Einn langlífasti útvarpsþáttur Íslandssögunnar Stefán Árni Pálsson skrifar 13. október 2020 11:31 Þáttastjórnendur á góðri stundu í hljóðveri X-ins 977 við Suðurlandsbraut. Þann 11. október árið 1990 hófst útvarpsþáttur á framhaldsskólastöðinni Útrás sem bar heitið PartyZone. „Menntaskólinn við Sund átti þetta 2 tíma slot í dagskránni. Þema þáttarins var að spila danstónlist sem ekki heyrðist annars staðar í útvarpi. Umsjónarmenn voru MS ingarnir Helgi Már og Hörður. Ekki er ósennilegt að lög eins og Unbelievable með EMF, The Power með Snap, lög frá Technotronic, Soup Dragons, Deelite, 808 State, Mr Fingers og C&C Music Factory hafi hljómað í fyrsta þættinum, á þeim tíma mjög framandi og framsækin tónlist,“ segir í færslu á Facebook frá forsvarsmönnum PartyZone. „Annar menntaskólanemi í FG, Kristján Helgi, hafði sömuleiðis mikinn áhuga á svona tónlist og varð úr fljótlega að MS og FG fengu þátt hlið við hlið í dagskránni og úr varð 4 tíma þáttur sem átti eftir að lifa og þróast næstu vikur og mánuði. Þeir Helgi og Kristján stjórnuðu þessum þætti saman á laugardagskvöldum.“ Stúdíó Útrásar var í kjallara Fjölbrautar Ármúla og í þeim sama skóla var plötusnúður að nafni Ýmir sem átti mikið af house tónlist á vínyl. „Hann mætti með plöturnar sína og byrjaði að þeyta skífum í þættinum. Partíhaldarar bæjarins gripu sömuleiðis tækifærið og fóru að auglýsa mislögleg partí í þættinum, hétu nöfnum eins og Hugarheimar hæðanna og Pakkhús postulanna t. Strax í upphafi 1991 var þátturinn orðin hálfgerð miðstöð senu sem var að farið að vaxa ásmegin. Plötusnúðar Tunglsins, Rósenberg og Hollý fóru að venja komur sínar í þáttinn Kappar eins og Dj Grétar, Maggi Lego, Þórhallur Skúla, Himmi og Leon. Aðrir MS ingar, DJ Frímann og Hendrik, voru síðan á fullu í rave, hardcore og teknó tónlistinni og mættu sömuleiðis. Þættirnir voru þannig að öll þessi hjörð plötusnúða og skemmtanastjóra mættu á staðin með plöturnar sínar og skiptust á að spila, snúðast og plögga (og plana) viðburði. Nettur fundarstaður og suðupottur. Þannig að það má segja að þátturinn hafi verið mjög fljótur að taka á sig þá mynd sem fólk þekkir hann enn í dag, þremur áratugum síðar. Takk fyrir stuð í gegnum árin. Helgi Már, Stjáni og Símon. (já og takk Sveinbjörn fyrir nýja afmælislógóið okkar) #partyzone30ára.“ Þættirnir koma enn út vikulega á Vísi og Mixcloud. Tónlist PartyZone Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Þann 11. október árið 1990 hófst útvarpsþáttur á framhaldsskólastöðinni Útrás sem bar heitið PartyZone. „Menntaskólinn við Sund átti þetta 2 tíma slot í dagskránni. Þema þáttarins var að spila danstónlist sem ekki heyrðist annars staðar í útvarpi. Umsjónarmenn voru MS ingarnir Helgi Már og Hörður. Ekki er ósennilegt að lög eins og Unbelievable með EMF, The Power með Snap, lög frá Technotronic, Soup Dragons, Deelite, 808 State, Mr Fingers og C&C Music Factory hafi hljómað í fyrsta þættinum, á þeim tíma mjög framandi og framsækin tónlist,“ segir í færslu á Facebook frá forsvarsmönnum PartyZone. „Annar menntaskólanemi í FG, Kristján Helgi, hafði sömuleiðis mikinn áhuga á svona tónlist og varð úr fljótlega að MS og FG fengu þátt hlið við hlið í dagskránni og úr varð 4 tíma þáttur sem átti eftir að lifa og þróast næstu vikur og mánuði. Þeir Helgi og Kristján stjórnuðu þessum þætti saman á laugardagskvöldum.“ Stúdíó Útrásar var í kjallara Fjölbrautar Ármúla og í þeim sama skóla var plötusnúður að nafni Ýmir sem átti mikið af house tónlist á vínyl. „Hann mætti með plöturnar sína og byrjaði að þeyta skífum í þættinum. Partíhaldarar bæjarins gripu sömuleiðis tækifærið og fóru að auglýsa mislögleg partí í þættinum, hétu nöfnum eins og Hugarheimar hæðanna og Pakkhús postulanna t. Strax í upphafi 1991 var þátturinn orðin hálfgerð miðstöð senu sem var að farið að vaxa ásmegin. Plötusnúðar Tunglsins, Rósenberg og Hollý fóru að venja komur sínar í þáttinn Kappar eins og Dj Grétar, Maggi Lego, Þórhallur Skúla, Himmi og Leon. Aðrir MS ingar, DJ Frímann og Hendrik, voru síðan á fullu í rave, hardcore og teknó tónlistinni og mættu sömuleiðis. Þættirnir voru þannig að öll þessi hjörð plötusnúða og skemmtanastjóra mættu á staðin með plöturnar sínar og skiptust á að spila, snúðast og plögga (og plana) viðburði. Nettur fundarstaður og suðupottur. Þannig að það má segja að þátturinn hafi verið mjög fljótur að taka á sig þá mynd sem fólk þekkir hann enn í dag, þremur áratugum síðar. Takk fyrir stuð í gegnum árin. Helgi Már, Stjáni og Símon. (já og takk Sveinbjörn fyrir nýja afmælislógóið okkar) #partyzone30ára.“ Þættirnir koma enn út vikulega á Vísi og Mixcloud.
Tónlist PartyZone Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira