Segir það óafsakanlegt að hafa farið í golf Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2020 21:53 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það hafi verið óafsakanlegt af hennar hálfu að fara í golf í dag á golfvellinum í Hveragerði, þrátt fyrir tilmæli þess efnis að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu sæki ekki í golf á völlum utan höfuðborgarsvæðisins. Mbl.is greindi fyrst frá. Golfvellir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið lokaðir frá og með gærdeginum og verða lokaðir til 19. október eftir tilmæli frá sóttvarnarlækni vegna kórónuveirufaraldursins. Tilmæli hafa einnig verið gefin út þess efnis að íbúar höfuðborgarsvæðisins haldi sig heima nema brýna nauðsyn beri til. GSÍ mæltist einnig til þess að kylfingar í Reykjavík og nágrenni eigi ekki að svala golfþorstanum með því að fara út fyrir höfuðborgarsvæðið. Í samtali við Vísi segir Þorgerður Katrín, sem er meðstjórnandi í stjórn GSÍ, að hún hafi ekki farið sérstaklega til Hveragerðis til þess að leika golf í dag, hún dvelji þessa dagana í Ölfusi og hafi gert að undanförnu. Hún nýtti hins vegar tækifærið og spilaði golf á vellinum í Hveragerði í dag, sem reyndar er lokaður öðrum en félagsmönnum frá og með hádegi í gær. Þorgerður Katrín er ekki meðlimur í golfklúbbi Hveragerðis. Segir hún í samtali við Vísi að í ljósi þeirra tilmæla um að íbúar höfuðborgarsvæðins fari ekki í golf utan höfuðborgarsvæðisins hafi það verið óafsakanlegt af hennar hálfu að hafa farið í golf á vellinum í Hveragerði í dag. Nokkurrar óánægju hefur gætt meðal kylfinga á höfuðborgarsvæðinu með þá ákvörðun GSÍ að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu, enda tókst sambandinu og aðildarfélögum þess ágætlega að tryggja golfiðkun með sóttvörnum í fyrri bylgjum kórónuveirufaraldursins. Þorgerður Katrín segir þó það ekki skipta máli í þessu máli, hún hafi átt að vita betur en að fara í golf í Hveragerði í dag. Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Fleiri fréttir Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það hafi verið óafsakanlegt af hennar hálfu að fara í golf í dag á golfvellinum í Hveragerði, þrátt fyrir tilmæli þess efnis að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu sæki ekki í golf á völlum utan höfuðborgarsvæðisins. Mbl.is greindi fyrst frá. Golfvellir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið lokaðir frá og með gærdeginum og verða lokaðir til 19. október eftir tilmæli frá sóttvarnarlækni vegna kórónuveirufaraldursins. Tilmæli hafa einnig verið gefin út þess efnis að íbúar höfuðborgarsvæðisins haldi sig heima nema brýna nauðsyn beri til. GSÍ mæltist einnig til þess að kylfingar í Reykjavík og nágrenni eigi ekki að svala golfþorstanum með því að fara út fyrir höfuðborgarsvæðið. Í samtali við Vísi segir Þorgerður Katrín, sem er meðstjórnandi í stjórn GSÍ, að hún hafi ekki farið sérstaklega til Hveragerðis til þess að leika golf í dag, hún dvelji þessa dagana í Ölfusi og hafi gert að undanförnu. Hún nýtti hins vegar tækifærið og spilaði golf á vellinum í Hveragerði í dag, sem reyndar er lokaður öðrum en félagsmönnum frá og með hádegi í gær. Þorgerður Katrín er ekki meðlimur í golfklúbbi Hveragerðis. Segir hún í samtali við Vísi að í ljósi þeirra tilmæla um að íbúar höfuðborgarsvæðins fari ekki í golf utan höfuðborgarsvæðisins hafi það verið óafsakanlegt af hennar hálfu að hafa farið í golf á vellinum í Hveragerði í dag. Nokkurrar óánægju hefur gætt meðal kylfinga á höfuðborgarsvæðinu með þá ákvörðun GSÍ að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu, enda tókst sambandinu og aðildarfélögum þess ágætlega að tryggja golfiðkun með sóttvörnum í fyrri bylgjum kórónuveirufaraldursins. Þorgerður Katrín segir þó það ekki skipta máli í þessu máli, hún hafi átt að vita betur en að fara í golf í Hveragerði í dag.
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Fleiri fréttir Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Sjá meira