Dusty skellti XY Bjarni Bjarnason skrifar 8. október 2020 22:01 Millileikur tólftu umferðar í Vodafonedeildinni í CS:GO var XY gegn Dusty. Stórmeistarar Dusty mættu einbeittir til leiks og sigruðu XY á sannfærandi máta. Liðsmenn Dusty hófu leikinn í vörn(Counter-terrorist) og stigu taktfastann dans strax frá fyrstu lotu. Þrátt fyrir það tókst XY með góðum opnunarfellum að slá þá út af laginu og næla sér í þrjár lotur. Dusty þurftu þó ekki meira en 3 lotur til að aðlaga sig sóknarleik XY og finna taktinn aftur. Eftir þetta fundu XY fáar glufur á vörninni og þegar þær fundust féll fátt með þeim. Staðan í hálfleik Dusty 12 – 3 XY XY komst í yfirtölu fimm gegn tveimur í fyrstu lotu seinni hálfleiks eftir góða syrpu frá TripleG (Gísli Geir Gíslason). En liðsmaður Dusty StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson) svaraði með þrekvirki. Með gífurlegri leikvitund einangraði hann og felldi hvern leikmann XY á fætur öðrum þar til enginn var eftir. Undirstrikaði þessi lota tóninn í leiknum þar sem einstaklingsframtak liðsmanna Dusty tók slakan þegar XY fundu glufur. Var lokastaðan í leik sem Dusty sigraði á sannfærandi máta Dusty 16 – 4 XY. Dusty Vodafone-deildin Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti
Millileikur tólftu umferðar í Vodafonedeildinni í CS:GO var XY gegn Dusty. Stórmeistarar Dusty mættu einbeittir til leiks og sigruðu XY á sannfærandi máta. Liðsmenn Dusty hófu leikinn í vörn(Counter-terrorist) og stigu taktfastann dans strax frá fyrstu lotu. Þrátt fyrir það tókst XY með góðum opnunarfellum að slá þá út af laginu og næla sér í þrjár lotur. Dusty þurftu þó ekki meira en 3 lotur til að aðlaga sig sóknarleik XY og finna taktinn aftur. Eftir þetta fundu XY fáar glufur á vörninni og þegar þær fundust féll fátt með þeim. Staðan í hálfleik Dusty 12 – 3 XY XY komst í yfirtölu fimm gegn tveimur í fyrstu lotu seinni hálfleiks eftir góða syrpu frá TripleG (Gísli Geir Gíslason). En liðsmaður Dusty StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson) svaraði með þrekvirki. Með gífurlegri leikvitund einangraði hann og felldi hvern leikmann XY á fætur öðrum þar til enginn var eftir. Undirstrikaði þessi lota tóninn í leiknum þar sem einstaklingsframtak liðsmanna Dusty tók slakan þegar XY fundu glufur. Var lokastaðan í leik sem Dusty sigraði á sannfærandi máta Dusty 16 – 4 XY.
Dusty Vodafone-deildin Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti