Sendiráð Bandaríkjanna festi kaup á 500 fermetra einbýlishúsi í eigu Andra og Valgerðar Stefán Árni Pálsson skrifar 5. október 2020 13:30 Fasteignamat eignarinnar er yfir 200 milljónir. Talið er að svona hús gæti selst á yfir þrjú hundruð milljónir. Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2018, og Valgerður Franklínsdóttir hafa selt einbýlishús sitt við Sólvallagötu 14 en eignin var skráð á Valgerði. Húsið var sett á sölu 6.september 2019 og á dögunum festi bandaríska sendiráðið kaup eigninni. Mbl.is greinir frá. Eignin á Sólvallagötu þykir glæsilegt hús í Reykjavík en húsið hefur allt verið endurnýjað á síðustu árum, bæði að utan og innan, auk þess sem lóð var endurgerð og nýr bílskúr byggður. Húsið er 540 fermetrar og var byggt árið 1928. Í því eru 7 svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Óskað var eftir tilboði í eignina en fasteignamat eignarinnar er 201 milljón en Vísir hefur ekki fengið uppgefið kaupverð. Vísir ræddi við fasteignasalan Karl Lúðvíksson á síðasta ári um einmitt þessa eign og sagði hann þá að ef maður skoði sambærilegar eignir eins og eignina við Sólvallagötu og skoði hvað hafi verið að seljast síðastliðin ár þá „hafa eignir verið að seljast á 200 til 300 milljónir en þær eru ekki margar. Það er alltaf bara spurning hver sé á markaðnum sem er tilbúinn að kaupa eign á þessu verðbili í dag,“ sagði Karl á síðasta ári. Sendiráð Bandaríkjanna verið við Laufásveg 21 undanfarin ár en fyrirhugaður er flutningur á skrifstofunum á Engjateig 7. Væntanlega verður eignin við Sólvallagötu sendiherrabústaður Jeffrey Ross Gunter sendiherra. Hingað til hefur sendiherrabústaðurinn verið hluti af húsnæðinu við Laufásveg. Sérstakur sendiherra Nokkur styr hefur staðið um Gunterundanfarna mánuði. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í júlí að Gunter, sem er húðlæknir sem styrkti forsetaframboð Trump árið 2016, hefði falast eftir því að fá að vera vopnaður á Íslandi. Hann óttaðist um öryggi sitt þrátt fyrir að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna reyndi að fullvissa hann um að Ísland væri eitt öruggasta land í heimi og ósk hans um vopnaburð gæti verið tekið illa hér á landi. Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra af Donald Trump árið 2018.Getty/Bandaríska Sendiráðið Þá hafi Gunter neitað að snúa aftur til Íslands um nokkurra mánaða skeið eftir að hann fór á ráðstefnu í Bandaríkjunum í febrúar. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hafi á endanum skipað Gunter að snúa aftur til Íslands í maí. Hópur Bandaríkjamanna á Íslandi hóf undirskriftasöfnun til að losna við Gunter fyrr á þessu ári og var Grace ein af þeim sem tók þátt í henni. Gagnrýndi hópurinn meðal annars að starfsemi sendiráðsins hefði verið í lamasessi í fleiri mánuði. Hús og heimili Sendiráð á Íslandi Reykjavík Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Sjá meira
Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2018, og Valgerður Franklínsdóttir hafa selt einbýlishús sitt við Sólvallagötu 14 en eignin var skráð á Valgerði. Húsið var sett á sölu 6.september 2019 og á dögunum festi bandaríska sendiráðið kaup eigninni. Mbl.is greinir frá. Eignin á Sólvallagötu þykir glæsilegt hús í Reykjavík en húsið hefur allt verið endurnýjað á síðustu árum, bæði að utan og innan, auk þess sem lóð var endurgerð og nýr bílskúr byggður. Húsið er 540 fermetrar og var byggt árið 1928. Í því eru 7 svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Óskað var eftir tilboði í eignina en fasteignamat eignarinnar er 201 milljón en Vísir hefur ekki fengið uppgefið kaupverð. Vísir ræddi við fasteignasalan Karl Lúðvíksson á síðasta ári um einmitt þessa eign og sagði hann þá að ef maður skoði sambærilegar eignir eins og eignina við Sólvallagötu og skoði hvað hafi verið að seljast síðastliðin ár þá „hafa eignir verið að seljast á 200 til 300 milljónir en þær eru ekki margar. Það er alltaf bara spurning hver sé á markaðnum sem er tilbúinn að kaupa eign á þessu verðbili í dag,“ sagði Karl á síðasta ári. Sendiráð Bandaríkjanna verið við Laufásveg 21 undanfarin ár en fyrirhugaður er flutningur á skrifstofunum á Engjateig 7. Væntanlega verður eignin við Sólvallagötu sendiherrabústaður Jeffrey Ross Gunter sendiherra. Hingað til hefur sendiherrabústaðurinn verið hluti af húsnæðinu við Laufásveg. Sérstakur sendiherra Nokkur styr hefur staðið um Gunterundanfarna mánuði. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í júlí að Gunter, sem er húðlæknir sem styrkti forsetaframboð Trump árið 2016, hefði falast eftir því að fá að vera vopnaður á Íslandi. Hann óttaðist um öryggi sitt þrátt fyrir að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna reyndi að fullvissa hann um að Ísland væri eitt öruggasta land í heimi og ósk hans um vopnaburð gæti verið tekið illa hér á landi. Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra af Donald Trump árið 2018.Getty/Bandaríska Sendiráðið Þá hafi Gunter neitað að snúa aftur til Íslands um nokkurra mánaða skeið eftir að hann fór á ráðstefnu í Bandaríkjunum í febrúar. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hafi á endanum skipað Gunter að snúa aftur til Íslands í maí. Hópur Bandaríkjamanna á Íslandi hóf undirskriftasöfnun til að losna við Gunter fyrr á þessu ári og var Grace ein af þeim sem tók þátt í henni. Gagnrýndi hópurinn meðal annars að starfsemi sendiráðsins hefði verið í lamasessi í fleiri mánuði.
Hús og heimili Sendiráð á Íslandi Reykjavík Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Sjá meira