Afhentu fyrsta Honda e rafbílinn Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. október 2020 07:00 Hlynur Björn Pálmason, sölustjóri Honda umboðsins, afhenti Þorsteini Guðjónssyni fyrsta Honda e bílinn. Fyrstu eintök verðlaunabílsins Honda e eru komin til landsins og afhendingar hafnar til kaupenda sem beðið hafa komu bílsins með mikilli eftirvæntingu, segir í fréttatilkynningu frá Öskju. Honda e er fyrsti bíll Honda sem er eingöngu knúinn rafmagni og hefur bíllinn fengið lof frá bílablaðamönnum og fagólki fyrir einstaka hönnun, tækni og aksturseiginleika. Fyrsti Honda e bíllinn var afhentur á dögunum en eigandi hans er Þorsteinn Guðjónsson. „Hann hefur beðið eftir bílnum af mikilli þolinmæði og tilhlökkun en að hans eigin sögn var hann farinn að telja niður klukkutímana fram að afhendingu bílsins,“ segir Hlynur Björn Pálmason, sölustjóri Honda umboðsins hjá Öskju. „Honda e hefur fengið mjög mikla athygli hjá okkur fyrstu dagana hér í sýningarsalnum okkar á Krókhálsi. Bíllinn hentar mjög vel fyrir þarfir okkar í daglegu amstri borgarlífsins þar sem hann er einstaklega lipur, búinn allt að 8 myndavélum og getur jafnvel lagt sjálfur í bílastæði. Staðalbúnaður bílsins er einstaklega ríkulegur og er hann búinn varmadælu sem kemur sér einstaklega vel á köldum morgnum vetrarins sem nú fer í hönd,“ segir Hlynur. Vistvænir bílar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent
Fyrstu eintök verðlaunabílsins Honda e eru komin til landsins og afhendingar hafnar til kaupenda sem beðið hafa komu bílsins með mikilli eftirvæntingu, segir í fréttatilkynningu frá Öskju. Honda e er fyrsti bíll Honda sem er eingöngu knúinn rafmagni og hefur bíllinn fengið lof frá bílablaðamönnum og fagólki fyrir einstaka hönnun, tækni og aksturseiginleika. Fyrsti Honda e bíllinn var afhentur á dögunum en eigandi hans er Þorsteinn Guðjónsson. „Hann hefur beðið eftir bílnum af mikilli þolinmæði og tilhlökkun en að hans eigin sögn var hann farinn að telja niður klukkutímana fram að afhendingu bílsins,“ segir Hlynur Björn Pálmason, sölustjóri Honda umboðsins hjá Öskju. „Honda e hefur fengið mjög mikla athygli hjá okkur fyrstu dagana hér í sýningarsalnum okkar á Krókhálsi. Bíllinn hentar mjög vel fyrir þarfir okkar í daglegu amstri borgarlífsins þar sem hann er einstaklega lipur, búinn allt að 8 myndavélum og getur jafnvel lagt sjálfur í bílastæði. Staðalbúnaður bílsins er einstaklega ríkulegur og er hann búinn varmadælu sem kemur sér einstaklega vel á köldum morgnum vetrarins sem nú fer í hönd,“ segir Hlynur.
Vistvænir bílar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent