Heróínneysla færst í aukana í faraldrinum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. október 2020 20:02 Verkefnið Frú Ragnheiður er á vegum Rauða krossins og byggir á skaðaminnkandi nálgun gagnvart fíknivandamálum. Vísir/Sigurjón Heróínneysla virðist hafa færst í aukana í kórónufaraldrinum. Ástæðan er rakin til minna framboðs af lyfseðilsskyldum lyfjum, eða svokölluðum ópíóðum, eftir að flugsamgöngur fóru úr skorðum. Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar, segir faraldurinn hafa haft margvísleg áhrif í för með sér. „Við erum að sjá fólk fá bakslag og bakslögin geta verið hættuleg hjá okkar skjólstæðingum út af því að við sjáum oft dauðsföll sem verða vegna bakslags. Ef einstaklingur hefur kannski verið að nota ópíóða, búinn að vera án efna í einhvern tíma og fær svo bakslag, að þá er mikil hætta á ofskömmtun. Það eru dauðsföllin sem við viljum koma í veg fyrir,“ segir Elísabet og bætir við að félagsleg einangrun hafi einnig aukist. „Þetta eru afleiðingar sem við kannski gátum ekki alveg séð fyrir en við erum að sjá þetta núna,“ segir hún. Verðlag á ákveðnum fíkniefnum hefur hækkað í kjölfar minna framboðs og fólk sækir í annars konar efni, sem auðveldara er að nálgast og eru ódýrari, að sögn Elísabetar. Heróín þar með talið en það hefur hingað til ekki náð fótfestu hér á landi. Heróín er eitt skaðlegasta fíkniefni sem fyrir finnst. „Ef heróín er að ryðja sér eitthvað til rúms og að komast í umferð hérna á Íslandi að þá höfum við auðvitað áhyggjur af því. Heróín er óræð skammtastærð. Með lyfseðilsskyldu lyfjunum eru skammtastærðirnar allavega vitaðar og fólk stjórnar því meira. Þess vegna höfum við meiri áhyggjur af því að það fólk taki of stóran skammt þegar það notar heróín.“ Elísabet segir Frú Ragnheiði leggja sérstaka áherslu á ópíóðana, meðal annars til að forða dauðsföllum. „Að koma í veg fyrir dauðsföllin og halda fólki á lífi, það er fyrsta markmið okkar út frá skaðaminnkandi leiðarljósi og við erum svolítið búið að vera að fókusera á ópíóðana. Það eru lyfseðilsskyld lyf og það er hægt að koma í veg fyrir þessi dauðsföll með til dæmis naloxoni. Það er hægt að koma í veg fyrir þetta með skaðaminnkandi viðhaldsmeðferð, með læknisþjónustu og fá einstaklinga í samstarf og þannig koma þessu frá ólöglega markaðnum.“ Þjónusta Frú Ragnheiðar hefur verið óbreytt í faraldrinum og lögð hefur verið sérstök áhersla á fræðslu um sóttvarnir. „Heimilislaus einstaklingur getur ekki haldið sig heima. Þess vegna höfum við í Frú Ragnheiði bara einbeitt okkur að því að halda okkar þjónustu óskertri. Við erum alltaf með heilbrigðisstarfsmann í bílnum sem getur veitt fræðslu, getur náð til þessara einstaklinga og frætt þau um stöðuna og hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir smit. Við erum búin að vera með þessar covid ráðleggingar á tungumáli notenda þjónustunnar okkar til þess að sinna ákveðnu forvarnvarnastarfi. Við höfum lagt mikla áherslu á að halda okkar þjónustu óskertri til að lágmarka þessar hindranir sem mætir fólki,“ segir Elísabet. Fíkn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira
Heróínneysla virðist hafa færst í aukana í kórónufaraldrinum. Ástæðan er rakin til minna framboðs af lyfseðilsskyldum lyfjum, eða svokölluðum ópíóðum, eftir að flugsamgöngur fóru úr skorðum. Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar, segir faraldurinn hafa haft margvísleg áhrif í för með sér. „Við erum að sjá fólk fá bakslag og bakslögin geta verið hættuleg hjá okkar skjólstæðingum út af því að við sjáum oft dauðsföll sem verða vegna bakslags. Ef einstaklingur hefur kannski verið að nota ópíóða, búinn að vera án efna í einhvern tíma og fær svo bakslag, að þá er mikil hætta á ofskömmtun. Það eru dauðsföllin sem við viljum koma í veg fyrir,“ segir Elísabet og bætir við að félagsleg einangrun hafi einnig aukist. „Þetta eru afleiðingar sem við kannski gátum ekki alveg séð fyrir en við erum að sjá þetta núna,“ segir hún. Verðlag á ákveðnum fíkniefnum hefur hækkað í kjölfar minna framboðs og fólk sækir í annars konar efni, sem auðveldara er að nálgast og eru ódýrari, að sögn Elísabetar. Heróín þar með talið en það hefur hingað til ekki náð fótfestu hér á landi. Heróín er eitt skaðlegasta fíkniefni sem fyrir finnst. „Ef heróín er að ryðja sér eitthvað til rúms og að komast í umferð hérna á Íslandi að þá höfum við auðvitað áhyggjur af því. Heróín er óræð skammtastærð. Með lyfseðilsskyldu lyfjunum eru skammtastærðirnar allavega vitaðar og fólk stjórnar því meira. Þess vegna höfum við meiri áhyggjur af því að það fólk taki of stóran skammt þegar það notar heróín.“ Elísabet segir Frú Ragnheiði leggja sérstaka áherslu á ópíóðana, meðal annars til að forða dauðsföllum. „Að koma í veg fyrir dauðsföllin og halda fólki á lífi, það er fyrsta markmið okkar út frá skaðaminnkandi leiðarljósi og við erum svolítið búið að vera að fókusera á ópíóðana. Það eru lyfseðilsskyld lyf og það er hægt að koma í veg fyrir þessi dauðsföll með til dæmis naloxoni. Það er hægt að koma í veg fyrir þetta með skaðaminnkandi viðhaldsmeðferð, með læknisþjónustu og fá einstaklinga í samstarf og þannig koma þessu frá ólöglega markaðnum.“ Þjónusta Frú Ragnheiðar hefur verið óbreytt í faraldrinum og lögð hefur verið sérstök áhersla á fræðslu um sóttvarnir. „Heimilislaus einstaklingur getur ekki haldið sig heima. Þess vegna höfum við í Frú Ragnheiði bara einbeitt okkur að því að halda okkar þjónustu óskertri. Við erum alltaf með heilbrigðisstarfsmann í bílnum sem getur veitt fræðslu, getur náð til þessara einstaklinga og frætt þau um stöðuna og hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir smit. Við erum búin að vera með þessar covid ráðleggingar á tungumáli notenda þjónustunnar okkar til þess að sinna ákveðnu forvarnvarnastarfi. Við höfum lagt mikla áherslu á að halda okkar þjónustu óskertri til að lágmarka þessar hindranir sem mætir fólki,“ segir Elísabet.
Fíkn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira