Nýta lokun til að skipta út einstaka sýningum og huga að safneign Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2020 13:58 Staðan verður því endurmetin að tveimur vikum liðnum. Reykjavíkurborg Söfnum Reykjavíkurborgar verður lokað frá og með deginum í dag til og með 19. október. Er það gert í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Í tilkynningu á vef borgarinnar kemur fram að ekki hafi verið farið fram á lokun safna í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra. Þó sé ljóst að fjöldatakmarkanir og nálægðarmörk hefðu haft mikil áhrif á starfsemina. Staðan verði því endurmetin að tveimur vikum liðnum. „Söfn borgarinnar eru: Borgarbókasafnið, sem er á sex stöðum í borginni, Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni auk safna undir hatti Borgarsögusafns sem eru Sjóminjasafn Reykjavíkur, Landnámssýningin við Aðalstræti, Árbæjarsafn og Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Góð aðsókn innlendra gesta hefur verið á söfn borgarinnar undanfarna mánuði og verður tíminn framundan meðal annars nýttur til að skipta út einstaka sýningum, huga sérstaklega að safneign, og öðru innra starfi. Enn meiri áhersla verður lögð á að sinna nærsamfélagi safnanna næstu misseri og hlakkar starfsfólk til að taka á móti gestum sínum aftur er söfnin verða opnuð að nýju. Gildistími Menningarkorta Reykjavíkur og bókasafnsskírteina framlengist um sem nemur lokun safna og ekki verða lagðar sektir á safnkost Borgarbókasafns á tímabilinu,“ segir í tilkynningunni. Söfn Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Söfnum Reykjavíkurborgar verður lokað frá og með deginum í dag til og með 19. október. Er það gert í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Í tilkynningu á vef borgarinnar kemur fram að ekki hafi verið farið fram á lokun safna í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra. Þó sé ljóst að fjöldatakmarkanir og nálægðarmörk hefðu haft mikil áhrif á starfsemina. Staðan verði því endurmetin að tveimur vikum liðnum. „Söfn borgarinnar eru: Borgarbókasafnið, sem er á sex stöðum í borginni, Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni auk safna undir hatti Borgarsögusafns sem eru Sjóminjasafn Reykjavíkur, Landnámssýningin við Aðalstræti, Árbæjarsafn og Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Góð aðsókn innlendra gesta hefur verið á söfn borgarinnar undanfarna mánuði og verður tíminn framundan meðal annars nýttur til að skipta út einstaka sýningum, huga sérstaklega að safneign, og öðru innra starfi. Enn meiri áhersla verður lögð á að sinna nærsamfélagi safnanna næstu misseri og hlakkar starfsfólk til að taka á móti gestum sínum aftur er söfnin verða opnuð að nýju. Gildistími Menningarkorta Reykjavíkur og bókasafnsskírteina framlengist um sem nemur lokun safna og ekki verða lagðar sektir á safnkost Borgarbókasafns á tímabilinu,“ segir í tilkynningunni.
Söfn Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira