Telja ekki meiri smithættu af stökum spilakössum en hraðbönkum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. október 2020 14:32 Spilasölum hefur verið gert að loka í núverandi samkomubanni en stakir spilakassar mega enn standa opnir. Vísir/Baldur Heilbrigðisráðuneytið metur það sem svo að ekki sé meiri smithætta af stökum spilakössum en til að mynda hraðbönkum, bensínsjálfsölum og sjálfsafgreiðslukössum í verslunum. Almennt er talin minni smithætta af einstaka spilakössum en spilasölum. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis, þar sem ráðuneytið var innt eftir svörum við því af hverju aðeins væri minnst á spilasali en ekki spilakassa í reglugerð ráðherra um hertar sóttvarnaraðgerðir sem tók gildi í síðustu viku. Vísir sendi fyrirspurnina í kjölfar gagnrýni formanns Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Hún lýsti því í samtali við Vísi á föstudag að ótækt væri að spilakassar standi enn opnir í ljósi smithættu, einkum fyrir spilafíkla sem yfirleitt dvelji lengi við kassana, þrátt fyrir að spilasölum hafi verið gert að loka. Hertar kórónuveiruaðgerðir tóku gildi á landinu öllu mánudaginn 5. október. Í reglugerð heilbrigðisráðherra er kveðið á um lokun ýmissar starfsemi; líkamsræktarstöðva, skemmtistaða og spilasala. Í sambærilegri reglugerð ráðherra um hert samkomubann í mars var sérstaklega kveðið á um að spilakassar, auk spilasala, skyldu loka. Í svari ráðuneytisins segir að megináhersla í gildandi sóttvarnaráðstöfunum sé að sporna gegn því að fólk komi saman í stórum hópum. Þetta sé meginástæða þeirra takmarkana sem leiða m.a. til lokunar kráa, skemmtistaða og spilasala, líkamsræktarstöðva og sundlauga. „Þess má geta að töluverður fjöldi spilakassa er óaðgengilegur vegna þessara takmarkana, þ.e. spilakassar sem eru á stöðum sem hefur þurft að loka vegna samkomutakmarkana, t.d. á krám og skemmtistöðum, auk spilasala,“ segir í svari ráðuneytisins. Þá sé það mat ráðuneytisins að smithætta af stökum spilakössum sé ekki meiri en eigi við um margar aðrar aðstæður og starfsemi þar sem snertifletir eru sameiginlegir, t.d. hraðbanka, bensínsjálfssala, sjálfsafgreiðslukössum í verslunum o.fl. Aftur á móti gildi um þessa starfsemi sem aðra að umsjónaraðilum beri að gæta að sóttvörnum, þrífa snertifleti reglulega og sjá til þess að handspritt sé aðgengilegt þeim sem nýta sér aðstöðu þar sem snertifletir eru sameiginlegir. Þá er bent á að vissulega hafi verið kveðið hafi á um að spilasölum og spilakössum skyldi lokað í auglýsingu heilbrigðisráðherra sem tók gildi 24. mars og gilti til 3. maí. Ný auglýsing tók hins vegar gildi 4. maí en þar var einungis kveðið á um lokun spilasala, ekki spilakassa. „Þetta er í samræmi við minnisblöð sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir og það sem rakið er að framan um að almennt er minni smithætta af einstaka spilakössum en spilasölum,“ segir í svari ráðuneytisins. Fjárhættuspil Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið metur það sem svo að ekki sé meiri smithætta af stökum spilakössum en til að mynda hraðbönkum, bensínsjálfsölum og sjálfsafgreiðslukössum í verslunum. Almennt er talin minni smithætta af einstaka spilakössum en spilasölum. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis, þar sem ráðuneytið var innt eftir svörum við því af hverju aðeins væri minnst á spilasali en ekki spilakassa í reglugerð ráðherra um hertar sóttvarnaraðgerðir sem tók gildi í síðustu viku. Vísir sendi fyrirspurnina í kjölfar gagnrýni formanns Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Hún lýsti því í samtali við Vísi á föstudag að ótækt væri að spilakassar standi enn opnir í ljósi smithættu, einkum fyrir spilafíkla sem yfirleitt dvelji lengi við kassana, þrátt fyrir að spilasölum hafi verið gert að loka. Hertar kórónuveiruaðgerðir tóku gildi á landinu öllu mánudaginn 5. október. Í reglugerð heilbrigðisráðherra er kveðið á um lokun ýmissar starfsemi; líkamsræktarstöðva, skemmtistaða og spilasala. Í sambærilegri reglugerð ráðherra um hert samkomubann í mars var sérstaklega kveðið á um að spilakassar, auk spilasala, skyldu loka. Í svari ráðuneytisins segir að megináhersla í gildandi sóttvarnaráðstöfunum sé að sporna gegn því að fólk komi saman í stórum hópum. Þetta sé meginástæða þeirra takmarkana sem leiða m.a. til lokunar kráa, skemmtistaða og spilasala, líkamsræktarstöðva og sundlauga. „Þess má geta að töluverður fjöldi spilakassa er óaðgengilegur vegna þessara takmarkana, þ.e. spilakassar sem eru á stöðum sem hefur þurft að loka vegna samkomutakmarkana, t.d. á krám og skemmtistöðum, auk spilasala,“ segir í svari ráðuneytisins. Þá sé það mat ráðuneytisins að smithætta af stökum spilakössum sé ekki meiri en eigi við um margar aðrar aðstæður og starfsemi þar sem snertifletir eru sameiginlegir, t.d. hraðbanka, bensínsjálfssala, sjálfsafgreiðslukössum í verslunum o.fl. Aftur á móti gildi um þessa starfsemi sem aðra að umsjónaraðilum beri að gæta að sóttvörnum, þrífa snertifleti reglulega og sjá til þess að handspritt sé aðgengilegt þeim sem nýta sér aðstöðu þar sem snertifletir eru sameiginlegir. Þá er bent á að vissulega hafi verið kveðið hafi á um að spilasölum og spilakössum skyldi lokað í auglýsingu heilbrigðisráðherra sem tók gildi 24. mars og gilti til 3. maí. Ný auglýsing tók hins vegar gildi 4. maí en þar var einungis kveðið á um lokun spilasala, ekki spilakassa. „Þetta er í samræmi við minnisblöð sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir og það sem rakið er að framan um að almennt er minni smithætta af einstaka spilakössum en spilasölum,“ segir í svari ráðuneytisins.
Fjárhættuspil Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira