Emmsjé Gauti ávarpaði þjóðina: „Ekki unnt að halda Jülevenner“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. október 2020 12:24 Gauti ávarpaði þjóðina í hádeginu. „Góðir Íslendingar. Ég hef ég óskað eftir því að fá að ávarpa ykkur á þessari stundu. Heimsbyggðin öll gengur nú í gegnum miklar samkomu takmarkanir og má jafna áhrifum þeirra á jólatónleikahald heimsins við krossfestingu Jesú Krists. Stórir og stöndugir jólatónleikar beggja vegna Atlantshafsins hafa orðið samkomutakmörkunum að bráð og ríkisstjórnir í mörgum löndum róa nú lífróður til að bjarga þeim jólatónleikum sem bjargað verður,“ sagði Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, í ávarpi sínu til þjóðarinnar í hádeginu í dag. Þar tilkynnti hann að ekki yrðu hefðbundnir jólatónleikar hjá honum ár en hann hefur síðastliðin ár staðið fyrir jólatónleikaröðinni Jülevenner. Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sér hann sér ekki fært að standa fyrir jólatónleikum í ár. „Það er með harm í brjósti sem ég tilkynni að í ljósi aðstæðna verður ekki unnt að halda Jülevenner Emmsjé Gauta jólin 2020. Engin ábyrgur jólatónleikahaldari teflir framtíð þjóðar sinnar í slíka tvísýnu, jafnvel þótt fórna þurfi skemmtilegasta kvöldi ársins, Jülevenner Emmsjé Gauta.“ Hann segist hafa fengið stórfyrirtæki hér á landi til að aðstoða sig við að finna lausn á málinu og eru það fyrirtækin Tuborg, Dominos og verslunarkeðjan Iceland. Þar nefndi hann jólaplötu sem væri á leiðinni en hún ber heitið Það eru komin jül, sérstök Jülepizza verður til sölu og mun hún bragðast eins og hamborgari og sérstakt Jülevenner jóladagatal verði til sölu. „Góðir landsmenn. Verkefni stjórnvalda á næstu dögum er skýrt: að koma í veg fyrir að upplausnarástand skapist vegna þess að Jülevenner Emmsjé Gauta fellur niður. Miklu skiptir að við sýnum bæði stillingu og yfirvegun þá erfiðu daga sem nú fara í hönd. Á þann hátt, með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur og mæta sterkari til leiks á Jülevenner (Emmsjé Gauta) 2021. Guð blessi Jülevenner,“ sagði Gauti að lokum. Jól Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
„Góðir Íslendingar. Ég hef ég óskað eftir því að fá að ávarpa ykkur á þessari stundu. Heimsbyggðin öll gengur nú í gegnum miklar samkomu takmarkanir og má jafna áhrifum þeirra á jólatónleikahald heimsins við krossfestingu Jesú Krists. Stórir og stöndugir jólatónleikar beggja vegna Atlantshafsins hafa orðið samkomutakmörkunum að bráð og ríkisstjórnir í mörgum löndum róa nú lífróður til að bjarga þeim jólatónleikum sem bjargað verður,“ sagði Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, í ávarpi sínu til þjóðarinnar í hádeginu í dag. Þar tilkynnti hann að ekki yrðu hefðbundnir jólatónleikar hjá honum ár en hann hefur síðastliðin ár staðið fyrir jólatónleikaröðinni Jülevenner. Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sér hann sér ekki fært að standa fyrir jólatónleikum í ár. „Það er með harm í brjósti sem ég tilkynni að í ljósi aðstæðna verður ekki unnt að halda Jülevenner Emmsjé Gauta jólin 2020. Engin ábyrgur jólatónleikahaldari teflir framtíð þjóðar sinnar í slíka tvísýnu, jafnvel þótt fórna þurfi skemmtilegasta kvöldi ársins, Jülevenner Emmsjé Gauta.“ Hann segist hafa fengið stórfyrirtæki hér á landi til að aðstoða sig við að finna lausn á málinu og eru það fyrirtækin Tuborg, Dominos og verslunarkeðjan Iceland. Þar nefndi hann jólaplötu sem væri á leiðinni en hún ber heitið Það eru komin jül, sérstök Jülepizza verður til sölu og mun hún bragðast eins og hamborgari og sérstakt Jülevenner jóladagatal verði til sölu. „Góðir landsmenn. Verkefni stjórnvalda á næstu dögum er skýrt: að koma í veg fyrir að upplausnarástand skapist vegna þess að Jülevenner Emmsjé Gauta fellur niður. Miklu skiptir að við sýnum bæði stillingu og yfirvegun þá erfiðu daga sem nú fara í hönd. Á þann hátt, með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur og mæta sterkari til leiks á Jülevenner (Emmsjé Gauta) 2021. Guð blessi Jülevenner,“ sagði Gauti að lokum.
Jól Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira