„Fólk er að hugsa um heilsuna í ræktinni og er ekki að fara í sleik á einhverjum karaoke bar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. október 2020 15:31 Egill Einarsson er ekki svo sáttur með stöðuna á líkamsræktarstöðvum landsins. Einkaþjálfarinn Egill Einarsson ræddi við þáttastjórnendur Brennslunnar í morgun og var farið yfir ástandið í líkamsræktarstöðvum landsins vegna kórónuveirunnar. „Ég get verið á skrifstofunni en þetta er helvíti rólegt meðan líkamsræktarstöðvarnar eru lokaðar en vonandi verða þetta bara tvær vikur í viðbót,“ segir Egill Einarsson á FM957 í morgun. „Fólk virðist ekki vera að hreyfa sig mikið þegar þessar stöðvar eru lokaðar. Það er helvíti þreytt að sprikla heima í stofu til lengri tíma. Ég sá það í fyrstu lokuninni að fólk nennti þessu í viku að hoppa heima á gólfinu en það verður fljótt mjög þreytt. Ég sé það bara í þessari lokun að fólk nennir þessu ekkert, fer bara í sófann og mætir þegar það opnar aftur.“ Hann segir að fólk eigi almennt mjög erfitt með mataræðið þegar það er heima allan daginn. „Ég hef aldrei séð fólk koma jafn illa út úr mælingum og á þessu ári. Þú átt alveg að geta gert hörkuæfingar með eigin líkamsþyngd en fólki finnst það bara leiðinlegt. Nú má fólk vera í einhverjum hóptímum en ekki fara í ræktina. Þetta er allt saman mjög sérstakt, en vonandi eru bara einhverjar tvær vikur í þetta.“ Hnefaleikastöð er ekki eins og venjuleg líkamsræktarstöð Hann býst ekkert endilega við að fólk flykkist í ræktina þegar banninu verður aflétt. „Það er notla önnur hver sófakartafla landsins í einhverri herferð gegn líkamsræktarstöðvum. Ég get ekki opnað Vísi þá er einhver trúður kominn að tala um gymmið. Það gleymist svolítið að þessi smit eru úr hnefaleikastöðinni, ekki líkamsrækt. Fólk þekkir greinilega ekki muninn á hnefaleikastöð og líkamsrækt. Líktu bara saman tennisvelli og gymmi. Fólk er bara með frómas í hausnum, því miður. Svo labba þrjú þúsund manns hingað inn í Sporthúsið á dag og það er ekki eitt smit.“ Egill segir að fólk hafi almennt verið mjög duglegt við það að þrífa vel eftir sig í Sporthúsinu og sprittað vel. „Ég er með mikið af fólki sem eru að glíma við andleg veikindi og lyfin þeirra er bara líkamsræktin, hreyfa sig, borða hollt og það þarf að meta kostina og galla áður en þú lokar bara á líkamsrækt. Svo er líka betra að vera í góðu formi ef þú færð þessa ógeðslegu veiru. Þórólfur horfir væntanlega bara á þessa hnefaleikastöð sem rækt, en hann er bara að gera sína vinnu og mér finnst hann standa sig mjög vel og ég er aðdáandi. En fólk er að hugsa um heilsuna í ræktinni og er ekki að fara í sleik á einhverjum karaoke bar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brennslan Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Sjá meira
Einkaþjálfarinn Egill Einarsson ræddi við þáttastjórnendur Brennslunnar í morgun og var farið yfir ástandið í líkamsræktarstöðvum landsins vegna kórónuveirunnar. „Ég get verið á skrifstofunni en þetta er helvíti rólegt meðan líkamsræktarstöðvarnar eru lokaðar en vonandi verða þetta bara tvær vikur í viðbót,“ segir Egill Einarsson á FM957 í morgun. „Fólk virðist ekki vera að hreyfa sig mikið þegar þessar stöðvar eru lokaðar. Það er helvíti þreytt að sprikla heima í stofu til lengri tíma. Ég sá það í fyrstu lokuninni að fólk nennti þessu í viku að hoppa heima á gólfinu en það verður fljótt mjög þreytt. Ég sé það bara í þessari lokun að fólk nennir þessu ekkert, fer bara í sófann og mætir þegar það opnar aftur.“ Hann segir að fólk eigi almennt mjög erfitt með mataræðið þegar það er heima allan daginn. „Ég hef aldrei séð fólk koma jafn illa út úr mælingum og á þessu ári. Þú átt alveg að geta gert hörkuæfingar með eigin líkamsþyngd en fólki finnst það bara leiðinlegt. Nú má fólk vera í einhverjum hóptímum en ekki fara í ræktina. Þetta er allt saman mjög sérstakt, en vonandi eru bara einhverjar tvær vikur í þetta.“ Hnefaleikastöð er ekki eins og venjuleg líkamsræktarstöð Hann býst ekkert endilega við að fólk flykkist í ræktina þegar banninu verður aflétt. „Það er notla önnur hver sófakartafla landsins í einhverri herferð gegn líkamsræktarstöðvum. Ég get ekki opnað Vísi þá er einhver trúður kominn að tala um gymmið. Það gleymist svolítið að þessi smit eru úr hnefaleikastöðinni, ekki líkamsrækt. Fólk þekkir greinilega ekki muninn á hnefaleikastöð og líkamsrækt. Líktu bara saman tennisvelli og gymmi. Fólk er bara með frómas í hausnum, því miður. Svo labba þrjú þúsund manns hingað inn í Sporthúsið á dag og það er ekki eitt smit.“ Egill segir að fólk hafi almennt verið mjög duglegt við það að þrífa vel eftir sig í Sporthúsinu og sprittað vel. „Ég er með mikið af fólki sem eru að glíma við andleg veikindi og lyfin þeirra er bara líkamsræktin, hreyfa sig, borða hollt og það þarf að meta kostina og galla áður en þú lokar bara á líkamsrækt. Svo er líka betra að vera í góðu formi ef þú færð þessa ógeðslegu veiru. Þórólfur horfir væntanlega bara á þessa hnefaleikastöð sem rækt, en hann er bara að gera sína vinnu og mér finnst hann standa sig mjög vel og ég er aðdáandi. En fólk er að hugsa um heilsuna í ræktinni og er ekki að fara í sleik á einhverjum karaoke bar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brennslan Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Sjá meira