Tuttugu Covid innlagnir og álagið eykst stöðugt Lillý Valgerður Pétursdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 7. október 2020 17:43 Nú liggja tuttugu manns á spítala veikir af kórónuveirunni og álagið eykst stöðugt með fjölgun þar og á göngudeild. Vísir/Vilhelm Tuttugu liggja nú á Landspítalanum með Covid-19 en áttatíu og sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Smitsjúkdómalæknir segir meiri hættu á því í þessari bylgju en þeirri fyrri að veiran nái til viðkvæmari hópa vegna þess hvað hún sé víða í samfélaginu. Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir stöðuna á spítalanum stöðugt vera að þyngjast. Már Kristjánsson segir reynslu heilbrigðiskerfisins af meðhöndlun á covid sjúkdómnum skila sér í grimmari meðferð á fólki á göngudeild sem vonandi fækki innlögnum.Stöð 2/Egill „Í morgun vorum við með átján sjúklinga inni en mér er kunnugt um að tveir hafi verið lagðir inn síðan og hingað til. Þannig að við erum með tuttugu manns. Það eru fjórir á gjörgæslu og vaxandi fjöldi á göngudeildinni," sagði Már nú síðdegis. Staðan sé því að þyngjast á öllum vígstöðvum. Miðað við þann fjölda sem hafi verið að greinast daglega undanfarna viku megi búast við fjölgun næstu tvær vikurnar að minnsta kosti. En það geti tekið allt að viku frá því fólk veikist þar til það sé komið inn á spítala. „Meðalaldurinn í þessum hópi í samfélaginu núna er klárlega lægri," segir Már. Aldursdreifingin sé hins vegar dreifðari en áður þannig að fólk á áttræðis, níræðis og jafnvel tíðræðis aldri séu einnig að veikjast. „Af því þetta er víðar í samfélaginu er meiri hætta á að þetta komist inn í miklu viðkvæmari hópa. Eins og við eru að sjá til dæmis á öldrunarstofnunum og öldrunardeildum. Þannig að það er mikil áskorun fyrir okkur. Við reynum kannski að glíma svolítið öðru vísi við faraldurinn en áður til að koma í veg fyrir þetta," segir Már. Það hafi ekki tekist að efla einstaklinga á baráttunni nú eins vel og tekist hafi í vor. En vonandi færi hertari aðgerði fólki heim sanninn um alvarleika málsins. Hann voni að álagið verði ekki meira en í bylgjunni í vor. Margt hafi verið straumlínulagað í störfum sjúkrahússins síðan þá. „Þar á ég bæði við nálgunina gagnvart einstaklingunum. Þannig að við erum að verða grimmari í að meðhöndla þá til að forða innlögnum. Vonandi skilar það sér í betri horfum fyrir fólk og hlutfallslega færri sjúkrahúss innlögnum," segir Már Kristjánsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Tuttugu liggja nú á Landspítalanum með Covid-19 en áttatíu og sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Smitsjúkdómalæknir segir meiri hættu á því í þessari bylgju en þeirri fyrri að veiran nái til viðkvæmari hópa vegna þess hvað hún sé víða í samfélaginu. Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir stöðuna á spítalanum stöðugt vera að þyngjast. Már Kristjánsson segir reynslu heilbrigðiskerfisins af meðhöndlun á covid sjúkdómnum skila sér í grimmari meðferð á fólki á göngudeild sem vonandi fækki innlögnum.Stöð 2/Egill „Í morgun vorum við með átján sjúklinga inni en mér er kunnugt um að tveir hafi verið lagðir inn síðan og hingað til. Þannig að við erum með tuttugu manns. Það eru fjórir á gjörgæslu og vaxandi fjöldi á göngudeildinni," sagði Már nú síðdegis. Staðan sé því að þyngjast á öllum vígstöðvum. Miðað við þann fjölda sem hafi verið að greinast daglega undanfarna viku megi búast við fjölgun næstu tvær vikurnar að minnsta kosti. En það geti tekið allt að viku frá því fólk veikist þar til það sé komið inn á spítala. „Meðalaldurinn í þessum hópi í samfélaginu núna er klárlega lægri," segir Már. Aldursdreifingin sé hins vegar dreifðari en áður þannig að fólk á áttræðis, níræðis og jafnvel tíðræðis aldri séu einnig að veikjast. „Af því þetta er víðar í samfélaginu er meiri hætta á að þetta komist inn í miklu viðkvæmari hópa. Eins og við eru að sjá til dæmis á öldrunarstofnunum og öldrunardeildum. Þannig að það er mikil áskorun fyrir okkur. Við reynum kannski að glíma svolítið öðru vísi við faraldurinn en áður til að koma í veg fyrir þetta," segir Már. Það hafi ekki tekist að efla einstaklinga á baráttunni nú eins vel og tekist hafi í vor. En vonandi færi hertari aðgerði fólki heim sanninn um alvarleika málsins. Hann voni að álagið verði ekki meira en í bylgjunni í vor. Margt hafi verið straumlínulagað í störfum sjúkrahússins síðan þá. „Þar á ég bæði við nálgunina gagnvart einstaklingunum. Þannig að við erum að verða grimmari í að meðhöndla þá til að forða innlögnum. Vonandi skilar það sér í betri horfum fyrir fólk og hlutfallslega færri sjúkrahúss innlögnum," segir Már Kristjánsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira