Mercedes-Benz verðmætasta lúxusbílamerkið fjórða árið í röð Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. október 2020 07:00 Mercedes-Benz er fjórða árið í röð verðmætasta lúxusbílamerki í heimi. Vörumerki Mercedes-Benz er metið verðmætasta vörumerki lúxusbifreiða á árlegum lista Interbrands yfir verðmætustu vörumerkin. Mercedes-Benz er í áttunda sæti á lista Interbrands yfir verðmætustu vörumerki heims og eina evrópska fyrirtækið sem kemst á listann. Þetta er fjórða árið í röð sem Mercedes-Benz er metið verðmætasta lúxusbílamerki heims að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Öskju, umboðsaðila Mercedes-Benz á Íslandi. Mercedes-Benz er metið á um 50 milljarða dollara. Þetta er í 21 skipti sem bandaríska Interbrand stofnunin velur verðmætustu vörumerki heims en það þykir afar eftirsótt að komast á listann. Mercedes-Benz S-Class er lúxusvagn. „Við erum afar ánægð og stolt að halda efsta sætinu fjórða árið í röð yfir verðmætustu lúxusbílamerkin og vera enn eitt árið í topp 10 yfir verðmætustu vörumerki heims. Þetta er mikil viðurkenning og það hafa verið erfiðir tímar í bílageiranum um allan heim vegna Covid-19. Lykillinn að þessum góða árangri er að fyrirtækið horfir til þarfa viðskiptavina. Þessi viðurkenning staðfestir að Mercedes-Benz býður upp á framúrskarandi bíla og þjónustu,“ segir Bettina Fetzer, aðstoðarforstjóri markaðsmála hjá Mercedes-Benz. Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent
Vörumerki Mercedes-Benz er metið verðmætasta vörumerki lúxusbifreiða á árlegum lista Interbrands yfir verðmætustu vörumerkin. Mercedes-Benz er í áttunda sæti á lista Interbrands yfir verðmætustu vörumerki heims og eina evrópska fyrirtækið sem kemst á listann. Þetta er fjórða árið í röð sem Mercedes-Benz er metið verðmætasta lúxusbílamerki heims að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Öskju, umboðsaðila Mercedes-Benz á Íslandi. Mercedes-Benz er metið á um 50 milljarða dollara. Þetta er í 21 skipti sem bandaríska Interbrand stofnunin velur verðmætustu vörumerki heims en það þykir afar eftirsótt að komast á listann. Mercedes-Benz S-Class er lúxusvagn. „Við erum afar ánægð og stolt að halda efsta sætinu fjórða árið í röð yfir verðmætustu lúxusbílamerkin og vera enn eitt árið í topp 10 yfir verðmætustu vörumerki heims. Þetta er mikil viðurkenning og það hafa verið erfiðir tímar í bílageiranum um allan heim vegna Covid-19. Lykillinn að þessum góða árangri er að fyrirtækið horfir til þarfa viðskiptavina. Þessi viðurkenning staðfestir að Mercedes-Benz býður upp á framúrskarandi bíla og þjónustu,“ segir Bettina Fetzer, aðstoðarforstjóri markaðsmála hjá Mercedes-Benz.
Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent