Börn fædd 2004 og fyrr mega æfa frá og með mánudeginum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. október 2020 16:09 Börn fædd 2004 munu geta stundað æfingar í íþróttamannvirkjum sveitarfélaganna og íþróttafélaganna frá og með 26. október næstkomandi. Vísir/Vilhelm Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa, í samvinnu við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands og almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins, ákveðið að heimila börnum fæddum 2004 og eldri að hefja æfingar í íþróttamannvirkjum á vegum sveitarfélaganna og íþróttafélaganna frá og með mánudeginum 26. október næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnanefnd. Þann 8. október síðastliðinn tóku sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þá ákvörðun að öll íþróttakennsla færi fram utandyra að teknu tilliti til ítrustu sóttvarna og að skólasund félli niður. Í tilkynningunni segir að þetta hafi verið ákveðið í ljósi tilmæla sóttvarnayfirvalda og í samráði við almannavarnir höfuðborgarsvæðisins. Tilgangurinn hafi verið að vernda og viðhalda skólastarfi. „Staðan var endurmetin í gær á fundi með sviðsstjórum skóla- og frístundasviða sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og starfsfólki almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, að íþróttakennsla innandyra og sundkennsla hefjist aftur 3. nóvember. Þann dag fellur úr gildi bráðabirgða ákvæði um höfuðborgarsvæðið í reglugerð nr. 1016 sem snýr að takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar,“ segir í tilkynningunni. Íþrótta- og tómstundastarf barna sem fædd eru 2005 og síðar utan skóla mun hefjast 3. nóvember, en í tilkynningunni segir að erfitt sé að tryggja að ekki eigi sér stað blöndun hópanna tveggja umfram það sem nú er í skólastarfi. Hér að neðan má lesa tilkynninguna í heild sinni: Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við ÍSÍ og almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins hafa tekið þá ákvörðun um að heimila börnum fædd 2004 og eldri að hefja æfingar í þróttamannvirkjum á vegum sveitarfélaganna og félaganna frá og með 26. október n.k. Íþrótta- og tómstundastarf og sundkennsla barna fædd 2005 og síðar mun hefjast 3. nóvember næstkomandi. Þann 8. október sl. tóku sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þá ákvörðun að öll íþróttakennsla muni fara fram utandyra að teknu tilliti til ítrustu sóttvarna og að skólasund félli niður. Var þetta gert eftir ítarlega yfirferð yfir stöðuna, í ljósi leiðbeininga sóttvarnaryfirvalda og í samráði við almannavarnir höfuðborgarsvæðisins. Tilgangur aðgerða var að vernda og viðhalda skólastarfi og var lögð áhersla á að takmarka blöndun barna og unglinga milli ólíkra leik- og grunnskóla höfuðborgarsvæðisins. Eitt smit í leik- og grunnskólum getur leitt til að stórir hópar eða fleiri en einn skóli þurfi að fara í sóttkví. Staðan var endurmetin í gær á fundi með sviðsstjórum skóla- og frístundasviða sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og starfsfólki almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, að íþróttakennsla innandyra og sundkennsla hefjist aftur 3. nóvember. Þann dag fellur úr gildi bráðabirgða ákvæði um höfuðborgarsvæðið í reglugerð nr. 1016 sem snýr að takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar. Íþrótta- og tómstundastarf barna fædd 2005 og síðar utan skóla mun einnig hefjast 3. nóvember, en erfitt er að tryggja að ekki eigi sér stað umfram blöndun en sú sem er í skólastarfi. Í bráðabirgðar ákvæði í reglugerðinni sem snýr að höfuðborgarsvæðinu kemur fram að ekki er heimilt að blanda saman ólíkum hópum umfram það sem er í gildi í skólum. Blöndun í íþróttum og tómstundum barna og ungmenna er í flestöllum tilfellum önnur en sú sem er í gildi í skólum barnanna. Í dag var fundur með Almannavörnum höfuðborgarsvæðisins, fulltrúm sveitarfélaganna, ÍSÍ, sérsamböndum innan ÍSÍ og héraðssambanda á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaða fundarins var að börn fædd 2004 og eldri geti hafið æfingar í íþróttamannvirkjum á vegum sveitarfélaganna og félaganna 26. október n.k. Þetta er afmarkað með þeim skilyrðum sem reglugerð heilbrigðisráðherra frá 19. október segir til um vegna íþróttastarfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að íþróttastarfsemi sem krefst snertingar eða hætta er á snertingu milli fólks eða starfsemin krefst mikillar nálægðar eða þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér er óheimil. Íþróttafólk sem með þessu fá leyfi til æfinga gæti því vel að fjarlægðarmörkum sem eru 2 metrar og gæti einnig að almennum persónubundnum sóttvörnum. Við teljum að með því að stöðva íþróttakennslu innandyra og sundkennslu í upphafi mánaðar hafi sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gert allt sem hægt var til að koma í veg fyrir enn fleiri smit meðal skólabarna og fækka þeim sem þurfa að fara í sóttkví ef uppkoma smit í þeirra skóla. Það að þurfa að fara í sóttkví er ekki léttvægt og hvað þá síendurtekið eins og dæmin sanna. Þessar ákvarðanir eru teknar í ljósi þess að höfuðborgarsvæðið er á viðkvæmum tíma í faraldrinum og næstu dagar eru mikilvægt að fara varlega sem aldrei fyrr til að við náum tökum á þessari bylgju svo hægt verði aftur að draga úr sóttvarnarráðstöfunum í stað þess að framlengja núverandi aðgerðir eða jafnvel herða frekar á þeim ef við missum tökin. Íþróttir barna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa, í samvinnu við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands og almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins, ákveðið að heimila börnum fæddum 2004 og eldri að hefja æfingar í íþróttamannvirkjum á vegum sveitarfélaganna og íþróttafélaganna frá og með mánudeginum 26. október næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnanefnd. Þann 8. október síðastliðinn tóku sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þá ákvörðun að öll íþróttakennsla færi fram utandyra að teknu tilliti til ítrustu sóttvarna og að skólasund félli niður. Í tilkynningunni segir að þetta hafi verið ákveðið í ljósi tilmæla sóttvarnayfirvalda og í samráði við almannavarnir höfuðborgarsvæðisins. Tilgangurinn hafi verið að vernda og viðhalda skólastarfi. „Staðan var endurmetin í gær á fundi með sviðsstjórum skóla- og frístundasviða sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og starfsfólki almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, að íþróttakennsla innandyra og sundkennsla hefjist aftur 3. nóvember. Þann dag fellur úr gildi bráðabirgða ákvæði um höfuðborgarsvæðið í reglugerð nr. 1016 sem snýr að takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar,“ segir í tilkynningunni. Íþrótta- og tómstundastarf barna sem fædd eru 2005 og síðar utan skóla mun hefjast 3. nóvember, en í tilkynningunni segir að erfitt sé að tryggja að ekki eigi sér stað blöndun hópanna tveggja umfram það sem nú er í skólastarfi. Hér að neðan má lesa tilkynninguna í heild sinni: Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við ÍSÍ og almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins hafa tekið þá ákvörðun um að heimila börnum fædd 2004 og eldri að hefja æfingar í þróttamannvirkjum á vegum sveitarfélaganna og félaganna frá og með 26. október n.k. Íþrótta- og tómstundastarf og sundkennsla barna fædd 2005 og síðar mun hefjast 3. nóvember næstkomandi. Þann 8. október sl. tóku sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þá ákvörðun að öll íþróttakennsla muni fara fram utandyra að teknu tilliti til ítrustu sóttvarna og að skólasund félli niður. Var þetta gert eftir ítarlega yfirferð yfir stöðuna, í ljósi leiðbeininga sóttvarnaryfirvalda og í samráði við almannavarnir höfuðborgarsvæðisins. Tilgangur aðgerða var að vernda og viðhalda skólastarfi og var lögð áhersla á að takmarka blöndun barna og unglinga milli ólíkra leik- og grunnskóla höfuðborgarsvæðisins. Eitt smit í leik- og grunnskólum getur leitt til að stórir hópar eða fleiri en einn skóli þurfi að fara í sóttkví. Staðan var endurmetin í gær á fundi með sviðsstjórum skóla- og frístundasviða sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og starfsfólki almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, að íþróttakennsla innandyra og sundkennsla hefjist aftur 3. nóvember. Þann dag fellur úr gildi bráðabirgða ákvæði um höfuðborgarsvæðið í reglugerð nr. 1016 sem snýr að takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar. Íþrótta- og tómstundastarf barna fædd 2005 og síðar utan skóla mun einnig hefjast 3. nóvember, en erfitt er að tryggja að ekki eigi sér stað umfram blöndun en sú sem er í skólastarfi. Í bráðabirgðar ákvæði í reglugerðinni sem snýr að höfuðborgarsvæðinu kemur fram að ekki er heimilt að blanda saman ólíkum hópum umfram það sem er í gildi í skólum. Blöndun í íþróttum og tómstundum barna og ungmenna er í flestöllum tilfellum önnur en sú sem er í gildi í skólum barnanna. Í dag var fundur með Almannavörnum höfuðborgarsvæðisins, fulltrúm sveitarfélaganna, ÍSÍ, sérsamböndum innan ÍSÍ og héraðssambanda á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaða fundarins var að börn fædd 2004 og eldri geti hafið æfingar í íþróttamannvirkjum á vegum sveitarfélaganna og félaganna 26. október n.k. Þetta er afmarkað með þeim skilyrðum sem reglugerð heilbrigðisráðherra frá 19. október segir til um vegna íþróttastarfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að íþróttastarfsemi sem krefst snertingar eða hætta er á snertingu milli fólks eða starfsemin krefst mikillar nálægðar eða þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér er óheimil. Íþróttafólk sem með þessu fá leyfi til æfinga gæti því vel að fjarlægðarmörkum sem eru 2 metrar og gæti einnig að almennum persónubundnum sóttvörnum. Við teljum að með því að stöðva íþróttakennslu innandyra og sundkennslu í upphafi mánaðar hafi sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gert allt sem hægt var til að koma í veg fyrir enn fleiri smit meðal skólabarna og fækka þeim sem þurfa að fara í sóttkví ef uppkoma smit í þeirra skóla. Það að þurfa að fara í sóttkví er ekki léttvægt og hvað þá síendurtekið eins og dæmin sanna. Þessar ákvarðanir eru teknar í ljósi þess að höfuðborgarsvæðið er á viðkvæmum tíma í faraldrinum og næstu dagar eru mikilvægt að fara varlega sem aldrei fyrr til að við náum tökum á þessari bylgju svo hægt verði aftur að draga úr sóttvarnarráðstöfunum í stað þess að framlengja núverandi aðgerðir eða jafnvel herða frekar á þeim ef við missum tökin.
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við ÍSÍ og almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins hafa tekið þá ákvörðun um að heimila börnum fædd 2004 og eldri að hefja æfingar í þróttamannvirkjum á vegum sveitarfélaganna og félaganna frá og með 26. október n.k. Íþrótta- og tómstundastarf og sundkennsla barna fædd 2005 og síðar mun hefjast 3. nóvember næstkomandi. Þann 8. október sl. tóku sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þá ákvörðun að öll íþróttakennsla muni fara fram utandyra að teknu tilliti til ítrustu sóttvarna og að skólasund félli niður. Var þetta gert eftir ítarlega yfirferð yfir stöðuna, í ljósi leiðbeininga sóttvarnaryfirvalda og í samráði við almannavarnir höfuðborgarsvæðisins. Tilgangur aðgerða var að vernda og viðhalda skólastarfi og var lögð áhersla á að takmarka blöndun barna og unglinga milli ólíkra leik- og grunnskóla höfuðborgarsvæðisins. Eitt smit í leik- og grunnskólum getur leitt til að stórir hópar eða fleiri en einn skóli þurfi að fara í sóttkví. Staðan var endurmetin í gær á fundi með sviðsstjórum skóla- og frístundasviða sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og starfsfólki almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, að íþróttakennsla innandyra og sundkennsla hefjist aftur 3. nóvember. Þann dag fellur úr gildi bráðabirgða ákvæði um höfuðborgarsvæðið í reglugerð nr. 1016 sem snýr að takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar. Íþrótta- og tómstundastarf barna fædd 2005 og síðar utan skóla mun einnig hefjast 3. nóvember, en erfitt er að tryggja að ekki eigi sér stað umfram blöndun en sú sem er í skólastarfi. Í bráðabirgðar ákvæði í reglugerðinni sem snýr að höfuðborgarsvæðinu kemur fram að ekki er heimilt að blanda saman ólíkum hópum umfram það sem er í gildi í skólum. Blöndun í íþróttum og tómstundum barna og ungmenna er í flestöllum tilfellum önnur en sú sem er í gildi í skólum barnanna. Í dag var fundur með Almannavörnum höfuðborgarsvæðisins, fulltrúm sveitarfélaganna, ÍSÍ, sérsamböndum innan ÍSÍ og héraðssambanda á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaða fundarins var að börn fædd 2004 og eldri geti hafið æfingar í íþróttamannvirkjum á vegum sveitarfélaganna og félaganna 26. október n.k. Þetta er afmarkað með þeim skilyrðum sem reglugerð heilbrigðisráðherra frá 19. október segir til um vegna íþróttastarfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að íþróttastarfsemi sem krefst snertingar eða hætta er á snertingu milli fólks eða starfsemin krefst mikillar nálægðar eða þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér er óheimil. Íþróttafólk sem með þessu fá leyfi til æfinga gæti því vel að fjarlægðarmörkum sem eru 2 metrar og gæti einnig að almennum persónubundnum sóttvörnum. Við teljum að með því að stöðva íþróttakennslu innandyra og sundkennslu í upphafi mánaðar hafi sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gert allt sem hægt var til að koma í veg fyrir enn fleiri smit meðal skólabarna og fækka þeim sem þurfa að fara í sóttkví ef uppkoma smit í þeirra skóla. Það að þurfa að fara í sóttkví er ekki léttvægt og hvað þá síendurtekið eins og dæmin sanna. Þessar ákvarðanir eru teknar í ljósi þess að höfuðborgarsvæðið er á viðkvæmum tíma í faraldrinum og næstu dagar eru mikilvægt að fara varlega sem aldrei fyrr til að við náum tökum á þessari bylgju svo hægt verði aftur að draga úr sóttvarnarráðstöfunum í stað þess að framlengja núverandi aðgerðir eða jafnvel herða frekar á þeim ef við missum tökin.
Íþróttir barna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira