Fékk aldrei sendinguna þrátt fyrir 78 tölvupósta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2020 10:48 Maðurinn fékk gjöfina ekki afhenta. Getty/Pramote Polyamate Mikil vandræði manns við að fá gjöf sem hann fékk senda frá Bretlandi afhenta eru rakin í nýjum úrskurði Yfirskattanefndar. Tollyfirvöld vildu ekki ákvarða tollverð sendingarinnar, þar sem sönnunargögn um verðmæti hennar lágu ekki fyrir. Maðurinn sagðist aðeins vilja fá gjöfina, sem að lokum var send aftur til Bretlands, afhenta, hann gæti tekist á við um tollyfirvöld um verðmæti sendingarinnar síðar. RÚV.is greindi frá í gær. Maðurinn kærði afgreiðslu tollyfirvalda á sendingunni en ef eitthvað er að marka úrskurð nefndarinnar virðist maðurinn hafa staðið í miklu stappi við tollyfirvöld um að fá sendinguna afhenta. Þar kemur meðal annars fram að hann hafi sent tollyfirvöldum 78 pósta um málið þar sem hann kom fram sínum sjónarmiðum „að vísu vafið í aðfinnslur um störf tollyfirvalda,“ líkt og það er orðað í úrskurðinum. Engar upplýsingar um verðmæti Í máli þessu var deilt um ákvörðun aðflutningsgjalda af sendingu til kæranda sem kom til landsins með pósti. Kærandi hélt því fram að um tollfrjálsa gjöf væri að ræða og krafðist þess að fá sendinguna afhenta, en tollyfirvöld litu svo á að þar sem kærandi hefði ekki lagt fram gögn um verðmæti sendingarinnar yrði að fara fram verðmat á henni. Gjöfin var á endanum sent aftur til Bretlands. Pósturinn neyddist til þess að senda gjöfina aftur til Bretlands þar sem tollyfirvöld vildu ekki afgreiða hana.Vísir/Vilhelm Vildu tollyfirvöld meina að maðurinn hafi aldrei farið fram á formlegt verðmat á gjöfinni af hálfu tollgæslunnar, en maðurinn benti sjálfur á að hvergi í tollalögum kæmi fram að hann sjálfur þyrfti að óska eftir verðmati ef ekki væri til staðar reikningur. Albúinn til þess að takast á við yfirvöld síðar Í úrskurði Yfirskattanefndar segir að álykta megi af tölvupóstum mannsins að hann teldi rétt eða væri því að minnsta kosti ekki andsnúinn að verðmat yrði framkvæmt. Kom meðal annars fram að kærandi vildi fá sendinguna tollafgreidda, það er að ákvörðun yrði tekin um aðflutningsgjöld, og að hann væri þess albúinn að takast á við yfirvöldin um ákvarðanir þeirra að tollafgreiðslu lokinni. Mat nefndin því málið svo að rétt hefði verið að af hálfu tollyfirvalda af ákvarða tollverð sendingarinnar. Sem fyrr segir var sendingin endursend til Bretlands og segir í úrskurðinum að því geti nefndin ekki skikkað tollyfirvöld til þess að afhenda manninum umrædda sendingu. Því er þó beint til tollyfirvalda að gæta að sjónarmiðunum sem fram koma í úrskurðunum komi til þess að sendingin skili sér aftur til Íslands. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið. Tollgæslan Pósturinn Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Mikil vandræði manns við að fá gjöf sem hann fékk senda frá Bretlandi afhenta eru rakin í nýjum úrskurði Yfirskattanefndar. Tollyfirvöld vildu ekki ákvarða tollverð sendingarinnar, þar sem sönnunargögn um verðmæti hennar lágu ekki fyrir. Maðurinn sagðist aðeins vilja fá gjöfina, sem að lokum var send aftur til Bretlands, afhenta, hann gæti tekist á við um tollyfirvöld um verðmæti sendingarinnar síðar. RÚV.is greindi frá í gær. Maðurinn kærði afgreiðslu tollyfirvalda á sendingunni en ef eitthvað er að marka úrskurð nefndarinnar virðist maðurinn hafa staðið í miklu stappi við tollyfirvöld um að fá sendinguna afhenta. Þar kemur meðal annars fram að hann hafi sent tollyfirvöldum 78 pósta um málið þar sem hann kom fram sínum sjónarmiðum „að vísu vafið í aðfinnslur um störf tollyfirvalda,“ líkt og það er orðað í úrskurðinum. Engar upplýsingar um verðmæti Í máli þessu var deilt um ákvörðun aðflutningsgjalda af sendingu til kæranda sem kom til landsins með pósti. Kærandi hélt því fram að um tollfrjálsa gjöf væri að ræða og krafðist þess að fá sendinguna afhenta, en tollyfirvöld litu svo á að þar sem kærandi hefði ekki lagt fram gögn um verðmæti sendingarinnar yrði að fara fram verðmat á henni. Gjöfin var á endanum sent aftur til Bretlands. Pósturinn neyddist til þess að senda gjöfina aftur til Bretlands þar sem tollyfirvöld vildu ekki afgreiða hana.Vísir/Vilhelm Vildu tollyfirvöld meina að maðurinn hafi aldrei farið fram á formlegt verðmat á gjöfinni af hálfu tollgæslunnar, en maðurinn benti sjálfur á að hvergi í tollalögum kæmi fram að hann sjálfur þyrfti að óska eftir verðmati ef ekki væri til staðar reikningur. Albúinn til þess að takast á við yfirvöld síðar Í úrskurði Yfirskattanefndar segir að álykta megi af tölvupóstum mannsins að hann teldi rétt eða væri því að minnsta kosti ekki andsnúinn að verðmat yrði framkvæmt. Kom meðal annars fram að kærandi vildi fá sendinguna tollafgreidda, það er að ákvörðun yrði tekin um aðflutningsgjöld, og að hann væri þess albúinn að takast á við yfirvöldin um ákvarðanir þeirra að tollafgreiðslu lokinni. Mat nefndin því málið svo að rétt hefði verið að af hálfu tollyfirvalda af ákvarða tollverð sendingarinnar. Sem fyrr segir var sendingin endursend til Bretlands og segir í úrskurðinum að því geti nefndin ekki skikkað tollyfirvöld til þess að afhenda manninum umrædda sendingu. Því er þó beint til tollyfirvalda að gæta að sjónarmiðunum sem fram koma í úrskurðunum komi til þess að sendingin skili sér aftur til Íslands. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Tollgæslan Pósturinn Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira