Heldur enn í vonina um myndarlega loðnuvertíð Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2020 21:42 Loðnan er þarna, við þurfum bara að finna hana, segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þriðja árið í röð stefnir í loðnubrest en Hafrannsóknastofnun lagði til í dag að áður útgefinn upphafskvóti yrði afturkallaður. Talsmaður sjávarútvegsfyrirtækja heldur enn í vonina og hvetur til öflugrar loðnuleitar í vetur. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Í samfélögum eins og Vestmannaeyjum voru forystumenn í sjávarútvegi farnir að gera sér vonir um 400 þúsund tonna loðnuvertíð í vetur, með 20 til 30 milljarða króna útflutningstekjum, eftir áður útgefinn upphafskvóta. Í dag kom svo bakslagið. Eftir nýafstaðna loðnumælingu hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar leggur stofnunin til að engar veiðar verði leyfðar. Drekkhlaðin loðnuskip að koma að landi í Vestmannaeyjahöfn. Myndin var tekin á loðnuvertíð fyrir áratug.Mynd/Óskar. „Síðastliðin tvö ár hafa auðvitað verið ótrúleg vonbrigði. Þannig að við fórum vongóð inn í þetta haust, miðað við þann upphafskvóta sem hafði verið gefinn, 170 þúsund tonn. Þannig að, - jú, að sjálfsögðu eru þetta vonbrigði. En úr þessu verður að spila. Og ég held enn í vonina – og töluvert mikla von – um að við fáum myndarlega loðnuvertíð,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hafrannsóknastofnun tekur reyndar fram að hafís á norðanverðu leitarsvæðinu milli Íslands og Grænlands hafi hindrað leit og loðna hafi verið að finnast í námunda við hafísinn. Því gæti verið um vanmat að ræða. „Þá ríður á að við förum í öfluga leit í lok árs, byrjun árs; desember, janúar, febrúar, til þess að finna þessa loðnu. Því hún er þarna. Ég er sannfærð um það,“ segir Heiðrún. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Hornafjörður Vopnafjörður Langanesbyggð Tengdar fréttir Þriðja árið í röð sem lagt er til að loðna verði ekki veidd Heildarmagn loðnu í stofnmælingum stofnunarinnar mældist rúmlega milljón tonn. Þar af er mikið af ungloðnu. Hið mikla hlutfall ungloðnu fer gegn viðmiðum hins opinbera. 16. október 2020 15:50 Loðnuleit næstu vikur gæti orðið ávísun á tugmilljarða innspýtingu Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson lagði í dag upp í þriggja vikna loðnuleitarleiðangur. Bjartsýni ríkir í sjávarútvegsgeiranum um komandi loðnuvertíð eftir vonbrigði síðustu ára. 14. september 2020 21:37 Halda enn í vonina um vertíð og blása til nýrrar loðnuleitar Stjórnvöld ákváðu nú síðdegis að ráðast í enn frekari loðnuleit í samstarfi við útgerðir eftir að fréttir bárust af mikilli loðnu í þorski úti fyrir Norðurlandi. 10. mars 2020 20:25 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Þriðja árið í röð stefnir í loðnubrest en Hafrannsóknastofnun lagði til í dag að áður útgefinn upphafskvóti yrði afturkallaður. Talsmaður sjávarútvegsfyrirtækja heldur enn í vonina og hvetur til öflugrar loðnuleitar í vetur. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Í samfélögum eins og Vestmannaeyjum voru forystumenn í sjávarútvegi farnir að gera sér vonir um 400 þúsund tonna loðnuvertíð í vetur, með 20 til 30 milljarða króna útflutningstekjum, eftir áður útgefinn upphafskvóta. Í dag kom svo bakslagið. Eftir nýafstaðna loðnumælingu hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar leggur stofnunin til að engar veiðar verði leyfðar. Drekkhlaðin loðnuskip að koma að landi í Vestmannaeyjahöfn. Myndin var tekin á loðnuvertíð fyrir áratug.Mynd/Óskar. „Síðastliðin tvö ár hafa auðvitað verið ótrúleg vonbrigði. Þannig að við fórum vongóð inn í þetta haust, miðað við þann upphafskvóta sem hafði verið gefinn, 170 þúsund tonn. Þannig að, - jú, að sjálfsögðu eru þetta vonbrigði. En úr þessu verður að spila. Og ég held enn í vonina – og töluvert mikla von – um að við fáum myndarlega loðnuvertíð,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hafrannsóknastofnun tekur reyndar fram að hafís á norðanverðu leitarsvæðinu milli Íslands og Grænlands hafi hindrað leit og loðna hafi verið að finnast í námunda við hafísinn. Því gæti verið um vanmat að ræða. „Þá ríður á að við förum í öfluga leit í lok árs, byrjun árs; desember, janúar, febrúar, til þess að finna þessa loðnu. Því hún er þarna. Ég er sannfærð um það,“ segir Heiðrún. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Hornafjörður Vopnafjörður Langanesbyggð Tengdar fréttir Þriðja árið í röð sem lagt er til að loðna verði ekki veidd Heildarmagn loðnu í stofnmælingum stofnunarinnar mældist rúmlega milljón tonn. Þar af er mikið af ungloðnu. Hið mikla hlutfall ungloðnu fer gegn viðmiðum hins opinbera. 16. október 2020 15:50 Loðnuleit næstu vikur gæti orðið ávísun á tugmilljarða innspýtingu Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson lagði í dag upp í þriggja vikna loðnuleitarleiðangur. Bjartsýni ríkir í sjávarútvegsgeiranum um komandi loðnuvertíð eftir vonbrigði síðustu ára. 14. september 2020 21:37 Halda enn í vonina um vertíð og blása til nýrrar loðnuleitar Stjórnvöld ákváðu nú síðdegis að ráðast í enn frekari loðnuleit í samstarfi við útgerðir eftir að fréttir bárust af mikilli loðnu í þorski úti fyrir Norðurlandi. 10. mars 2020 20:25 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Þriðja árið í röð sem lagt er til að loðna verði ekki veidd Heildarmagn loðnu í stofnmælingum stofnunarinnar mældist rúmlega milljón tonn. Þar af er mikið af ungloðnu. Hið mikla hlutfall ungloðnu fer gegn viðmiðum hins opinbera. 16. október 2020 15:50
Loðnuleit næstu vikur gæti orðið ávísun á tugmilljarða innspýtingu Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson lagði í dag upp í þriggja vikna loðnuleitarleiðangur. Bjartsýni ríkir í sjávarútvegsgeiranum um komandi loðnuvertíð eftir vonbrigði síðustu ára. 14. september 2020 21:37
Halda enn í vonina um vertíð og blása til nýrrar loðnuleitar Stjórnvöld ákváðu nú síðdegis að ráðast í enn frekari loðnuleit í samstarfi við útgerðir eftir að fréttir bárust af mikilli loðnu í þorski úti fyrir Norðurlandi. 10. mars 2020 20:25