Samþykktu einróma að stuðla að opnun neyslurýma Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2020 22:46 Í bókun meirhluta borgarstjórnar segir að rannsóknir hafi sýnt að skaðaminnkandi aðgerðir dragi úr neikvæðum og hættulegum afleiðingum notkunar ávana- og fíkniefna. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti einróma í dag að stuðla að opnun neyslurýma í Reykjavík. Í bókun meirihluta borgarstjórnar segir að rannsóknir hafi sýnt að skaðaminnkandi aðgerðir dragi úr neikvæðum og hættulegum afleiðingum notkunar ávana- og fíkniefna. Markmið borgarstjórnarinnar er að innleiða skaðaminnkandi hugmyndafræði í þjónustu Reykjavíkurborgar. Í bókuninni segir einnig að reynsla annarra landa sýni að opnun neyslurýmis dragi úr neyslu ávana- og fíkniefna utandyra á almannafæri og hafi því þannig jákvæð áhrif á nærsamfélagið. Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var samþykkt á Alþingi í maí. Það heimilaði í rauninni að hægt væri að koma upp neyslurýmum hér á landi. Með lögunum verður sveitarfélögum heimilt að koma á fót vernduðu umhverfi, svokölluðu neyslurými, þar sem einstaklingar 18 ára eða eldri geta neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti fagfólks. Í kjölfar þess sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, að ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur. Til að koma upp neyslurými þarf þó samstarf við Heilbrigðisráðuneytið, samkvæmt bókun borgarstjórnar. Þar segir að það samstarf snúi að þeirri heilbrigðisþjónustu sem þurfi að bjóðast til að hægt sé að ná þeim árangri sem lagt er upp með. Talið er að um 700 einstaklingar noti vímuefni í æð hér á landi á ári hverju. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, flutti ræðu um tillöguna á borgarstjórnarfundi í dag. Hún deildi ræðu sinni á Facebook í kvöld en þar sagði hún neyslurými vera mannréttindamál. Það væri ekkert sérstaaklega róttæk hugmynd heldur mikilvægt skref í rétta átt. Neyslurými er mannréttindamál. En þetta er ekkert sérstaklega róttækt, heldur skref í rétta átt. Mikilvægt skref. Við...Posted by Dóra Björt Guðjónsdóttir on Tuesday, 20 October 2020 Reykjavík Borgarstjórn Fíkn Tengdar fréttir Saur og sprautunálar biðu starfsmanna frístundaheimilis eftir sumarfrí: „Opnum neyslurými strax“ Starfsmenn frístundaheimilis í Reykjavík fengu heldur óblíðar móttökur þegar komið var aftur til vinnu eftir sumarfrí. Hafði húsnæði frístundaheimilisins verið notað af sprautufíklum sem skilið höfðu eftir sprautunálar, saur og verkfærakistu fulla af þvagi 5. ágúst 2020 15:50 Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00 Gerir ráð fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg deili kostnaði neyslurýma Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að ríkið muni standa undir helmingi kostnaðar við rekstur neyslurýmis á móti Reykjavíkurborg. 24. maí 2020 19:32 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti einróma í dag að stuðla að opnun neyslurýma í Reykjavík. Í bókun meirihluta borgarstjórnar segir að rannsóknir hafi sýnt að skaðaminnkandi aðgerðir dragi úr neikvæðum og hættulegum afleiðingum notkunar ávana- og fíkniefna. Markmið borgarstjórnarinnar er að innleiða skaðaminnkandi hugmyndafræði í þjónustu Reykjavíkurborgar. Í bókuninni segir einnig að reynsla annarra landa sýni að opnun neyslurýmis dragi úr neyslu ávana- og fíkniefna utandyra á almannafæri og hafi því þannig jákvæð áhrif á nærsamfélagið. Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var samþykkt á Alþingi í maí. Það heimilaði í rauninni að hægt væri að koma upp neyslurýmum hér á landi. Með lögunum verður sveitarfélögum heimilt að koma á fót vernduðu umhverfi, svokölluðu neyslurými, þar sem einstaklingar 18 ára eða eldri geta neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti fagfólks. Í kjölfar þess sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, að ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur. Til að koma upp neyslurými þarf þó samstarf við Heilbrigðisráðuneytið, samkvæmt bókun borgarstjórnar. Þar segir að það samstarf snúi að þeirri heilbrigðisþjónustu sem þurfi að bjóðast til að hægt sé að ná þeim árangri sem lagt er upp með. Talið er að um 700 einstaklingar noti vímuefni í æð hér á landi á ári hverju. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, flutti ræðu um tillöguna á borgarstjórnarfundi í dag. Hún deildi ræðu sinni á Facebook í kvöld en þar sagði hún neyslurými vera mannréttindamál. Það væri ekkert sérstaaklega róttæk hugmynd heldur mikilvægt skref í rétta átt. Neyslurými er mannréttindamál. En þetta er ekkert sérstaklega róttækt, heldur skref í rétta átt. Mikilvægt skref. Við...Posted by Dóra Björt Guðjónsdóttir on Tuesday, 20 October 2020
Reykjavík Borgarstjórn Fíkn Tengdar fréttir Saur og sprautunálar biðu starfsmanna frístundaheimilis eftir sumarfrí: „Opnum neyslurými strax“ Starfsmenn frístundaheimilis í Reykjavík fengu heldur óblíðar móttökur þegar komið var aftur til vinnu eftir sumarfrí. Hafði húsnæði frístundaheimilisins verið notað af sprautufíklum sem skilið höfðu eftir sprautunálar, saur og verkfærakistu fulla af þvagi 5. ágúst 2020 15:50 Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00 Gerir ráð fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg deili kostnaði neyslurýma Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að ríkið muni standa undir helmingi kostnaðar við rekstur neyslurýmis á móti Reykjavíkurborg. 24. maí 2020 19:32 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira
Saur og sprautunálar biðu starfsmanna frístundaheimilis eftir sumarfrí: „Opnum neyslurými strax“ Starfsmenn frístundaheimilis í Reykjavík fengu heldur óblíðar móttökur þegar komið var aftur til vinnu eftir sumarfrí. Hafði húsnæði frístundaheimilisins verið notað af sprautufíklum sem skilið höfðu eftir sprautunálar, saur og verkfærakistu fulla af þvagi 5. ágúst 2020 15:50
Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00
Gerir ráð fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg deili kostnaði neyslurýma Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að ríkið muni standa undir helmingi kostnaðar við rekstur neyslurýmis á móti Reykjavíkurborg. 24. maí 2020 19:32