldna og vinahópa sem geri sér glaðan dag. Einnig væri talsvert um smit á líkamsræktarstöðvum og á krám. Þá nefndi Þórólfur einnig sérstaklega að rekja mætti smit til hnefaleikastöðvar í Kópavogi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Box Kópavogur Tengdar fréttir 59 greindust innanlands og fimmtán á sjúkrahúsi 59 greindust innanlands og voru 34 þeirra í sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson í samtali við fréttastofu. 5. október 2020 10:58 „Rauð flögg“ um alvarlegri faraldur ef ekkert hefði verið að gert Sóttvarnalæknir segir kórónuveirufaraldurinn nú í talsverðum vexti. 5. október 2020 11:29 Hefði mátt grípa til harðari aðgerða strax í síðustu viku Sóttvarnalæknir segir að vissulega hefði mátt grípa til hertra kórónuveiruaðgerða strax fyrir helgi eða jafnvel fyrir viku síðan. 5. október 2020 12:07 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. Um tuttugu smit hafa nú verið rakin til félagsins eftir æfingar helgina áður. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Hnefaleikafélag Kópavogs greinir sjálft frá smiti iðkanda í Facebook-færslu í gær. Þar segir að eftir að iðkandinn greindist með veiruna á fimmtudag hafi verið gripið til viðeigandi ráðstafana innan félagsins samstundis. Þeim sem verið hefðu í húsakynnum félagsins við Smiðjuveg í Kópavogi vikuna á undan hafi verið tilkynnt um smitið og félaginu lokað á meðan unnið væri að smitrakningu. Fleiri hafi greinst með veiruna í kjölfarið en ekki kemur fram í færslu Hnefaleikafélagsins hversu margir það eru. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við fréttastofu nú um hádegisbil að u.þ.b. tuttugu smit megi rekja til stöðvarinnar eftir æfingar á föstudag og laugardag síðustu helgi septembermánaðar, tæpri viku áður en fyrsta smitið greindist. Hnefaleikafélag Kópavogs verður lokað næstu tvær vikurnar. Félagið biðlar til allra sem finna fyrir einkennum að hafa strax samband við heilsugæslu eða hringja í síma 1700. Þá biður félagið þá sem verið hafa í húsakynnum þess að útbúa greinargóðan lista yfir þá sem þeir hafa verið í návígi við „til að minnka líkur á frekari útbreiðslu og létta undir álagi smitrakningarteymis og almannavarna.“ „Einnig biðjum við þá sem finna ekki fyrir einkennum en hafa verið í húsinu eða návígi við einhvern iðkanda að kanna möguleika á að fara í sýnatöku,“ segir í færslu félagsins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að margir hafi smitast af veirunni á vinnustöðvum, innan fjölskyldna og vinahópa sem geri sér glaðan dag. Einnig væri talsvert um smit á líkamsræktarstöðvum og á krám. Þá nefndi Þórólfur einnig sérstaklega að rekja mætti smit til hnefaleikastöðvar í Kópavogi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Box Kópavogur Tengdar fréttir 59 greindust innanlands og fimmtán á sjúkrahúsi 59 greindust innanlands og voru 34 þeirra í sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson í samtali við fréttastofu. 5. október 2020 10:58 „Rauð flögg“ um alvarlegri faraldur ef ekkert hefði verið að gert Sóttvarnalæknir segir kórónuveirufaraldurinn nú í talsverðum vexti. 5. október 2020 11:29 Hefði mátt grípa til harðari aðgerða strax í síðustu viku Sóttvarnalæknir segir að vissulega hefði mátt grípa til hertra kórónuveiruaðgerða strax fyrir helgi eða jafnvel fyrir viku síðan. 5. október 2020 12:07 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
59 greindust innanlands og fimmtán á sjúkrahúsi 59 greindust innanlands og voru 34 þeirra í sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson í samtali við fréttastofu. 5. október 2020 10:58
„Rauð flögg“ um alvarlegri faraldur ef ekkert hefði verið að gert Sóttvarnalæknir segir kórónuveirufaraldurinn nú í talsverðum vexti. 5. október 2020 11:29
Hefði mátt grípa til harðari aðgerða strax í síðustu viku Sóttvarnalæknir segir að vissulega hefði mátt grípa til hertra kórónuveiruaðgerða strax fyrir helgi eða jafnvel fyrir viku síðan. 5. október 2020 12:07