26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu spiluðu á Akranesi í gær Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. október 2020 12:34 Golfklúbburinn Leynir á Akranesi hefur lokað fyrir skráningar annarra en félagsmeðlima klúbbsins. Golfklúbburinn Leynir/Facebook 26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu fóru í gær á Akranes til þess að spila golf. Bæjarstjóri Akraness segir miður að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi ekki farið eftir tilmælum sóttvarnayfirvalda að fara ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið nema brýna nauðsyn beri til. Golfvellir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið lokað frá og með föstudeginum síðastliðnum og verða þeir lokaðir til 19. október vegna sóttvarnaráðstafana og hafa kylfingar jafnframt verið beðnir af GSÍ að leita ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið til að svala golfþorstanum. Tilmæli hafa einnig verið gefi út þess efnis að íbúar höfuðborgarsvæðisins haldi sig heima nema brýna nauðsyn beri til. „Tilmæli sem fólk er því miður ekki að virða“ Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir í samtali við fréttastofu að töluverður fjöldi kylfinga frá höfuðborginni hafi hætt við að koma upp á Akranes í gær til þess að spila golf. Hann segir mikilvægt að íbúar höfuðborgarsvæðisins fari eftir tilmælum sóttvarnayfirvalda. „Sóttvarnayfirvöld beina þessum tilmælum til íbúa á höfuðborgarsvæðinu og það er mikilvægt að hver og einn sinni einstaklingsbundnum smitvörnum. Þetta eru tilmæli sem fólk er því miður ekki að virða,“ segir Sævar Freyr. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness.Vísir/Egill Þá hefur ákvörðun verið tekin af Golfklúbbnum Leyni að loka fyrir skráningu annarra en meðlima golfklúbbsins til að spila á vellinum. Formaður klúbbsins segir það þó árstíðarbundið, þó það komi í kjölfar þessa atburðar. „Það er það sem gerist á hverju hausti af því að þá þurfum við ekki að manna afgreiðsluna lengur. Þegar það eru bara félagsmenn að spila þarf ekki að innheimta vallargjöld. Þannig að það er bara bundið þessum árstíma þó það hitti þannig á að þetta komi í kjölfar þessa atburðar,“ segir O. Pétur Ottesen, formaður Golfklúbbsins Leynis. Tugir Reykvíkinga skráðir í Golfklúbbinn Leyni Hann segir þá ákvörðun þó ekki koma í veg fyrir að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu geti farið að spila á golfvellinum á Akranesi. Fjöldi kylfinga frá höfuðborgarsvæðinu séu skráðir í klúbbinn. „Það eru tugir Reykvíkinga í golfklúbbnum á Akranesi þannig að það eitt og sér myndi ekki útiloka að fólk kæmi frá Reykjavík á Akranes til að spila. Þannig að það er ekki hægt að hafa þessa umræðu alveg svarta og hvíta.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir baðst í gær afsökunar á því að hafa farið í golf í gær á golfvellinum í Hveragerði þrátt fyrir tilmæli sóttvarnalæknis. Hún sagði það óafsakanlegt af hennar hálfu að hafa farið í golf í Hveragerði í ljósi þeirra tilmæla að íbúar höfuðborgarsvæðisins fari ekki í golf utan höfuðborgarsvæðisins. Kylfingar fóru eftir sóttvarnareglum á vellinum Sævar Freyr segir atburði gærdagsins hljóta að brýna fyrir fólki að framfylgja sóttvarnatilmælum. „Ég held að þetta brýni bara fyrir okkur öllum að fylgja tilmælum og það á ekki að þurfa að grípa til úrræða þar sem eru lokanir til að þjónustu sé ekki haldið út. Fólk á að fylgja tilmælunum og sýna ábyrgð það er það sem ég hvet alla til að sýna,“ segir Sævar Freyr. Undir þetta tekur Pétur. Hann líti það alltaf alvarlegum augum þegar fólk fari ekki eftir þeim tilmælum sem gefin hafi verið út. Hann hafi þó sjálfur verið á golfvellinum á Akranesi í gær og hafi orðið þess áskynja að allir kylfingar sem þar voru staddir hafi farið eftir sóttvarnareglum. „Ég gat ekki betur séð en þeir kylfingar sem þar voru væru að uppfylla allar þær ströngustu kröfur sem settar eru í þessum undarlegu aðstæðum sem við erum í. Í ljósi þess sem ég varð áskynja þar hef ég ekki áhyggjur af þessu, allavega ekki þarna í gær,“ segir Pétur. Þá segir hann að allur sameiginlegur búnaður hafi verið tekinn úr notkun. Flaggstangir, hrífur, snyrtingu hafi verið lokað, aðeins sé hægt að greiða með snertilausum lausnum og svo framvegis. Hann brýnir þó fyrir fólki að fara varlega. „Að sjálfsögðu eiga allir að fara varlega alls staðar, það á ekki bara við um golfvelli,“ segir hann. „Ég vona bara að fólk haldi í skynsemina og taki þennan vágest af þeim alvarleika sem honum ber. Og af því sem ég varð áskynja uppi á golfvelli í gær voru allir að því.“ Akranes Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir það óafsakanlegt að hafa farið í golf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það hafi verið óafsakanlegt af hennar hálfu að fara í golf í dag á golfvellinum í Hveragerði, þrátt fyrir tilmæli þess efnis að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu sæki ekki í golf á völlum utan höfuðborgarsvæðisins 10. október 2020 21:53 Golfvöllum lokað og kylfingar minntir á að leita ekki annað Golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu loka í dag og verða að óbreyttu lokaðir til og með 19. október, samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. 9. október 2020 12:36 Fundað um hvort leika ætti golf Framkvæmdastjórn Golfsambands Íslands fundar nú fyrir hádegi með Víði Reynisson yfirlögregluþjóni og Guðrúnu Aspelund, yfirlækni á sóttvarnasviði, um stöðu golfíþróttarinnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2020 09:53 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu fóru í gær á Akranes til þess að spila golf. Bæjarstjóri Akraness segir miður að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi ekki farið eftir tilmælum sóttvarnayfirvalda að fara ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið nema brýna nauðsyn beri til. Golfvellir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið lokað frá og með föstudeginum síðastliðnum og verða þeir lokaðir til 19. október vegna sóttvarnaráðstafana og hafa kylfingar jafnframt verið beðnir af GSÍ að leita ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið til að svala golfþorstanum. Tilmæli hafa einnig verið gefi út þess efnis að íbúar höfuðborgarsvæðisins haldi sig heima nema brýna nauðsyn beri til. „Tilmæli sem fólk er því miður ekki að virða“ Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir í samtali við fréttastofu að töluverður fjöldi kylfinga frá höfuðborginni hafi hætt við að koma upp á Akranes í gær til þess að spila golf. Hann segir mikilvægt að íbúar höfuðborgarsvæðisins fari eftir tilmælum sóttvarnayfirvalda. „Sóttvarnayfirvöld beina þessum tilmælum til íbúa á höfuðborgarsvæðinu og það er mikilvægt að hver og einn sinni einstaklingsbundnum smitvörnum. Þetta eru tilmæli sem fólk er því miður ekki að virða,“ segir Sævar Freyr. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness.Vísir/Egill Þá hefur ákvörðun verið tekin af Golfklúbbnum Leyni að loka fyrir skráningu annarra en meðlima golfklúbbsins til að spila á vellinum. Formaður klúbbsins segir það þó árstíðarbundið, þó það komi í kjölfar þessa atburðar. „Það er það sem gerist á hverju hausti af því að þá þurfum við ekki að manna afgreiðsluna lengur. Þegar það eru bara félagsmenn að spila þarf ekki að innheimta vallargjöld. Þannig að það er bara bundið þessum árstíma þó það hitti þannig á að þetta komi í kjölfar þessa atburðar,“ segir O. Pétur Ottesen, formaður Golfklúbbsins Leynis. Tugir Reykvíkinga skráðir í Golfklúbbinn Leyni Hann segir þá ákvörðun þó ekki koma í veg fyrir að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu geti farið að spila á golfvellinum á Akranesi. Fjöldi kylfinga frá höfuðborgarsvæðinu séu skráðir í klúbbinn. „Það eru tugir Reykvíkinga í golfklúbbnum á Akranesi þannig að það eitt og sér myndi ekki útiloka að fólk kæmi frá Reykjavík á Akranes til að spila. Þannig að það er ekki hægt að hafa þessa umræðu alveg svarta og hvíta.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir baðst í gær afsökunar á því að hafa farið í golf í gær á golfvellinum í Hveragerði þrátt fyrir tilmæli sóttvarnalæknis. Hún sagði það óafsakanlegt af hennar hálfu að hafa farið í golf í Hveragerði í ljósi þeirra tilmæla að íbúar höfuðborgarsvæðisins fari ekki í golf utan höfuðborgarsvæðisins. Kylfingar fóru eftir sóttvarnareglum á vellinum Sævar Freyr segir atburði gærdagsins hljóta að brýna fyrir fólki að framfylgja sóttvarnatilmælum. „Ég held að þetta brýni bara fyrir okkur öllum að fylgja tilmælum og það á ekki að þurfa að grípa til úrræða þar sem eru lokanir til að þjónustu sé ekki haldið út. Fólk á að fylgja tilmælunum og sýna ábyrgð það er það sem ég hvet alla til að sýna,“ segir Sævar Freyr. Undir þetta tekur Pétur. Hann líti það alltaf alvarlegum augum þegar fólk fari ekki eftir þeim tilmælum sem gefin hafi verið út. Hann hafi þó sjálfur verið á golfvellinum á Akranesi í gær og hafi orðið þess áskynja að allir kylfingar sem þar voru staddir hafi farið eftir sóttvarnareglum. „Ég gat ekki betur séð en þeir kylfingar sem þar voru væru að uppfylla allar þær ströngustu kröfur sem settar eru í þessum undarlegu aðstæðum sem við erum í. Í ljósi þess sem ég varð áskynja þar hef ég ekki áhyggjur af þessu, allavega ekki þarna í gær,“ segir Pétur. Þá segir hann að allur sameiginlegur búnaður hafi verið tekinn úr notkun. Flaggstangir, hrífur, snyrtingu hafi verið lokað, aðeins sé hægt að greiða með snertilausum lausnum og svo framvegis. Hann brýnir þó fyrir fólki að fara varlega. „Að sjálfsögðu eiga allir að fara varlega alls staðar, það á ekki bara við um golfvelli,“ segir hann. „Ég vona bara að fólk haldi í skynsemina og taki þennan vágest af þeim alvarleika sem honum ber. Og af því sem ég varð áskynja uppi á golfvelli í gær voru allir að því.“
Akranes Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir það óafsakanlegt að hafa farið í golf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það hafi verið óafsakanlegt af hennar hálfu að fara í golf í dag á golfvellinum í Hveragerði, þrátt fyrir tilmæli þess efnis að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu sæki ekki í golf á völlum utan höfuðborgarsvæðisins 10. október 2020 21:53 Golfvöllum lokað og kylfingar minntir á að leita ekki annað Golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu loka í dag og verða að óbreyttu lokaðir til og með 19. október, samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. 9. október 2020 12:36 Fundað um hvort leika ætti golf Framkvæmdastjórn Golfsambands Íslands fundar nú fyrir hádegi með Víði Reynisson yfirlögregluþjóni og Guðrúnu Aspelund, yfirlækni á sóttvarnasviði, um stöðu golfíþróttarinnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2020 09:53 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Segir það óafsakanlegt að hafa farið í golf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það hafi verið óafsakanlegt af hennar hálfu að fara í golf í dag á golfvellinum í Hveragerði, þrátt fyrir tilmæli þess efnis að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu sæki ekki í golf á völlum utan höfuðborgarsvæðisins 10. október 2020 21:53
Golfvöllum lokað og kylfingar minntir á að leita ekki annað Golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu loka í dag og verða að óbreyttu lokaðir til og með 19. október, samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. 9. október 2020 12:36
Fundað um hvort leika ætti golf Framkvæmdastjórn Golfsambands Íslands fundar nú fyrir hádegi með Víði Reynisson yfirlögregluþjóni og Guðrúnu Aspelund, yfirlækni á sóttvarnasviði, um stöðu golfíþróttarinnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2020 09:53