Verið algjör farsi en við gerum okkur klárar í þetta stríð Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2020 15:31 Ingunn Haraldsdóttir fyrirliði KR segir liðið ætla að reyna allt til að halda sér í efstu deild. VÍSIR/VILHELM Af íslensku íþróttafólki hefur kvennalið KR í fótbolta líklega orðið hvað verst fyrir barðinu á kórónuveirufaraldrinum. Nú þarf liðið að spila fjóra leiki á tíu dögum. Leikmenn KR hafa í þrígang þurft að fara í sóttkví á árinu, með tilheyrandi hléum frá liðsæfingum, hafa leikið þétt þegar þær hafa mátt spila og eiga enn tvo leiki til góða á flest önnur lið í Pepsi Max-deildinni. Liðið hefur svo verið í æfingabanni síðasta hálfa mánuðinn líkt og önnur lið á höfuðborgarsvæðinu. Á þriðjudaginn máttu KR-konur loks mæta saman til æfinga að nýju, en þó með takmörkunum. Reglur voru svo skýrðar í gær og má senda fótbolta á milli manna, en virða þarf tveggja metra reglu. Fallnar ef mótið hefði verið blásið af Keppni í Pepsi Max-deildinni hefst að nýju 8. nóvember en KR tekur þá á móti Þór/KA, sennilega á gervigrasvelli sínum þar sem liðið æfir þessa dagana. KR á einnig eftir leiki við Breiðablik, ÍBV og loks Fylki 18. nóvember, svo spilað verður þétt: „Við erum auðvitað spenntar fyrir því að klára mótið þar sem að við værum fallnar ef að mótinu yrði slaufað. Það er ekkert annað í stöðunni fyrir okkur en að vilja klára þessa fjóra leiki,“ segir Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði KR. KR var ekki spáð falli úr deildinni en liðið er á botninum með 10 stig, sjö stigum frá næsta örugga sæti. Liðið gæti því vel þurft að vinna þrjá af þeim fjórum leikjum sem það á eftir, til að geta haldið sér uppi. KR-ingar eru með sterka leikmenn í sínum röðum en hafa átt erfitt uppdráttar í sumar, meðal annars vegna ítrekaðra hléa í sóttkví.Vísir/Hulda Margrét Ingunn tekur undir að KR-liðið sé sett í erfiða stöðu með því að þurfa að spila fjóra leiki á svo skömmum tíma: „Það er svo sem ekkert nýtt. Það hefur verið þannig í allt sumar. Við verðum bara að setja hausinn undir okkur og gera okkur klárar í þetta stríð. Við höfum spilað áður svona þétt og vitum hvað við erum að fara út í,“ segir Ingunn. Kunnum að æfa án bolta Hún bendir á að bann við æfingum liða síðasta hálfa mánuðinn sé eitthvað sem KR-ingar séu farnir að þekkja vel eftir alla sína veru í sóttkví. „Við erum kannski það lið sem að þekkir það best hvernig á að æfa þegar staðan er svona. Við getum sagst hafa svolítið forskot þarna. Við kunnum að æfa án bolta og verðum að taka það með okkur núna,“ en ekki er annað hægt en að velta því fyrir sér hver staða KR væri ef liðið hefði ekki lent svo oft í sóttkví á leiktíðinni: „Ég vil nú ekki vera að detta í einhverja sjálfsvorkunn en þetta hefur vissulega verið mjög erfitt tímabil fyrir alla, og við höfum lent hvað verst í þessu. Þetta hefur verið algjör farsi, að sama liðið fari þrisvar í sóttkví. Það að vera í fallsæti er ekki það sem við ætluðum okkur í vor en svona er staðan. Við eigum enn 12 stig eftir í pottinum og það er vel gerlegt fyrir okkur að klára þetta með stæl.“ Pepsi Max-deild kvenna KR Tengdar fréttir Rúnar: Ofboðslega mikilvægt að reyna klára mótið Rúnar Kristinsson, þjálfari, KR segir það mikilvægt fyrir allan íslenskan fótbolta að deildirnar geti klárast á sem eðlilegastan hátt. 21. október 2020 20:00 KSÍ búið að endurskipuleggja mótin: Pepsi Max deild karla lýkur á mánudegi KSÍ hefur gefið út leikjaniðurröðin fyrir nóvembermánuð en eins og flestir knattspyrnuáhugamenn vita hefur deildin verið á pásu vegna kórónuveirunnar. 21. október 2020 17:06 „Ekki sanngjarnara að klára mótið en að blása það af“ „Þetta er farið að verða eitthvað annað en mótið sem við byrjuðum á,“ segir Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis Reykjavík. Hann dregur í efa að sanngjarnara sé að klára Íslandsmótið í fótbolta en að blása það af núna. 15. október 2020 15:31 Segir sanngjarnast að flauta Pepsi Max-deild kvenna af og ekkert lið falli Að mati Þorkels Mána Péturssonar væri sanngjarnast að hætta keppni í Pepsi Max-deild kvenna núna. Hann vill að Breiðablik verði krýnt Íslandsmeistari og Pepsi Max-deildin verði skipuð tólf liðum á næsta tímabili. 14. október 2020 11:31 Lokastaðan ef ekki verður meira spilað: Blikar sleppa inn í Evrópukeppni Valur verður Íslandsmeistari karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna í fótbolta ef að ekki verða spilaðir fleiri leikir í Pepsi Max-deildunum á leiktíðinni. 6. október 2020 13:50 Hafa áhyggjur af KR og segja liðið andlaust KR er á botni Pepsi Max-deildar kvenna en á enn eftir að leika þriðjung sinna leikja, þegar 19 dagar eru til stefnu, þar sem liðið hefur í þrígang farið í sóttkví í sumar. 30. september 2020 08:31 KR í sóttkví í þriðja sinn í sumar vegna smits KR-konur í fótbolta eru komnar í sóttkví eftir að smit greindist hjá liðinu. Er þetta í þriðja sinn sem að leikmenn úr liðinu þurfa að fara í sóttkví í sumar. 20. ágúst 2020 12:05 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Af íslensku íþróttafólki hefur kvennalið KR í fótbolta líklega orðið hvað verst fyrir barðinu á kórónuveirufaraldrinum. Nú þarf liðið að spila fjóra leiki á tíu dögum. Leikmenn KR hafa í þrígang þurft að fara í sóttkví á árinu, með tilheyrandi hléum frá liðsæfingum, hafa leikið þétt þegar þær hafa mátt spila og eiga enn tvo leiki til góða á flest önnur lið í Pepsi Max-deildinni. Liðið hefur svo verið í æfingabanni síðasta hálfa mánuðinn líkt og önnur lið á höfuðborgarsvæðinu. Á þriðjudaginn máttu KR-konur loks mæta saman til æfinga að nýju, en þó með takmörkunum. Reglur voru svo skýrðar í gær og má senda fótbolta á milli manna, en virða þarf tveggja metra reglu. Fallnar ef mótið hefði verið blásið af Keppni í Pepsi Max-deildinni hefst að nýju 8. nóvember en KR tekur þá á móti Þór/KA, sennilega á gervigrasvelli sínum þar sem liðið æfir þessa dagana. KR á einnig eftir leiki við Breiðablik, ÍBV og loks Fylki 18. nóvember, svo spilað verður þétt: „Við erum auðvitað spenntar fyrir því að klára mótið þar sem að við værum fallnar ef að mótinu yrði slaufað. Það er ekkert annað í stöðunni fyrir okkur en að vilja klára þessa fjóra leiki,“ segir Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði KR. KR var ekki spáð falli úr deildinni en liðið er á botninum með 10 stig, sjö stigum frá næsta örugga sæti. Liðið gæti því vel þurft að vinna þrjá af þeim fjórum leikjum sem það á eftir, til að geta haldið sér uppi. KR-ingar eru með sterka leikmenn í sínum röðum en hafa átt erfitt uppdráttar í sumar, meðal annars vegna ítrekaðra hléa í sóttkví.Vísir/Hulda Margrét Ingunn tekur undir að KR-liðið sé sett í erfiða stöðu með því að þurfa að spila fjóra leiki á svo skömmum tíma: „Það er svo sem ekkert nýtt. Það hefur verið þannig í allt sumar. Við verðum bara að setja hausinn undir okkur og gera okkur klárar í þetta stríð. Við höfum spilað áður svona þétt og vitum hvað við erum að fara út í,“ segir Ingunn. Kunnum að æfa án bolta Hún bendir á að bann við æfingum liða síðasta hálfa mánuðinn sé eitthvað sem KR-ingar séu farnir að þekkja vel eftir alla sína veru í sóttkví. „Við erum kannski það lið sem að þekkir það best hvernig á að æfa þegar staðan er svona. Við getum sagst hafa svolítið forskot þarna. Við kunnum að æfa án bolta og verðum að taka það með okkur núna,“ en ekki er annað hægt en að velta því fyrir sér hver staða KR væri ef liðið hefði ekki lent svo oft í sóttkví á leiktíðinni: „Ég vil nú ekki vera að detta í einhverja sjálfsvorkunn en þetta hefur vissulega verið mjög erfitt tímabil fyrir alla, og við höfum lent hvað verst í þessu. Þetta hefur verið algjör farsi, að sama liðið fari þrisvar í sóttkví. Það að vera í fallsæti er ekki það sem við ætluðum okkur í vor en svona er staðan. Við eigum enn 12 stig eftir í pottinum og það er vel gerlegt fyrir okkur að klára þetta með stæl.“
Pepsi Max-deild kvenna KR Tengdar fréttir Rúnar: Ofboðslega mikilvægt að reyna klára mótið Rúnar Kristinsson, þjálfari, KR segir það mikilvægt fyrir allan íslenskan fótbolta að deildirnar geti klárast á sem eðlilegastan hátt. 21. október 2020 20:00 KSÍ búið að endurskipuleggja mótin: Pepsi Max deild karla lýkur á mánudegi KSÍ hefur gefið út leikjaniðurröðin fyrir nóvembermánuð en eins og flestir knattspyrnuáhugamenn vita hefur deildin verið á pásu vegna kórónuveirunnar. 21. október 2020 17:06 „Ekki sanngjarnara að klára mótið en að blása það af“ „Þetta er farið að verða eitthvað annað en mótið sem við byrjuðum á,“ segir Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis Reykjavík. Hann dregur í efa að sanngjarnara sé að klára Íslandsmótið í fótbolta en að blása það af núna. 15. október 2020 15:31 Segir sanngjarnast að flauta Pepsi Max-deild kvenna af og ekkert lið falli Að mati Þorkels Mána Péturssonar væri sanngjarnast að hætta keppni í Pepsi Max-deild kvenna núna. Hann vill að Breiðablik verði krýnt Íslandsmeistari og Pepsi Max-deildin verði skipuð tólf liðum á næsta tímabili. 14. október 2020 11:31 Lokastaðan ef ekki verður meira spilað: Blikar sleppa inn í Evrópukeppni Valur verður Íslandsmeistari karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna í fótbolta ef að ekki verða spilaðir fleiri leikir í Pepsi Max-deildunum á leiktíðinni. 6. október 2020 13:50 Hafa áhyggjur af KR og segja liðið andlaust KR er á botni Pepsi Max-deildar kvenna en á enn eftir að leika þriðjung sinna leikja, þegar 19 dagar eru til stefnu, þar sem liðið hefur í þrígang farið í sóttkví í sumar. 30. september 2020 08:31 KR í sóttkví í þriðja sinn í sumar vegna smits KR-konur í fótbolta eru komnar í sóttkví eftir að smit greindist hjá liðinu. Er þetta í þriðja sinn sem að leikmenn úr liðinu þurfa að fara í sóttkví í sumar. 20. ágúst 2020 12:05 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Rúnar: Ofboðslega mikilvægt að reyna klára mótið Rúnar Kristinsson, þjálfari, KR segir það mikilvægt fyrir allan íslenskan fótbolta að deildirnar geti klárast á sem eðlilegastan hátt. 21. október 2020 20:00
KSÍ búið að endurskipuleggja mótin: Pepsi Max deild karla lýkur á mánudegi KSÍ hefur gefið út leikjaniðurröðin fyrir nóvembermánuð en eins og flestir knattspyrnuáhugamenn vita hefur deildin verið á pásu vegna kórónuveirunnar. 21. október 2020 17:06
„Ekki sanngjarnara að klára mótið en að blása það af“ „Þetta er farið að verða eitthvað annað en mótið sem við byrjuðum á,“ segir Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis Reykjavík. Hann dregur í efa að sanngjarnara sé að klára Íslandsmótið í fótbolta en að blása það af núna. 15. október 2020 15:31
Segir sanngjarnast að flauta Pepsi Max-deild kvenna af og ekkert lið falli Að mati Þorkels Mána Péturssonar væri sanngjarnast að hætta keppni í Pepsi Max-deild kvenna núna. Hann vill að Breiðablik verði krýnt Íslandsmeistari og Pepsi Max-deildin verði skipuð tólf liðum á næsta tímabili. 14. október 2020 11:31
Lokastaðan ef ekki verður meira spilað: Blikar sleppa inn í Evrópukeppni Valur verður Íslandsmeistari karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna í fótbolta ef að ekki verða spilaðir fleiri leikir í Pepsi Max-deildunum á leiktíðinni. 6. október 2020 13:50
Hafa áhyggjur af KR og segja liðið andlaust KR er á botni Pepsi Max-deildar kvenna en á enn eftir að leika þriðjung sinna leikja, þegar 19 dagar eru til stefnu, þar sem liðið hefur í þrígang farið í sóttkví í sumar. 30. september 2020 08:31
KR í sóttkví í þriðja sinn í sumar vegna smits KR-konur í fótbolta eru komnar í sóttkví eftir að smit greindist hjá liðinu. Er þetta í þriðja sinn sem að leikmenn úr liðinu þurfa að fara í sóttkví í sumar. 20. ágúst 2020 12:05