Biðja fólk að halda sig heima í vetrarfríinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2020 11:44 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Vetrarfrí eru fram undan í grunnskólum víða um land síðar í þessari viku og er venjan að margir leggi þá land undir fót. Í Reykjavík er vetrarfrí í grunnskólum frá fimmtudegi til og með mánudegi. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir beina því til fólks að halda sig sem mest heima við, ferðast ekki að óþörfu og forðast hópamyndanir í heimahúsum vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, við upphaf upplýsingafundar almannavarna og landlæknis í dag. Engin ástæða til að slaka á aðgerðum 42 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og er það þó nokkuð lægri tala en sást til að mynda flesta daga í liðinni viku. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundinum í dag að taka þyrfti tölum helgarinnar með ákveðnum fyrirvara þar sem færri sýni væru tekin um helgar en á virkum dögum. Þá væri engin ástæða til að slaka á aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar heldur væri mikilvægt að halda áfram þeim takmörkunum sem hafa verið í gangi til að ná kúrvunni vel niður. Smit rata frekar inn í skólana Þórólfur sagði að síðustu daga hefðu smit einkum sést í fjölskyldum, innan fjölskyldna, vinahópum og á vinnustöðum. Þá hefðu smit sést í skólum en í þeim tilfellum væri um að ræða utanaðkomandi smit en ekki smit innan skólanna sjálfra. „Þetta segir okkur að nú ríður á að fjölskyldur, vinahópar og vinnustaðir passi sig sérstaklega á því að hópast ekki of mikið saman þannig að við förum ekki að fá bakslag í faraldurinn. Það er einnig ástæða til að hvetja alla til að forðast sem mest hópamyndanir, gæta sín á tveggja metra reglunni og huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum,“ sagði Þórólfur. Þetta væru þau atriði sem myndu koma okkur í gegnum þessa bylgju og gera það jafnframt kleift að slaka sem fyrst á þeim hamlandi aðgerðum sem gripið hefði verið til. Kjarninn í tillögum að fækka hópamyndunum „Varðandi reglugerð ráðuneytisins sem tekur gildi á morgun, þá koma þar fram nokkur misræmi í reglugerðinni og svo mínum tillögum og við erum að skoða það betur með ráðuneytinu. En ég vil minna alla á það að kjarninn í þessum tillögum er í fyrsta lagi að fækka sem mest hópamyndunum og gæta vel að fjarlægðarmörkum. Þess vegna vil ég hvetja alla til þess að halda áfram þeim takmörkunum sem hafa verið í gangi, vera ekki að reyna að koma sér undan þeim tilmælum sem hafa verið í gangi eða skilgreina sig frá reglugerðinni, því þannig munum við komast í gegnum þetta saman,“ sagði Þórólfur. Núgildandi reglugerð rennur út á miðnætti í kvöld og þá tekur ný reglugerð gildi. Þar verður að óbreyttu meðal annars kveðið á um áframhaldandi tuttugu manna samkomubann um land allt og að tveggja metra reglan verði tekin upp alls staðar á landinu en hún hefur síðustu vikur bara verið í gildi á höfuðborgarsvæðinu. Annars staðar hefur eins metra reglan verið í gildi. Auglýsing heilbrigðisráðherra um nýja reglugerð verður birt síðar í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Vetrarfrí eru fram undan í grunnskólum víða um land síðar í þessari viku og er venjan að margir leggi þá land undir fót. Í Reykjavík er vetrarfrí í grunnskólum frá fimmtudegi til og með mánudegi. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir beina því til fólks að halda sig sem mest heima við, ferðast ekki að óþörfu og forðast hópamyndanir í heimahúsum vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, við upphaf upplýsingafundar almannavarna og landlæknis í dag. Engin ástæða til að slaka á aðgerðum 42 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og er það þó nokkuð lægri tala en sást til að mynda flesta daga í liðinni viku. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundinum í dag að taka þyrfti tölum helgarinnar með ákveðnum fyrirvara þar sem færri sýni væru tekin um helgar en á virkum dögum. Þá væri engin ástæða til að slaka á aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar heldur væri mikilvægt að halda áfram þeim takmörkunum sem hafa verið í gangi til að ná kúrvunni vel niður. Smit rata frekar inn í skólana Þórólfur sagði að síðustu daga hefðu smit einkum sést í fjölskyldum, innan fjölskyldna, vinahópum og á vinnustöðum. Þá hefðu smit sést í skólum en í þeim tilfellum væri um að ræða utanaðkomandi smit en ekki smit innan skólanna sjálfra. „Þetta segir okkur að nú ríður á að fjölskyldur, vinahópar og vinnustaðir passi sig sérstaklega á því að hópast ekki of mikið saman þannig að við förum ekki að fá bakslag í faraldurinn. Það er einnig ástæða til að hvetja alla til að forðast sem mest hópamyndanir, gæta sín á tveggja metra reglunni og huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum,“ sagði Þórólfur. Þetta væru þau atriði sem myndu koma okkur í gegnum þessa bylgju og gera það jafnframt kleift að slaka sem fyrst á þeim hamlandi aðgerðum sem gripið hefði verið til. Kjarninn í tillögum að fækka hópamyndunum „Varðandi reglugerð ráðuneytisins sem tekur gildi á morgun, þá koma þar fram nokkur misræmi í reglugerðinni og svo mínum tillögum og við erum að skoða það betur með ráðuneytinu. En ég vil minna alla á það að kjarninn í þessum tillögum er í fyrsta lagi að fækka sem mest hópamyndunum og gæta vel að fjarlægðarmörkum. Þess vegna vil ég hvetja alla til þess að halda áfram þeim takmörkunum sem hafa verið í gangi, vera ekki að reyna að koma sér undan þeim tilmælum sem hafa verið í gangi eða skilgreina sig frá reglugerðinni, því þannig munum við komast í gegnum þetta saman,“ sagði Þórólfur. Núgildandi reglugerð rennur út á miðnætti í kvöld og þá tekur ný reglugerð gildi. Þar verður að óbreyttu meðal annars kveðið á um áframhaldandi tuttugu manna samkomubann um land allt og að tveggja metra reglan verði tekin upp alls staðar á landinu en hún hefur síðustu vikur bara verið í gildi á höfuðborgarsvæðinu. Annars staðar hefur eins metra reglan verið í gildi. Auglýsing heilbrigðisráðherra um nýja reglugerð verður birt síðar í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira