„Tíminn var að renna út og við urðum að ná honum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2020 11:53 Kettlingurinn hafði komið sér í þrönga stöðu. Hann var heppinn, kettlingur litli, sem hafði hreiðrað um sig í hlöðnum vegg í Norðurbæ Hafnarfjarðar í gærkvöldi, að hópur kattaáhugamanna vissi af því að hann væri á svæðinu. Eftir mikla leit í kapphlaupi við næturkuldann tókst að finna kettlinginn og koma honum í öruggt skjól áður en kuldinn skall á. Aðalheiður Millý Steindórsdóttir var ein af þeim sem hóf leit að kettlingnum en hún er hluti af samtökum sem kalla sig Villikettir, markmið þeirra er að koma villiköttum til hjálpar. Á myndbandi sem hún birti á Facebook, og sjá má hér að neðan má sjá hvernig henni og tveimur öðrum dýrabjörgunarmönnum tókst að grafa kettlinginn úr veggnum, og koma honum í skjól. Eins og sjá má var kötturinn í þröngri stöðu.Á myndbandi sem hún birti á Facebook, og sjá má hér að ofan má sjá hvernig henni og tveimur öðrum dýrabjörgunarmönnum tókst að grafa kettlinginn úr veggnum, og koma honum í skjól. Eins og sjá má var kötturinn í þröngri stöðu. „Þetta var spurning um líf og dauða fyrir kisa því einn úti hefði hann ekki lifað nóttina af vegna kulda,“ skrifar hún á Facebook. Í samtali við Vísi segir Millý að þær stöllur hafi vitað af kettlingnum, sem er um fimm til sex vikna gamall, á svæði í Norðurbænum þar sem sést hafi til læðu með þrjá kettlinga. Aðalheiður Millý Steindórsdóttir kom að björguninni.Úr einkasafni Í samtali við Vísi segir Millý að þær stöllur hafi vitað af kettlingnum, sem er um fimm til sex vikna gamall, á svæði í Norðurbænum þar sem sést hafi til læðu með þrjá kettlinga. Búið var að koma læðunni og tveimur kettlingum í skjól, en þann þriðja vantaði. „Það var farið að kólna, tíminn var að renna út og við urðum að ná honum,“ segir Millý. Því var brugðið á það ráð að manna vaktir til ganga um umrætt svæði í Norðurbænum til þess að finna og koma kettlingnum í skjól. „Við vorum þarna tvær upp úr ellefu í gærkvöldi á þessu svæði labbandi með vasaljós og lýsandi inn í hlaðinn hraunvegg. Það var bara fyrir tilviljun að hún Margrét Sif tók eftir kettlingi þar inn í,“ segir Millý en með í för var Margrét Sif Sigurðardóttir. Þær kölluðu til Helgu Óskarsdóttur og hófust þær þrjár handa við að finna út hvernig hægt væri að koma kettlingnum út úr veggnum. Kettlingnum varð ekki meint af bröltinu. „Við þurftum að breiða teppi yfir vegginn svo að hann gæti ekki skotist neins staðar frá. Svo var bara eina leiðin að losa fullt af grjóti til að ná honum út. Hann var alveg snarbrjálaður enda skíthræddur við þessa mannverur. Við náðum honum, vöfðum honum inn í teppi og svo var bara farið með hann inn í búr og farið með hann inn í hús þar sem kona er að fóstra kettlinga.“ Kettlingurinn fékk volga mjólk og braggaðist hann fljótlega eftir að hann komst inn í hlýjuna og hitti systkini sín og móður á nýjan leik. Forsjáin greinilega í liði með þessum litla kettlingi. „Það er í raun og veru bara ótrúleg heppni að við höfum verið þarna inn á þessum parti að lýsa inn í þennan hlaðna vegg.“ Dýr Hafnarfjörður Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Hann var heppinn, kettlingur litli, sem hafði hreiðrað um sig í hlöðnum vegg í Norðurbæ Hafnarfjarðar í gærkvöldi, að hópur kattaáhugamanna vissi af því að hann væri á svæðinu. Eftir mikla leit í kapphlaupi við næturkuldann tókst að finna kettlinginn og koma honum í öruggt skjól áður en kuldinn skall á. Aðalheiður Millý Steindórsdóttir var ein af þeim sem hóf leit að kettlingnum en hún er hluti af samtökum sem kalla sig Villikettir, markmið þeirra er að koma villiköttum til hjálpar. Á myndbandi sem hún birti á Facebook, og sjá má hér að neðan má sjá hvernig henni og tveimur öðrum dýrabjörgunarmönnum tókst að grafa kettlinginn úr veggnum, og koma honum í skjól. Eins og sjá má var kötturinn í þröngri stöðu.Á myndbandi sem hún birti á Facebook, og sjá má hér að ofan má sjá hvernig henni og tveimur öðrum dýrabjörgunarmönnum tókst að grafa kettlinginn úr veggnum, og koma honum í skjól. Eins og sjá má var kötturinn í þröngri stöðu. „Þetta var spurning um líf og dauða fyrir kisa því einn úti hefði hann ekki lifað nóttina af vegna kulda,“ skrifar hún á Facebook. Í samtali við Vísi segir Millý að þær stöllur hafi vitað af kettlingnum, sem er um fimm til sex vikna gamall, á svæði í Norðurbænum þar sem sést hafi til læðu með þrjá kettlinga. Aðalheiður Millý Steindórsdóttir kom að björguninni.Úr einkasafni Í samtali við Vísi segir Millý að þær stöllur hafi vitað af kettlingnum, sem er um fimm til sex vikna gamall, á svæði í Norðurbænum þar sem sést hafi til læðu með þrjá kettlinga. Búið var að koma læðunni og tveimur kettlingum í skjól, en þann þriðja vantaði. „Það var farið að kólna, tíminn var að renna út og við urðum að ná honum,“ segir Millý. Því var brugðið á það ráð að manna vaktir til ganga um umrætt svæði í Norðurbænum til þess að finna og koma kettlingnum í skjól. „Við vorum þarna tvær upp úr ellefu í gærkvöldi á þessu svæði labbandi með vasaljós og lýsandi inn í hlaðinn hraunvegg. Það var bara fyrir tilviljun að hún Margrét Sif tók eftir kettlingi þar inn í,“ segir Millý en með í för var Margrét Sif Sigurðardóttir. Þær kölluðu til Helgu Óskarsdóttur og hófust þær þrjár handa við að finna út hvernig hægt væri að koma kettlingnum út úr veggnum. Kettlingnum varð ekki meint af bröltinu. „Við þurftum að breiða teppi yfir vegginn svo að hann gæti ekki skotist neins staðar frá. Svo var bara eina leiðin að losa fullt af grjóti til að ná honum út. Hann var alveg snarbrjálaður enda skíthræddur við þessa mannverur. Við náðum honum, vöfðum honum inn í teppi og svo var bara farið með hann inn í búr og farið með hann inn í hús þar sem kona er að fóstra kettlinga.“ Kettlingurinn fékk volga mjólk og braggaðist hann fljótlega eftir að hann komst inn í hlýjuna og hitti systkini sín og móður á nýjan leik. Forsjáin greinilega í liði með þessum litla kettlingi. „Það er í raun og veru bara ótrúleg heppni að við höfum verið þarna inn á þessum parti að lýsa inn í þennan hlaðna vegg.“
Dýr Hafnarfjörður Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira