Samþykktu einróma að stuðla að opnun neyslurýma Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2020 22:46 Í bókun meirhluta borgarstjórnar segir að rannsóknir hafi sýnt að skaðaminnkandi aðgerðir dragi úr neikvæðum og hættulegum afleiðingum notkunar ávana- og fíkniefna. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti einróma í dag að stuðla að opnun neyslurýma í Reykjavík. Í bókun meirihluta borgarstjórnar segir að rannsóknir hafi sýnt að skaðaminnkandi aðgerðir dragi úr neikvæðum og hættulegum afleiðingum notkunar ávana- og fíkniefna. Markmið borgarstjórnarinnar er að innleiða skaðaminnkandi hugmyndafræði í þjónustu Reykjavíkurborgar. Í bókuninni segir einnig að reynsla annarra landa sýni að opnun neyslurýmis dragi úr neyslu ávana- og fíkniefna utandyra á almannafæri og hafi því þannig jákvæð áhrif á nærsamfélagið. Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var samþykkt á Alþingi í maí. Það heimilaði í rauninni að hægt væri að koma upp neyslurýmum hér á landi. Með lögunum verður sveitarfélögum heimilt að koma á fót vernduðu umhverfi, svokölluðu neyslurými, þar sem einstaklingar 18 ára eða eldri geta neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti fagfólks. Í kjölfar þess sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, að ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur. Til að koma upp neyslurými þarf þó samstarf við Heilbrigðisráðuneytið, samkvæmt bókun borgarstjórnar. Þar segir að það samstarf snúi að þeirri heilbrigðisþjónustu sem þurfi að bjóðast til að hægt sé að ná þeim árangri sem lagt er upp með. Talið er að um 700 einstaklingar noti vímuefni í æð hér á landi á ári hverju. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, flutti ræðu um tillöguna á borgarstjórnarfundi í dag. Hún deildi ræðu sinni á Facebook í kvöld en þar sagði hún neyslurými vera mannréttindamál. Það væri ekkert sérstaaklega róttæk hugmynd heldur mikilvægt skref í rétta átt. Neyslurými er mannréttindamál. En þetta er ekkert sérstaklega róttækt, heldur skref í rétta átt. Mikilvægt skref. Við...Posted by Dóra Björt Guðjónsdóttir on Tuesday, 20 October 2020 Reykjavík Borgarstjórn Fíkn Tengdar fréttir Saur og sprautunálar biðu starfsmanna frístundaheimilis eftir sumarfrí: „Opnum neyslurými strax“ Starfsmenn frístundaheimilis í Reykjavík fengu heldur óblíðar móttökur þegar komið var aftur til vinnu eftir sumarfrí. Hafði húsnæði frístundaheimilisins verið notað af sprautufíklum sem skilið höfðu eftir sprautunálar, saur og verkfærakistu fulla af þvagi 5. ágúst 2020 15:50 Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00 Gerir ráð fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg deili kostnaði neyslurýma Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að ríkið muni standa undir helmingi kostnaðar við rekstur neyslurýmis á móti Reykjavíkurborg. 24. maí 2020 19:32 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti einróma í dag að stuðla að opnun neyslurýma í Reykjavík. Í bókun meirihluta borgarstjórnar segir að rannsóknir hafi sýnt að skaðaminnkandi aðgerðir dragi úr neikvæðum og hættulegum afleiðingum notkunar ávana- og fíkniefna. Markmið borgarstjórnarinnar er að innleiða skaðaminnkandi hugmyndafræði í þjónustu Reykjavíkurborgar. Í bókuninni segir einnig að reynsla annarra landa sýni að opnun neyslurýmis dragi úr neyslu ávana- og fíkniefna utandyra á almannafæri og hafi því þannig jákvæð áhrif á nærsamfélagið. Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var samþykkt á Alþingi í maí. Það heimilaði í rauninni að hægt væri að koma upp neyslurýmum hér á landi. Með lögunum verður sveitarfélögum heimilt að koma á fót vernduðu umhverfi, svokölluðu neyslurými, þar sem einstaklingar 18 ára eða eldri geta neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti fagfólks. Í kjölfar þess sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, að ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur. Til að koma upp neyslurými þarf þó samstarf við Heilbrigðisráðuneytið, samkvæmt bókun borgarstjórnar. Þar segir að það samstarf snúi að þeirri heilbrigðisþjónustu sem þurfi að bjóðast til að hægt sé að ná þeim árangri sem lagt er upp með. Talið er að um 700 einstaklingar noti vímuefni í æð hér á landi á ári hverju. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, flutti ræðu um tillöguna á borgarstjórnarfundi í dag. Hún deildi ræðu sinni á Facebook í kvöld en þar sagði hún neyslurými vera mannréttindamál. Það væri ekkert sérstaaklega róttæk hugmynd heldur mikilvægt skref í rétta átt. Neyslurými er mannréttindamál. En þetta er ekkert sérstaklega róttækt, heldur skref í rétta átt. Mikilvægt skref. Við...Posted by Dóra Björt Guðjónsdóttir on Tuesday, 20 October 2020
Reykjavík Borgarstjórn Fíkn Tengdar fréttir Saur og sprautunálar biðu starfsmanna frístundaheimilis eftir sumarfrí: „Opnum neyslurými strax“ Starfsmenn frístundaheimilis í Reykjavík fengu heldur óblíðar móttökur þegar komið var aftur til vinnu eftir sumarfrí. Hafði húsnæði frístundaheimilisins verið notað af sprautufíklum sem skilið höfðu eftir sprautunálar, saur og verkfærakistu fulla af þvagi 5. ágúst 2020 15:50 Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00 Gerir ráð fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg deili kostnaði neyslurýma Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að ríkið muni standa undir helmingi kostnaðar við rekstur neyslurýmis á móti Reykjavíkurborg. 24. maí 2020 19:32 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Saur og sprautunálar biðu starfsmanna frístundaheimilis eftir sumarfrí: „Opnum neyslurými strax“ Starfsmenn frístundaheimilis í Reykjavík fengu heldur óblíðar móttökur þegar komið var aftur til vinnu eftir sumarfrí. Hafði húsnæði frístundaheimilisins verið notað af sprautufíklum sem skilið höfðu eftir sprautunálar, saur og verkfærakistu fulla af þvagi 5. ágúst 2020 15:50
Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00
Gerir ráð fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg deili kostnaði neyslurýma Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að ríkið muni standa undir helmingi kostnaðar við rekstur neyslurýmis á móti Reykjavíkurborg. 24. maí 2020 19:32