Með Jóni Páli þegar hann fékk dauðadóminn Stefán Árni Pálsson skrifar 8. október 2020 12:30 Jónína Ben hefur verið fyrirferðamikil hér á landi í áratugi. Hún var algjör frumkvöðill í líkamsræktarbransanum hér á landi. Jónína Benediktsdóttir hefur oft verið umdeild hér á landi. Hún var ung orðin viðskiptakona í Svíþjóð, þar sem hún fékk alls kyns verðlaun fyrir frumkvöðlastarfsemi sína í líkamsrækt og rekstri líkamsræktarstöðva. Í gegnum árin hefur Jónína verið farsæl athafnarkona en í viðtali við Sölva Tryggvason segir hún meðal annars frá tengslum hennar og Jóns Páls Sigmarssonar, sterkasta manns í heimi. Á milli Jóns Páls og Jónínu var sterkur strengur í mörg ár. „Jón Páll var einstakur maður. Hann var svo lítillátur og skemmtilegur og fór aldrei fram á neitt. Hann var eins ósérhlífinn og einn maður getur verið. Hann vann hjá mér í 3 ár og við ferðuðumst mikið saman og elskuðum hvort annað. En það gekk ekki upp og við það lifir maður. Það var alltaf gaman með Jóni Páli og ég gæti sagt þér skemmtisögur af Jóni Páli endalaust og það var Jóhannes heitinn [Jónsson] líka. Hrikalega skemmtilegur maður og kannski er það sem að ég er að leita í þegar kemur að karlmönnum,“ segir Jónína. „Svona hressir galgopagæjar af því að ég nenni ekki að vera alvarleg þegar ég er heima hjá mér, en svo kom sorgin. Ég fór með honum til Ameríku rétt áður en hann deyr og þá fór hann til læknis og fékk í raun dauðadóminn. Honum var sagt að æðakerfið í honum væri eins og í níræðum manni og við vissum eftir það bæði að hann myndi deyja fljótt eftir þetta.” Klippa: Dregin upp til bankastjóra sem var eins og Armani-fyrirsæta og með vopnaða verði Jónína hefur komið víða við og í viðtalinu segir hún líka sögu af því þegar til stóð að hún myndi opna líkamsræktarstöðvar í Rússlandi. „Þú skrifaðir nú um það í bókinni þegar ég fór til Rússlands, þegar Björgólfur [Guðmundsson] bauð mér að opna Planet Pulse þar. Þetta var eins og bíómynd, þetta var í Pétursborg og ég var þar leidd inn í gamla óperuhöll sem var endalaust margir fermetrar með kristalsljósakrónum úti um allt, en ég þorði ekki annað en að segja: „I am very interested, very interested”, þó að ég sæi strax að það væri hæpið að ná að fylla svo mikið sem eitt herbergi þarna inni. Svo var ég leidd inn til bankastjóra í tengslum við þetta. Það var bakdyramegin í húsi þar sem voru vopnaðir verðir í allar áttir og þegar ég kom loksins upp á skrifstofu bankastjórans var hann einhvers konar Armani-módel með þrjá vopnaða verði í kringum sig og húmoristinn í mér hugsaði strax: „Rólegur, ég ætla ekki að nauðga þér”, en ég pakkaði bara saman fljótt og litla stelpan frá Húsavík hefði ekki höndlað þetta umhverfi lengi,” segir Jónína, sem segist í grunninn vera kennari. Fólk var ekkert að pæla í næringu „Ég er fyrst og fremst kennari og það er það sem hefur alltaf verið ástríða hjá mér. Ég kenndi stundum eróbikk 7 tíma á dag og finnst stundum að ég sé enn að blæða fyrir það og mæli nú ekki með svo mikilli hreyfingu og svo borðuðum við Ágústa [Johnson] lakkrískonfekt á kvöldin, af því að okkur fannst það svo gott og fólk var ekkert byrjað að pæla í næringu af neinu viti á þessum tíma.“ Segja má að Jónína sé nú aftur farin í það sem henni finnst skemmtilegast, þar sem hún vinnur nú við að miðla fróðleik um heilsu til eldri borgara í Hveragerði. Sölvi Tryggvason skrifaði ævisögu Jónínu og það vantar því ekki umræðuefnin. Í viðtalinu fara Sölvi og Jónína yfir tímabilin í líkamsræktinni, tengslin við Jón Pál, íslenskt viðskiptalíf, baráttuna við bakkus og margt margt fleira. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Jónína Benediktsdóttir hefur oft verið umdeild hér á landi. Hún var ung orðin viðskiptakona í Svíþjóð, þar sem hún fékk alls kyns verðlaun fyrir frumkvöðlastarfsemi sína í líkamsrækt og rekstri líkamsræktarstöðva. Í gegnum árin hefur Jónína verið farsæl athafnarkona en í viðtali við Sölva Tryggvason segir hún meðal annars frá tengslum hennar og Jóns Páls Sigmarssonar, sterkasta manns í heimi. Á milli Jóns Páls og Jónínu var sterkur strengur í mörg ár. „Jón Páll var einstakur maður. Hann var svo lítillátur og skemmtilegur og fór aldrei fram á neitt. Hann var eins ósérhlífinn og einn maður getur verið. Hann vann hjá mér í 3 ár og við ferðuðumst mikið saman og elskuðum hvort annað. En það gekk ekki upp og við það lifir maður. Það var alltaf gaman með Jóni Páli og ég gæti sagt þér skemmtisögur af Jóni Páli endalaust og það var Jóhannes heitinn [Jónsson] líka. Hrikalega skemmtilegur maður og kannski er það sem að ég er að leita í þegar kemur að karlmönnum,“ segir Jónína. „Svona hressir galgopagæjar af því að ég nenni ekki að vera alvarleg þegar ég er heima hjá mér, en svo kom sorgin. Ég fór með honum til Ameríku rétt áður en hann deyr og þá fór hann til læknis og fékk í raun dauðadóminn. Honum var sagt að æðakerfið í honum væri eins og í níræðum manni og við vissum eftir það bæði að hann myndi deyja fljótt eftir þetta.” Klippa: Dregin upp til bankastjóra sem var eins og Armani-fyrirsæta og með vopnaða verði Jónína hefur komið víða við og í viðtalinu segir hún líka sögu af því þegar til stóð að hún myndi opna líkamsræktarstöðvar í Rússlandi. „Þú skrifaðir nú um það í bókinni þegar ég fór til Rússlands, þegar Björgólfur [Guðmundsson] bauð mér að opna Planet Pulse þar. Þetta var eins og bíómynd, þetta var í Pétursborg og ég var þar leidd inn í gamla óperuhöll sem var endalaust margir fermetrar með kristalsljósakrónum úti um allt, en ég þorði ekki annað en að segja: „I am very interested, very interested”, þó að ég sæi strax að það væri hæpið að ná að fylla svo mikið sem eitt herbergi þarna inni. Svo var ég leidd inn til bankastjóra í tengslum við þetta. Það var bakdyramegin í húsi þar sem voru vopnaðir verðir í allar áttir og þegar ég kom loksins upp á skrifstofu bankastjórans var hann einhvers konar Armani-módel með þrjá vopnaða verði í kringum sig og húmoristinn í mér hugsaði strax: „Rólegur, ég ætla ekki að nauðga þér”, en ég pakkaði bara saman fljótt og litla stelpan frá Húsavík hefði ekki höndlað þetta umhverfi lengi,” segir Jónína, sem segist í grunninn vera kennari. Fólk var ekkert að pæla í næringu „Ég er fyrst og fremst kennari og það er það sem hefur alltaf verið ástríða hjá mér. Ég kenndi stundum eróbikk 7 tíma á dag og finnst stundum að ég sé enn að blæða fyrir það og mæli nú ekki með svo mikilli hreyfingu og svo borðuðum við Ágústa [Johnson] lakkrískonfekt á kvöldin, af því að okkur fannst það svo gott og fólk var ekkert byrjað að pæla í næringu af neinu viti á þessum tíma.“ Segja má að Jónína sé nú aftur farin í það sem henni finnst skemmtilegast, þar sem hún vinnur nú við að miðla fróðleik um heilsu til eldri borgara í Hveragerði. Sölvi Tryggvason skrifaði ævisögu Jónínu og það vantar því ekki umræðuefnin. Í viðtalinu fara Sölvi og Jónína yfir tímabilin í líkamsræktinni, tengslin við Jón Pál, íslenskt viðskiptalíf, baráttuna við bakkus og margt margt fleira. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira