Telur aðgerðir ríkis og sveitarfélaga ekki vinna saman Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. október 2020 12:39 Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka Vísir Aðalhagfræðingur Kviku banka segir fráleitt að sveitarfélög þurfi að skera niður fjárfestingu vegna meðan ríkið auki í. Hún telur mikilvægt að ríkið styðji betur við sveitarfélögin í landinu. Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku gagnrýnir að sveitarfélögin eigi að haga sér á annan máta en ríkið nú á tímum efnahagssamdráttar en fram hefur komið að það vantar um 50 milljarða króna inní rekstur sveitarfélaga á þessu og næsta ári.Þá segir hún að það geti vantað 125-150 milljarða inní rekstur þeirra til ársins 2025 til að vinna upp þau áhrif sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft. Hún var gestur á Sprengisandi í morgun. „Þau í í rauninni beita sér öfugt á við ríkið og skera verulega niður þá sérstaklega í fjárfestingu. En þau hafa ekki verið illa rekin síðustu ár.“ segir kristrún. Ef ekki verði gripið til ráðstafana gæti rekstrarvandi sveitarfélaga breyst í skuldavanda. „Við verðum að horfa á sveitarfélögin í því samhengi að þau eru að lenda í ófyrirséðu áfalli sem engin annar sá og það er ekki heilbrigt að skapa þeim skuldavanda fram í tímann því það lendir á okkur öllum,“ segir hún. Hún telur mikilvægt að ríkið styðji betur undir fjármál sveitarfélaga. „Ef það á að ýta sveitarfélögum til hliðar og láta þau skera niður fjárfestingu og skera niður í öðrum þjónustuliðum mun það vega á móti aðgerðum sem ríkissjóður er að fara í núna,“ segir Kristrún. Hún bendir á að Seðlabankinn geti komið að málum sveitarfélaga. „Einfaldara væri að Seðlabankinn myndi kaupa ríkisskuldabréf og ríkið taki skuldsetninguna á sig gegnum sveitarfélögin. Reyndar gæti komið upp sú staða að Seðlabankinn myndi kaupa sveitarfélagabréf en þá ertu bara að sækja vatnið yfir lækinn,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Aðalhagfræðingur Kviku banka segir fráleitt að sveitarfélög þurfi að skera niður fjárfestingu vegna meðan ríkið auki í. Hún telur mikilvægt að ríkið styðji betur við sveitarfélögin í landinu. Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku gagnrýnir að sveitarfélögin eigi að haga sér á annan máta en ríkið nú á tímum efnahagssamdráttar en fram hefur komið að það vantar um 50 milljarða króna inní rekstur sveitarfélaga á þessu og næsta ári.Þá segir hún að það geti vantað 125-150 milljarða inní rekstur þeirra til ársins 2025 til að vinna upp þau áhrif sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft. Hún var gestur á Sprengisandi í morgun. „Þau í í rauninni beita sér öfugt á við ríkið og skera verulega niður þá sérstaklega í fjárfestingu. En þau hafa ekki verið illa rekin síðustu ár.“ segir kristrún. Ef ekki verði gripið til ráðstafana gæti rekstrarvandi sveitarfélaga breyst í skuldavanda. „Við verðum að horfa á sveitarfélögin í því samhengi að þau eru að lenda í ófyrirséðu áfalli sem engin annar sá og það er ekki heilbrigt að skapa þeim skuldavanda fram í tímann því það lendir á okkur öllum,“ segir hún. Hún telur mikilvægt að ríkið styðji betur undir fjármál sveitarfélaga. „Ef það á að ýta sveitarfélögum til hliðar og láta þau skera niður fjárfestingu og skera niður í öðrum þjónustuliðum mun það vega á móti aðgerðum sem ríkissjóður er að fara í núna,“ segir Kristrún. Hún bendir á að Seðlabankinn geti komið að málum sveitarfélaga. „Einfaldara væri að Seðlabankinn myndi kaupa ríkisskuldabréf og ríkið taki skuldsetninguna á sig gegnum sveitarfélögin. Reyndar gæti komið upp sú staða að Seðlabankinn myndi kaupa sveitarfélagabréf en þá ertu bara að sækja vatnið yfir lækinn,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira