Staða vímuefnaneytenda það slæm að skelfilegt ástand í íbúðinni kom lítið á óvart Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. október 2020 19:00 Hópur fólks í virkri neyslu hélt til í húsi sem kviknaði í fyrir helgi og voru tveir þeirra með kórónuveirusmit. Leita þurfti að hátt í tuttugu manns til að taka af þeim sýni. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – Félags fanga, hefur áhyggjur af stöðu fíkla í heimsfaraldrinum og kallar eftir frekari úrræðum. „Staða virkra vímuefnaneytenda, heimilislausra og fyrrverandi fanga er mjög slæm. Þeir búa við skert aðgengi að almennri heilbrigðisþjónustu og það eru engar meðferðir í boði fyrir þennan hóp,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi Þóroddsson gagnrýnir stjórnvöld fyrir úrræðaleysi. Hann kallar eftir fjölgun neyslurýma og annarra úrræða. Vísir/Sigurjón Síbrotagæsla í kjölfar brunans Ástandið í íbúðinni var afar slæmt eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og ljóst að þar var mikil óregla. Eldsupptök eru ókunn, en tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vinnur að rannsókn málsins. Ein kona hefur verið færð í síbrotagæslu vegna gruns um aðild að brunanum auk annarra brota. Hún er á meðal þeirra sem héldu til í húsnæðinu en lögregla þurfti að hafa uppi á hátt í tuttugu manns til þess að taka af þeim sýni í kjölfar málsins. Hér er búið að hreinsa upp það mesta úr íbúðinni, þó enn séu að finna sprautur og poka utan af fíkniefnum.Vísir/Sigurjón Mikilvægt að fjölga neyslurýmum Guðmundur Ingi segir kórónuveirufaraldurinn hafa haft mikil áhrif á fólk í neyslu. Vísbendingar séu um að neyslan sé orðin harðari, efnin dýrari og erfiðara sé fyrir það að leita sér almennrar heilbrigðisþjónustu. Hann segir opnun þriðja farsóttahússins þó vera jákvætt skref og bendir á að Reykjavíkurborg hafi staðið sína plikt að undanförnu – sem stjórnvöld og önnur sveitarfélög þurfi að taka sér til fyrirmyndar. Ástandið í íbúðinni hafi verið sorglegt en komi þó lítið á óvart í ljósi stöðunnar. „Þetta kemur ekkert á óvart. Það er algjör mýta að við á Íslandi eigum bestu meðferðarstöðvar í heimi. Við eigum ekki meðferðir fyrir þennan hóp og það er alveg kominn tími á að rannsaka það, og gera rannsóknir á hvað virkar og hvað virkar ekki. Við getum ekki verið að henda mörg hundruð milljónum á ári í bara eitthvað.“ Fjölga þurfi neyslurýmum og úrræðum sem fólk geti meðal annars leitað í í faraldrinum. „Í dag er skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir þennan hóp. Hann er ekki að nýta sér fjarfundabúnað og kannski ekki að huga mjög vel að sóttvörnum. Þannig að staðan hefur versnað.“ Um er að ræða leiguíbúð við Samtún í Reykjavík. Mikil óregla hafði verið í íbúðinni og lögregla reglulega kölluð til vegna hávaða. Vísir/Sigurjón Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Reykjavík Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira
Hópur fólks í virkri neyslu hélt til í húsi sem kviknaði í fyrir helgi og voru tveir þeirra með kórónuveirusmit. Leita þurfti að hátt í tuttugu manns til að taka af þeim sýni. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – Félags fanga, hefur áhyggjur af stöðu fíkla í heimsfaraldrinum og kallar eftir frekari úrræðum. „Staða virkra vímuefnaneytenda, heimilislausra og fyrrverandi fanga er mjög slæm. Þeir búa við skert aðgengi að almennri heilbrigðisþjónustu og það eru engar meðferðir í boði fyrir þennan hóp,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi Þóroddsson gagnrýnir stjórnvöld fyrir úrræðaleysi. Hann kallar eftir fjölgun neyslurýma og annarra úrræða. Vísir/Sigurjón Síbrotagæsla í kjölfar brunans Ástandið í íbúðinni var afar slæmt eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og ljóst að þar var mikil óregla. Eldsupptök eru ókunn, en tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vinnur að rannsókn málsins. Ein kona hefur verið færð í síbrotagæslu vegna gruns um aðild að brunanum auk annarra brota. Hún er á meðal þeirra sem héldu til í húsnæðinu en lögregla þurfti að hafa uppi á hátt í tuttugu manns til þess að taka af þeim sýni í kjölfar málsins. Hér er búið að hreinsa upp það mesta úr íbúðinni, þó enn séu að finna sprautur og poka utan af fíkniefnum.Vísir/Sigurjón Mikilvægt að fjölga neyslurýmum Guðmundur Ingi segir kórónuveirufaraldurinn hafa haft mikil áhrif á fólk í neyslu. Vísbendingar séu um að neyslan sé orðin harðari, efnin dýrari og erfiðara sé fyrir það að leita sér almennrar heilbrigðisþjónustu. Hann segir opnun þriðja farsóttahússins þó vera jákvætt skref og bendir á að Reykjavíkurborg hafi staðið sína plikt að undanförnu – sem stjórnvöld og önnur sveitarfélög þurfi að taka sér til fyrirmyndar. Ástandið í íbúðinni hafi verið sorglegt en komi þó lítið á óvart í ljósi stöðunnar. „Þetta kemur ekkert á óvart. Það er algjör mýta að við á Íslandi eigum bestu meðferðarstöðvar í heimi. Við eigum ekki meðferðir fyrir þennan hóp og það er alveg kominn tími á að rannsaka það, og gera rannsóknir á hvað virkar og hvað virkar ekki. Við getum ekki verið að henda mörg hundruð milljónum á ári í bara eitthvað.“ Fjölga þurfi neyslurýmum og úrræðum sem fólk geti meðal annars leitað í í faraldrinum. „Í dag er skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir þennan hóp. Hann er ekki að nýta sér fjarfundabúnað og kannski ekki að huga mjög vel að sóttvörnum. Þannig að staðan hefur versnað.“ Um er að ræða leiguíbúð við Samtún í Reykjavík. Mikil óregla hafði verið í íbúðinni og lögregla reglulega kölluð til vegna hávaða. Vísir/Sigurjón
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Reykjavík Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira