Heróínneysla færst í aukana í faraldrinum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. október 2020 20:02 Verkefnið Frú Ragnheiður er á vegum Rauða krossins og byggir á skaðaminnkandi nálgun gagnvart fíknivandamálum. Vísir/Sigurjón Heróínneysla virðist hafa færst í aukana í kórónufaraldrinum. Ástæðan er rakin til minna framboðs af lyfseðilsskyldum lyfjum, eða svokölluðum ópíóðum, eftir að flugsamgöngur fóru úr skorðum. Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar, segir faraldurinn hafa haft margvísleg áhrif í för með sér. „Við erum að sjá fólk fá bakslag og bakslögin geta verið hættuleg hjá okkar skjólstæðingum út af því að við sjáum oft dauðsföll sem verða vegna bakslags. Ef einstaklingur hefur kannski verið að nota ópíóða, búinn að vera án efna í einhvern tíma og fær svo bakslag, að þá er mikil hætta á ofskömmtun. Það eru dauðsföllin sem við viljum koma í veg fyrir,“ segir Elísabet og bætir við að félagsleg einangrun hafi einnig aukist. „Þetta eru afleiðingar sem við kannski gátum ekki alveg séð fyrir en við erum að sjá þetta núna,“ segir hún. Verðlag á ákveðnum fíkniefnum hefur hækkað í kjölfar minna framboðs og fólk sækir í annars konar efni, sem auðveldara er að nálgast og eru ódýrari, að sögn Elísabetar. Heróín þar með talið en það hefur hingað til ekki náð fótfestu hér á landi. Heróín er eitt skaðlegasta fíkniefni sem fyrir finnst. „Ef heróín er að ryðja sér eitthvað til rúms og að komast í umferð hérna á Íslandi að þá höfum við auðvitað áhyggjur af því. Heróín er óræð skammtastærð. Með lyfseðilsskyldu lyfjunum eru skammtastærðirnar allavega vitaðar og fólk stjórnar því meira. Þess vegna höfum við meiri áhyggjur af því að það fólk taki of stóran skammt þegar það notar heróín.“ Elísabet segir Frú Ragnheiði leggja sérstaka áherslu á ópíóðana, meðal annars til að forða dauðsföllum. „Að koma í veg fyrir dauðsföllin og halda fólki á lífi, það er fyrsta markmið okkar út frá skaðaminnkandi leiðarljósi og við erum svolítið búið að vera að fókusera á ópíóðana. Það eru lyfseðilsskyld lyf og það er hægt að koma í veg fyrir þessi dauðsföll með til dæmis naloxoni. Það er hægt að koma í veg fyrir þetta með skaðaminnkandi viðhaldsmeðferð, með læknisþjónustu og fá einstaklinga í samstarf og þannig koma þessu frá ólöglega markaðnum.“ Þjónusta Frú Ragnheiðar hefur verið óbreytt í faraldrinum og lögð hefur verið sérstök áhersla á fræðslu um sóttvarnir. „Heimilislaus einstaklingur getur ekki haldið sig heima. Þess vegna höfum við í Frú Ragnheiði bara einbeitt okkur að því að halda okkar þjónustu óskertri. Við erum alltaf með heilbrigðisstarfsmann í bílnum sem getur veitt fræðslu, getur náð til þessara einstaklinga og frætt þau um stöðuna og hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir smit. Við erum búin að vera með þessar covid ráðleggingar á tungumáli notenda þjónustunnar okkar til þess að sinna ákveðnu forvarnvarnastarfi. Við höfum lagt mikla áherslu á að halda okkar þjónustu óskertri til að lágmarka þessar hindranir sem mætir fólki,“ segir Elísabet. Fíkn Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Heróínneysla virðist hafa færst í aukana í kórónufaraldrinum. Ástæðan er rakin til minna framboðs af lyfseðilsskyldum lyfjum, eða svokölluðum ópíóðum, eftir að flugsamgöngur fóru úr skorðum. Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar, segir faraldurinn hafa haft margvísleg áhrif í för með sér. „Við erum að sjá fólk fá bakslag og bakslögin geta verið hættuleg hjá okkar skjólstæðingum út af því að við sjáum oft dauðsföll sem verða vegna bakslags. Ef einstaklingur hefur kannski verið að nota ópíóða, búinn að vera án efna í einhvern tíma og fær svo bakslag, að þá er mikil hætta á ofskömmtun. Það eru dauðsföllin sem við viljum koma í veg fyrir,“ segir Elísabet og bætir við að félagsleg einangrun hafi einnig aukist. „Þetta eru afleiðingar sem við kannski gátum ekki alveg séð fyrir en við erum að sjá þetta núna,“ segir hún. Verðlag á ákveðnum fíkniefnum hefur hækkað í kjölfar minna framboðs og fólk sækir í annars konar efni, sem auðveldara er að nálgast og eru ódýrari, að sögn Elísabetar. Heróín þar með talið en það hefur hingað til ekki náð fótfestu hér á landi. Heróín er eitt skaðlegasta fíkniefni sem fyrir finnst. „Ef heróín er að ryðja sér eitthvað til rúms og að komast í umferð hérna á Íslandi að þá höfum við auðvitað áhyggjur af því. Heróín er óræð skammtastærð. Með lyfseðilsskyldu lyfjunum eru skammtastærðirnar allavega vitaðar og fólk stjórnar því meira. Þess vegna höfum við meiri áhyggjur af því að það fólk taki of stóran skammt þegar það notar heróín.“ Elísabet segir Frú Ragnheiði leggja sérstaka áherslu á ópíóðana, meðal annars til að forða dauðsföllum. „Að koma í veg fyrir dauðsföllin og halda fólki á lífi, það er fyrsta markmið okkar út frá skaðaminnkandi leiðarljósi og við erum svolítið búið að vera að fókusera á ópíóðana. Það eru lyfseðilsskyld lyf og það er hægt að koma í veg fyrir þessi dauðsföll með til dæmis naloxoni. Það er hægt að koma í veg fyrir þetta með skaðaminnkandi viðhaldsmeðferð, með læknisþjónustu og fá einstaklinga í samstarf og þannig koma þessu frá ólöglega markaðnum.“ Þjónusta Frú Ragnheiðar hefur verið óbreytt í faraldrinum og lögð hefur verið sérstök áhersla á fræðslu um sóttvarnir. „Heimilislaus einstaklingur getur ekki haldið sig heima. Þess vegna höfum við í Frú Ragnheiði bara einbeitt okkur að því að halda okkar þjónustu óskertri. Við erum alltaf með heilbrigðisstarfsmann í bílnum sem getur veitt fræðslu, getur náð til þessara einstaklinga og frætt þau um stöðuna og hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir smit. Við erum búin að vera með þessar covid ráðleggingar á tungumáli notenda þjónustunnar okkar til þess að sinna ákveðnu forvarnvarnastarfi. Við höfum lagt mikla áherslu á að halda okkar þjónustu óskertri til að lágmarka þessar hindranir sem mætir fólki,“ segir Elísabet.
Fíkn Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira