Grunnatriðin sem Þórólfur vill að allir hafi í huga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2020 13:01 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikilvægt sé að landsmenn allir hafi það í huga hvernig kórónuveiran smitist á milli manna og hvernig best sé að sporna við hverri dreifileið. Það sé mikilvægara en að hugsa stöðugt um hvaða athafnir séu leyfðar og hverjar ekki leyfðar samkvæmt reglugerðum. Fjöldi smita hefur vaxið undanfarna daga en í gær greindust níutíu og fjórir með kórónuveiruna innanlands í gær. Nú eru 4.345 í sóttkví og fjölgar um þrjú hundruð á milli daga. Þá eru 846 á landinu öllu í einangrun með veiruna. Á daglegum upplýsingafundi sagði Þórólfur þetta vera áhyggjuefni. Sambærilegar eða hærri tölur næstu daga myndu skila sér í fleiri innlögnum á spítala, sem gæti leitt til þess að álag á spítölum gæti aukist mjög. Á fundinum fór Þórólfur því yfir nokkur grunnatriði sem hann sagði alla landsmenn þurfa að hafa í huga. „Við þurfum enn og aftur að minnast á það og ítreka það hvernig þessi veira smitast á milli. Það er það sem allir þurfa að hugsa um og hafa í huga. Veiran hún smitast á milli einstaklinga með dropasmiti, snertismiti eða úðasmiti,“ sagði Þórólfur áður en hann útskýrði hverja og eina smitleið, líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan. „Til þess að forðast dropasmit þurfum við að forðast nánd við aðra, sérstaklega veika einstaklinga, sem mest. Þá þurfum við að hafa í huga þessa nándarreglu, einn til tveir metrar. Hér geta andlitsgrímur hjálpað í ákveðnum aðstæðum eins og við höfum talað um. Einnig þurfa ákveðnir aðilar að hafa í huga hvernig þeir hnerra og hvernig þeir hósta til að vernda aðra aðila sem mest. Snertismit, það þarf að muna að þvo og spritta hendur, hreinsa sameiginlega snertifleti og í vissum aðstæðum að nota hanska. Nú úðasmit, að forðast illa loftræsta staði og nota grímur eins og við höfum talað um áður.“ Þarf ekki marga til að koma af stað faraldri Mikilvægt væri að hafa þessi atriði í huga, í stað þess að hugsa stöðugt um hvað mætti og hvað mætti ekki. Þetta segði hann þar sem nokkuð hafi borið á því einstaklingar hafi verið að leita sér leiða til að komast hjá því að taka þátt í ýmsum aðgerðum. Yfirvöldum hafi til að mynda borist til eyrna að verið væri að færa líkamsrækt innan úr húsum og út til þess að fara eftir reglugerð um sóttvarnir. Einnig hafi einhverjir verið að skilgreina sína starfsemi á annan hátt þannig að reglugerðin nái ekki yfir það. „Þetta er mjög leitt að heyra og þetta mun ekki hjálpa okkur í baráttunni gegn veirunni. Ég bið alla um að hafa þessi grunnprinnsupp í heðri og hafa þau í huga þannig að við getum lágmarkað alla smithættu á milli einstaklinga.“ Ítrekaði Þórólfur þó að flestir færu eftir þessum grunnatriðum sem hann nefndi. „Það getur verið nóg að það séu fáir sem eru að gera það ekki og þá getum við sett af stað faraldur. Ég vil þakka þeim sérstaklega sem hafa farið eftir þessum grunnprinnsippum skýrt og skilmerkilega.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. 8. október 2020 11:42 Svona var 122. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11:00 í dag í Katrínartúni 2. 8. október 2020 10:37 Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikilvægt sé að landsmenn allir hafi það í huga hvernig kórónuveiran smitist á milli manna og hvernig best sé að sporna við hverri dreifileið. Það sé mikilvægara en að hugsa stöðugt um hvaða athafnir séu leyfðar og hverjar ekki leyfðar samkvæmt reglugerðum. Fjöldi smita hefur vaxið undanfarna daga en í gær greindust níutíu og fjórir með kórónuveiruna innanlands í gær. Nú eru 4.345 í sóttkví og fjölgar um þrjú hundruð á milli daga. Þá eru 846 á landinu öllu í einangrun með veiruna. Á daglegum upplýsingafundi sagði Þórólfur þetta vera áhyggjuefni. Sambærilegar eða hærri tölur næstu daga myndu skila sér í fleiri innlögnum á spítala, sem gæti leitt til þess að álag á spítölum gæti aukist mjög. Á fundinum fór Þórólfur því yfir nokkur grunnatriði sem hann sagði alla landsmenn þurfa að hafa í huga. „Við þurfum enn og aftur að minnast á það og ítreka það hvernig þessi veira smitast á milli. Það er það sem allir þurfa að hugsa um og hafa í huga. Veiran hún smitast á milli einstaklinga með dropasmiti, snertismiti eða úðasmiti,“ sagði Þórólfur áður en hann útskýrði hverja og eina smitleið, líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan. „Til þess að forðast dropasmit þurfum við að forðast nánd við aðra, sérstaklega veika einstaklinga, sem mest. Þá þurfum við að hafa í huga þessa nándarreglu, einn til tveir metrar. Hér geta andlitsgrímur hjálpað í ákveðnum aðstæðum eins og við höfum talað um. Einnig þurfa ákveðnir aðilar að hafa í huga hvernig þeir hnerra og hvernig þeir hósta til að vernda aðra aðila sem mest. Snertismit, það þarf að muna að þvo og spritta hendur, hreinsa sameiginlega snertifleti og í vissum aðstæðum að nota hanska. Nú úðasmit, að forðast illa loftræsta staði og nota grímur eins og við höfum talað um áður.“ Þarf ekki marga til að koma af stað faraldri Mikilvægt væri að hafa þessi atriði í huga, í stað þess að hugsa stöðugt um hvað mætti og hvað mætti ekki. Þetta segði hann þar sem nokkuð hafi borið á því einstaklingar hafi verið að leita sér leiða til að komast hjá því að taka þátt í ýmsum aðgerðum. Yfirvöldum hafi til að mynda borist til eyrna að verið væri að færa líkamsrækt innan úr húsum og út til þess að fara eftir reglugerð um sóttvarnir. Einnig hafi einhverjir verið að skilgreina sína starfsemi á annan hátt þannig að reglugerðin nái ekki yfir það. „Þetta er mjög leitt að heyra og þetta mun ekki hjálpa okkur í baráttunni gegn veirunni. Ég bið alla um að hafa þessi grunnprinnsupp í heðri og hafa þau í huga þannig að við getum lágmarkað alla smithættu á milli einstaklinga.“ Ítrekaði Þórólfur þó að flestir færu eftir þessum grunnatriðum sem hann nefndi. „Það getur verið nóg að það séu fáir sem eru að gera það ekki og þá getum við sett af stað faraldur. Ég vil þakka þeim sérstaklega sem hafa farið eftir þessum grunnprinnsippum skýrt og skilmerkilega.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. 8. október 2020 11:42 Svona var 122. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11:00 í dag í Katrínartúni 2. 8. október 2020 10:37 Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. 8. október 2020 11:42
Svona var 122. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11:00 í dag í Katrínartúni 2. 8. október 2020 10:37
Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48