Segja kröfur vegna launaþjófnaðar nema milljarði á fimm árum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2020 19:52 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Heildarkröfur Eflingar á hendur atvinnurekendum, vegna vangoldinna launa félagsmanna í Eflingu, nema ríflega milljarði sé horft til síðustu fimm ára. Stéttarfélagið hefur „blásið til herferðar til að þrýsta á um að launaþjófnaður atvinnurekenda gagnvart launafólki verði gerður refsiverður á Íslandi,“ líkt og það er orðað í tilkynningu frá Eflingu. Félagið vill meina að launaþjófnaður sé mun viðameira vandamál heldur en fyrrnefnd upphæð gefi til kynna. Önnur stéttarfélög taki við sambærilegum erindum en auk þess leiti ekki allir sem verði fyrir launaþjófnaði réttar síns gagnvart atvinnurekendum, til að mynda af ótta við að missa vinnuna. Þeim hafi þó farið fjölgandi sem leiti eftir aðstoð stéttarfélaga með erindi af þessum toga. Flestar kröfur nemi 380 til 490 þúsund krónum „Kröfum Kjaramálasviðs Eflingar fyrir hönd félagsmanna hefur fjölgað úr 200 á ári upp í 700 á síðustu fimm árum. Að sama skapi hefur heildarupphæð krafna farið stighækkandi og nam 345 milljónum króna á síðasta ári,“ segir í tilkynningu Eflingar. Algengast sé að kröfur stéttarfélagsins fyrir hönd einstakra félagsmanna nemi á bilinu 380 til 490 þúsund krónum og langan tíma geti tekið að innheimta hverja kröfu. „Á meðan situr launamaðurinn uppi með skaðann af því að geta ekki séð sér fyrir nauðþurftum og staðið skil á skuldbindingum eins og leigu,“ segir í tilkynningunni. Segja ekkert bóla á efndum gefinna loforða um viðurlög Þá vekur Efling máls á því í tilkynningu sinni að hvorki launaþjófnaður né önnur brot sem framin séu gagnvart „lágmarkskjörum verkafólks“ séu refsiverð á Íslandi, janvel þótt slík viðurlög sé að finna í kjarasamningum. „Efling fór fram á að viðurlög af þessu tagi yrðu sett inn í kjarasamning sinn við Samtök atvinnulífsins veturinn 2018 til 2019. Í framhaldi af því gáfu stjórnvöld loforð um að slík viðurlög yrðu sett inn í íslenska löggjöf í yfirlýsingu undir yfirskriftinni Stuðningur stjórnvalda við lífskjarasamningana. Ekkert bólar þó á efndum þrátt fyrir ítrekaðar áminningar þar um,“ segir í tilkynningunni. Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Heildarkröfur Eflingar á hendur atvinnurekendum, vegna vangoldinna launa félagsmanna í Eflingu, nema ríflega milljarði sé horft til síðustu fimm ára. Stéttarfélagið hefur „blásið til herferðar til að þrýsta á um að launaþjófnaður atvinnurekenda gagnvart launafólki verði gerður refsiverður á Íslandi,“ líkt og það er orðað í tilkynningu frá Eflingu. Félagið vill meina að launaþjófnaður sé mun viðameira vandamál heldur en fyrrnefnd upphæð gefi til kynna. Önnur stéttarfélög taki við sambærilegum erindum en auk þess leiti ekki allir sem verði fyrir launaþjófnaði réttar síns gagnvart atvinnurekendum, til að mynda af ótta við að missa vinnuna. Þeim hafi þó farið fjölgandi sem leiti eftir aðstoð stéttarfélaga með erindi af þessum toga. Flestar kröfur nemi 380 til 490 þúsund krónum „Kröfum Kjaramálasviðs Eflingar fyrir hönd félagsmanna hefur fjölgað úr 200 á ári upp í 700 á síðustu fimm árum. Að sama skapi hefur heildarupphæð krafna farið stighækkandi og nam 345 milljónum króna á síðasta ári,“ segir í tilkynningu Eflingar. Algengast sé að kröfur stéttarfélagsins fyrir hönd einstakra félagsmanna nemi á bilinu 380 til 490 þúsund krónum og langan tíma geti tekið að innheimta hverja kröfu. „Á meðan situr launamaðurinn uppi með skaðann af því að geta ekki séð sér fyrir nauðþurftum og staðið skil á skuldbindingum eins og leigu,“ segir í tilkynningunni. Segja ekkert bóla á efndum gefinna loforða um viðurlög Þá vekur Efling máls á því í tilkynningu sinni að hvorki launaþjófnaður né önnur brot sem framin séu gagnvart „lágmarkskjörum verkafólks“ séu refsiverð á Íslandi, janvel þótt slík viðurlög sé að finna í kjarasamningum. „Efling fór fram á að viðurlög af þessu tagi yrðu sett inn í kjarasamning sinn við Samtök atvinnulífsins veturinn 2018 til 2019. Í framhaldi af því gáfu stjórnvöld loforð um að slík viðurlög yrðu sett inn í íslenska löggjöf í yfirlýsingu undir yfirskriftinni Stuðningur stjórnvalda við lífskjarasamningana. Ekkert bólar þó á efndum þrátt fyrir ítrekaðar áminningar þar um,“ segir í tilkynningunni.
Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira