Neyslan, kvíðinn og skilnaðurinn sem bjargaði hjónabandinu: „Þurftum að hlaupa á þessa veggi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. október 2020 11:31 Máni Pétursson hefur starfað í fjölmiðlum í yfir tuttugu ár. Hann hefur verið edrú í 24 ár og var kominn í algjört andlegt þrot á sínum tíma. vísir/vilhelm Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. Máni er gestur vikunnar í Einkalífinu en á árum áður var útvarpsmaðurinn í töluverðri neyslu og hefur hann verið edrú í um tuttugu og fjögur ár. Andlegt þrot „Mín neysla var aðallega í kannabis og amfetamíni og áfengi þar á undan. Ég fór í meðferð fyrir tvítugsaldur og þá var ég algjörlega búinn að keyra mig í þrot andlega,“ segir Máni og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Þorkell Máni Pétursson „Auðvitað hafa verið hæðir og lægðir í þessari edrúmennsku en ég hef aldrei notað nein hugbreytandi efni í þennan tíma. Maður hefur fengið kvíðaköst, depurð og maður hefur orðið allt of þungur og farið illa með sig. Þetta er búið að vera ferðalag, en ég held að þetta sé búið að vera þroskandi ferðalag.“ Hann segir að allir verði hreinlega að lenda í áföllum í sínu lífi. „Ef þú hefur ekki lent í neinu um ævina þá ert þú líklega einhver leiðinlegasti maður í heiminum. Ef þú upplifir ekki eitthvað myrkur í lífi þínu þá ertu algjörlega gagnslaus með öllu,“ segir Máni sem notar alltaf sína lífsreynslu og áföll til þess að hjálpa öðrum. Máni fer um víðan völl í viðtalinu. Máni á tvo drengi með Bjarneyju Björnsdóttur en þau gengu í gegnum skilnað á sínum tíma en tóku síðan saman aftur og giftu sig árið 2018. Fallegt og þroskandi „Við tókum bara saman aftur og það var bara mjög gott. Sambandið varð bara miklu sterkara eftir skilnaðinn. Við hefðum sennilega ekkert skilið ef ég vissi það sem ég veit núna. Þetta gerist hjá mörgum og það er bara allt í lagi. Það kemur alltaf augnablik þar sem fólk þroskast frá hvort öðru. Bara númer eitt, tvo og þrjú að ef þið eigið börn saman þá þarf að halda kærleikanum ykkar á milli. Það er algjör misskilningur að þið skiptir einhverju máli ef þið eruð búin að setja krakka inn í dæmið. Það fer ekkert meira í taugarnar á mér heldur en að horfa á forræðismál. Við héldum alltaf öll jól saman og hún kannski sá meira um það en ég enda einhver besta móðir sem til er. Síðan náum við aftur saman og það var bara fallegt, skemmtilegt og þroskandi. Við þurftum að hlaupa á þessa veggi.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Máni einnig um Mínustímann og bransasögur, samstarfið með Frosta Logasyni á X-inu, fótboltaáhuga hans, pólitík og margt fleira. Einkalífið Fíkn Ástin og lífið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. Máni er gestur vikunnar í Einkalífinu en á árum áður var útvarpsmaðurinn í töluverðri neyslu og hefur hann verið edrú í um tuttugu og fjögur ár. Andlegt þrot „Mín neysla var aðallega í kannabis og amfetamíni og áfengi þar á undan. Ég fór í meðferð fyrir tvítugsaldur og þá var ég algjörlega búinn að keyra mig í þrot andlega,“ segir Máni og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Þorkell Máni Pétursson „Auðvitað hafa verið hæðir og lægðir í þessari edrúmennsku en ég hef aldrei notað nein hugbreytandi efni í þennan tíma. Maður hefur fengið kvíðaköst, depurð og maður hefur orðið allt of þungur og farið illa með sig. Þetta er búið að vera ferðalag, en ég held að þetta sé búið að vera þroskandi ferðalag.“ Hann segir að allir verði hreinlega að lenda í áföllum í sínu lífi. „Ef þú hefur ekki lent í neinu um ævina þá ert þú líklega einhver leiðinlegasti maður í heiminum. Ef þú upplifir ekki eitthvað myrkur í lífi þínu þá ertu algjörlega gagnslaus með öllu,“ segir Máni sem notar alltaf sína lífsreynslu og áföll til þess að hjálpa öðrum. Máni fer um víðan völl í viðtalinu. Máni á tvo drengi með Bjarneyju Björnsdóttur en þau gengu í gegnum skilnað á sínum tíma en tóku síðan saman aftur og giftu sig árið 2018. Fallegt og þroskandi „Við tókum bara saman aftur og það var bara mjög gott. Sambandið varð bara miklu sterkara eftir skilnaðinn. Við hefðum sennilega ekkert skilið ef ég vissi það sem ég veit núna. Þetta gerist hjá mörgum og það er bara allt í lagi. Það kemur alltaf augnablik þar sem fólk þroskast frá hvort öðru. Bara númer eitt, tvo og þrjú að ef þið eigið börn saman þá þarf að halda kærleikanum ykkar á milli. Það er algjör misskilningur að þið skiptir einhverju máli ef þið eruð búin að setja krakka inn í dæmið. Það fer ekkert meira í taugarnar á mér heldur en að horfa á forræðismál. Við héldum alltaf öll jól saman og hún kannski sá meira um það en ég enda einhver besta móðir sem til er. Síðan náum við aftur saman og það var bara fallegt, skemmtilegt og þroskandi. Við þurftum að hlaupa á þessa veggi.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Máni einnig um Mínustímann og bransasögur, samstarfið með Frosta Logasyni á X-inu, fótboltaáhuga hans, pólitík og margt fleira.
Einkalífið Fíkn Ástin og lífið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira