Nýjasta Star Trek serían hefst á brotlendingu á Hverfjalli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2020 13:30 Sonequa Martin-Green leikur aðalhlutverkið í þáttunum. CBS/Lilja Jónsdóttir Ísland leikur lykilhlutverk í fyrsta þætti nýjustu þáttaraðar Star Trek: Discovery þáttanna. Fyrsti þáttur þriðju þáttaraðar var gefinn út á dögunum og er íslenskt landslag í bakgrunni nær allan þáttinn. Framleiðandinn segir að stjórendur þáttarins hafi viljað tökustaði sem litu mjög öðruvísi út Ísland er þó ekki Ísland í þættinum heldur leikur landið hlutverk plánetunnar Hima, og það í framtíðinni eða árið 3188 nánar tiltekið. Þátturinn hefst á því að aðalsöguhetjan brotlendir í hlíðum Hverfjalls í Mývatnssveit. Þátturinn hefur greinilega verið tekinn upp víða hér á landi en á meðal þess sem sjá má er Goðafoss, Kleifarvatn og Bláa lónið. Tökur fóru fram hér á landi á síðasta ári en alls fengu framleiðendur myndarinnar 54 milljónir í endugreiðslu frá ríkinu vegna verkefnisins. „Við stukkum fram í framtíðina þannig að við þurfum einhvern stað sem liti mjög öðruvísi út,“ segir Alex Kurtzmann, aðalframleiðandi þáttanna. Segist hann lengi hafa viljað taka upp á Íslandi og eftir að hafa skoðað marga möguleika á því hvar mögulegt væri að taka upp þennan hluta þriðju þáttaraðarinnar, hafi Ísland orðið fyrir valinu. „Þetta var stórkostlegt,“ segir Michelle Paradise, stjórnandi þáttanna. „Landslagið er alveg einstakt og þetta er eins og að ganga um á annari plánetu.“ Sjá má upphafsatriði þáttarins hér. Kvikmyndagerð á Íslandi Íslandsvinir Bláa lónið Þingeyjarsveit Grindavík Skútustaðahreppur Tengdar fréttir „Hættulegast að rúlla niður fjall og falla niður stiga“ Bardagakapparnir Jón Viðar Arnþórsson og Gunnar Nelson koma fram í þáttunum Star Trek Discovery sem komu út á streymisveitunni Netflix nýverið. 18. október 2020 21:26 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Ísland leikur lykilhlutverk í fyrsta þætti nýjustu þáttaraðar Star Trek: Discovery þáttanna. Fyrsti þáttur þriðju þáttaraðar var gefinn út á dögunum og er íslenskt landslag í bakgrunni nær allan þáttinn. Framleiðandinn segir að stjórendur þáttarins hafi viljað tökustaði sem litu mjög öðruvísi út Ísland er þó ekki Ísland í þættinum heldur leikur landið hlutverk plánetunnar Hima, og það í framtíðinni eða árið 3188 nánar tiltekið. Þátturinn hefst á því að aðalsöguhetjan brotlendir í hlíðum Hverfjalls í Mývatnssveit. Þátturinn hefur greinilega verið tekinn upp víða hér á landi en á meðal þess sem sjá má er Goðafoss, Kleifarvatn og Bláa lónið. Tökur fóru fram hér á landi á síðasta ári en alls fengu framleiðendur myndarinnar 54 milljónir í endugreiðslu frá ríkinu vegna verkefnisins. „Við stukkum fram í framtíðina þannig að við þurfum einhvern stað sem liti mjög öðruvísi út,“ segir Alex Kurtzmann, aðalframleiðandi þáttanna. Segist hann lengi hafa viljað taka upp á Íslandi og eftir að hafa skoðað marga möguleika á því hvar mögulegt væri að taka upp þennan hluta þriðju þáttaraðarinnar, hafi Ísland orðið fyrir valinu. „Þetta var stórkostlegt,“ segir Michelle Paradise, stjórnandi þáttanna. „Landslagið er alveg einstakt og þetta er eins og að ganga um á annari plánetu.“ Sjá má upphafsatriði þáttarins hér.
Kvikmyndagerð á Íslandi Íslandsvinir Bláa lónið Þingeyjarsveit Grindavík Skútustaðahreppur Tengdar fréttir „Hættulegast að rúlla niður fjall og falla niður stiga“ Bardagakapparnir Jón Viðar Arnþórsson og Gunnar Nelson koma fram í þáttunum Star Trek Discovery sem komu út á streymisveitunni Netflix nýverið. 18. október 2020 21:26 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Hættulegast að rúlla niður fjall og falla niður stiga“ Bardagakapparnir Jón Viðar Arnþórsson og Gunnar Nelson koma fram í þáttunum Star Trek Discovery sem komu út á streymisveitunni Netflix nýverið. 18. október 2020 21:26