„Óheillaþróun“ á smitstuðlinum gæti skilað veldisvexti Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2020 15:09 Skimað fyrir kórónuveirunni hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. 59 greindust með veiruna í gær. Vísir/Vilhelm Smitstuðull kórónuveirunnar hér á landi fer nú hækkandi, sem gæti leitt til þess að faraldurinn endi í veldisvísisvexti. „Rauð flögg“ eru nú alls staðar og þróunin er áhyggjuefni, að mati hópsins sem stendur að spálíkani um framgang faraldursins á Íslandi. Sóttvarnalæknir segir viðbúið að ekki náist að kveða faraldurinn alveg niður líkt og tókst í vor. Smitstuðull segir til um það hvað einstaklingur sem sýkist af Covid-19 mun að jafnaði smita marga aðra. Ekki er langt síðan stuðullinn nálgaðist einn en æskilegt er að hann haldist undir einum. Nú hefur stuðullinn hins vegar risið í 2,5. Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur vinnur að spálíkani fyrir kórónuveiruna ásamt kollegum sínum við Háskóla Íslands.Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson „Aftur tekur veiran kipp. Það eru rauð flögg alls staðar. Við erum ekki að ná tökum á ástandinu,“ segir í færslu á Facebook-síðu Jóhönnu Jakobsdóttur líftölfræðings, sem unnið hefur að spálíkani ásamt fleiri vísindamönnum, þar á meðal Thor Aspelund prófessor. „Ef smitstuðullinn helst lengi fyrir ofan 1 endar ástandið í veldisvísisvexti. Ef hann er t.d. 2 smitar einstaklingur að jafnaði 2 aðra, þeir smita svo 2 aðra og koll af kolli. Í samræmi við þessa óheillaþróun tekur spá um fjölda smita líka kipp. Fjöldinn gæti hækkað hratt en óvissan er reyndar mjög mikil,“ segir í færslunni. Sviðsmynd af þróun faraldursins frá teyminu sem stendur að spálíkani Háskóla Íslands, sóttvarnalæknis og landlæknis. Með færslunni fylgir sviðsmynd af þróuninni næstu vikur, sem sjá má hér fyrir ofan. Þar er gert ráð fyrir að náist að koma hlutfalli þeirra sem greinast í sóttkví upp í 50 prósent og að sóttvarnaraðgerðir skili árangri, þannig að smitstuðullinn lækki á ný. 58 prósent þeirra sem greindust með veiruna síðasta sólarhringinn voru í sóttkví en hlutfallið var lægra dagana á undan. Veiran miklu dreifðari nú en áður Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók undir það með Thor Aspelund á upplýsingafundi almannavarna í dag að þriðja bylgja faraldursins væri ófyrirsjáanlegri en þær fyrri og að erfiðara væri að spá fyrir um þróun hennar. „Þessi bylgja er mjög ólík bylgjunni sem var í vetur, þar sem við fengum mjög hratt flæði af veirunni inn í landið,“ sagði Þórólfur. „Nú er veiran búin að grafa um sig, hún er búin að dreifa sér, við erum með miklu meiri dreifingu og þannig er erfiðara að eiga við hana og ná utan um faraldurinn núna en þá. Það mun taka lengri tíma og ég er alveg viðbúinn því að okkur muni ekki takast algjörlega að keyra veiruna eins mikið niður núna og okkur tókst í vetur.“ Fram kom í rýni spálíkansteymisins 25. september að smitstuðullinn hefði náð hápunkti í rúmlega tveimur í fyrstu bylgju faraldursins í mars og apríl. Hápunkturinn hafi hins vegar verið í kringum fjóra í annarri bylgju og í september komst hann yfir sex. Stuðullinn var á tímabili á hraðri niðurleið í þriðju bylgjunni sem stendur yfir núna en líkt og áður sagði er þróunin nú aftur upp á við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hrollvekjandi hugsanir undirstrika mikilvægi hvíldarinnar Íbúi á Selfossi sem lýkur brátt einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 leggur áherslu á að fólk fari vel með sig enda margir sem glími við eftirköst. 5. október 2020 13:54 Allir sjúklingarnir þrír í öndunarvél Allir sjúklingarnir þrír sem liggja á gjörgæslu Landspítalans vegna Covid-19 eru nú í öndunarvél. 5. október 2020 14:13 Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Smitstuðull kórónuveirunnar hér á landi fer nú hækkandi, sem gæti leitt til þess að faraldurinn endi í veldisvísisvexti. „Rauð flögg“ eru nú alls staðar og þróunin er áhyggjuefni, að mati hópsins sem stendur að spálíkani um framgang faraldursins á Íslandi. Sóttvarnalæknir segir viðbúið að ekki náist að kveða faraldurinn alveg niður líkt og tókst í vor. Smitstuðull segir til um það hvað einstaklingur sem sýkist af Covid-19 mun að jafnaði smita marga aðra. Ekki er langt síðan stuðullinn nálgaðist einn en æskilegt er að hann haldist undir einum. Nú hefur stuðullinn hins vegar risið í 2,5. Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur vinnur að spálíkani fyrir kórónuveiruna ásamt kollegum sínum við Háskóla Íslands.Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson „Aftur tekur veiran kipp. Það eru rauð flögg alls staðar. Við erum ekki að ná tökum á ástandinu,“ segir í færslu á Facebook-síðu Jóhönnu Jakobsdóttur líftölfræðings, sem unnið hefur að spálíkani ásamt fleiri vísindamönnum, þar á meðal Thor Aspelund prófessor. „Ef smitstuðullinn helst lengi fyrir ofan 1 endar ástandið í veldisvísisvexti. Ef hann er t.d. 2 smitar einstaklingur að jafnaði 2 aðra, þeir smita svo 2 aðra og koll af kolli. Í samræmi við þessa óheillaþróun tekur spá um fjölda smita líka kipp. Fjöldinn gæti hækkað hratt en óvissan er reyndar mjög mikil,“ segir í færslunni. Sviðsmynd af þróun faraldursins frá teyminu sem stendur að spálíkani Háskóla Íslands, sóttvarnalæknis og landlæknis. Með færslunni fylgir sviðsmynd af þróuninni næstu vikur, sem sjá má hér fyrir ofan. Þar er gert ráð fyrir að náist að koma hlutfalli þeirra sem greinast í sóttkví upp í 50 prósent og að sóttvarnaraðgerðir skili árangri, þannig að smitstuðullinn lækki á ný. 58 prósent þeirra sem greindust með veiruna síðasta sólarhringinn voru í sóttkví en hlutfallið var lægra dagana á undan. Veiran miklu dreifðari nú en áður Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók undir það með Thor Aspelund á upplýsingafundi almannavarna í dag að þriðja bylgja faraldursins væri ófyrirsjáanlegri en þær fyrri og að erfiðara væri að spá fyrir um þróun hennar. „Þessi bylgja er mjög ólík bylgjunni sem var í vetur, þar sem við fengum mjög hratt flæði af veirunni inn í landið,“ sagði Þórólfur. „Nú er veiran búin að grafa um sig, hún er búin að dreifa sér, við erum með miklu meiri dreifingu og þannig er erfiðara að eiga við hana og ná utan um faraldurinn núna en þá. Það mun taka lengri tíma og ég er alveg viðbúinn því að okkur muni ekki takast algjörlega að keyra veiruna eins mikið niður núna og okkur tókst í vetur.“ Fram kom í rýni spálíkansteymisins 25. september að smitstuðullinn hefði náð hápunkti í rúmlega tveimur í fyrstu bylgju faraldursins í mars og apríl. Hápunkturinn hafi hins vegar verið í kringum fjóra í annarri bylgju og í september komst hann yfir sex. Stuðullinn var á tímabili á hraðri niðurleið í þriðju bylgjunni sem stendur yfir núna en líkt og áður sagði er þróunin nú aftur upp á við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hrollvekjandi hugsanir undirstrika mikilvægi hvíldarinnar Íbúi á Selfossi sem lýkur brátt einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 leggur áherslu á að fólk fari vel með sig enda margir sem glími við eftirköst. 5. október 2020 13:54 Allir sjúklingarnir þrír í öndunarvél Allir sjúklingarnir þrír sem liggja á gjörgæslu Landspítalans vegna Covid-19 eru nú í öndunarvél. 5. október 2020 14:13 Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Hrollvekjandi hugsanir undirstrika mikilvægi hvíldarinnar Íbúi á Selfossi sem lýkur brátt einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 leggur áherslu á að fólk fari vel með sig enda margir sem glími við eftirköst. 5. október 2020 13:54
Allir sjúklingarnir þrír í öndunarvél Allir sjúklingarnir þrír sem liggja á gjörgæslu Landspítalans vegna Covid-19 eru nú í öndunarvél. 5. október 2020 14:13
Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23