„Franska afbrigðið“ virðist meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. október 2020 12:08 Alma Möller, landlæknir, ítrekaði mikilvægi þess að allir hugi vel að sóttvörnum og forðist hópamyndun á upplýsingafundi í dag. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem það afbrigði kórónuveirunnar sem kom inn til landsins með tveimur frönskum ferðamönnum í ágúst sé meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar sem greinst hafa hér á landi. Þetta sagði Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hún sagði smitstuðulinn benda til þessa auk raðgreiningar erlendis frá. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, ræddi þetta einnig í Kastljósi í gærkvöldi. Þar sagði hann að svo virtist sem þetta afbrigði veirunnar væri óvanalega smitandi. Það hefði þó ekki enn verið sannað en þetta tiltekna afbrigði veirunnar hefur valdið yfirstandandi bylgju faraldursins hérlendis. Landlæknir lagði áherslu á það í máli sínu á upplýsingafundi í dag að allir tækju sig á í smitvörnum. Það þyrfti að þvo hendurnar með sápu í tuttugu sekúndur, spritta hendur eða þvo þær áður en komið væri við sameiginlega snertifleti og líka spritta eftir að hafa snert slíka fleti. Þá benti Alma sérstaklega á stigaganga fjölbýlishúsa og nauðsyn þess að þrífa þá og sameiginlega snertifleti þar. Fólk ætti að forðast að vera með hendur í andlitinu því veiran ætti þá greiða leið inn í líkamann í gegnum augu, nef og/eða munn. Einnig væri mikilvægt virða tveggja metra regluna, nota grímu þegar við á og forðast hópamyndun. „Við þurfum eiginlega að þétta okkar innsta hring meðan veiran gengur svona. Þetta er auðvitað sérstaklega mikilvægt fyrir þá sem tilheyra áhættuhópum. Síðan verður ekki nægilega oft sagt að við eigum að vera heima ef við erum með einkenni sem geta samræmst Covid. Þá eigum við að sækjast eftir sýnatöku og vera heima þangað til að svar um að við séum ekki með Covid liggur fyrir,“ sagði Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira
Svo virðist sem það afbrigði kórónuveirunnar sem kom inn til landsins með tveimur frönskum ferðamönnum í ágúst sé meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar sem greinst hafa hér á landi. Þetta sagði Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hún sagði smitstuðulinn benda til þessa auk raðgreiningar erlendis frá. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, ræddi þetta einnig í Kastljósi í gærkvöldi. Þar sagði hann að svo virtist sem þetta afbrigði veirunnar væri óvanalega smitandi. Það hefði þó ekki enn verið sannað en þetta tiltekna afbrigði veirunnar hefur valdið yfirstandandi bylgju faraldursins hérlendis. Landlæknir lagði áherslu á það í máli sínu á upplýsingafundi í dag að allir tækju sig á í smitvörnum. Það þyrfti að þvo hendurnar með sápu í tuttugu sekúndur, spritta hendur eða þvo þær áður en komið væri við sameiginlega snertifleti og líka spritta eftir að hafa snert slíka fleti. Þá benti Alma sérstaklega á stigaganga fjölbýlishúsa og nauðsyn þess að þrífa þá og sameiginlega snertifleti þar. Fólk ætti að forðast að vera með hendur í andlitinu því veiran ætti þá greiða leið inn í líkamann í gegnum augu, nef og/eða munn. Einnig væri mikilvægt virða tveggja metra regluna, nota grímu þegar við á og forðast hópamyndun. „Við þurfum eiginlega að þétta okkar innsta hring meðan veiran gengur svona. Þetta er auðvitað sérstaklega mikilvægt fyrir þá sem tilheyra áhættuhópum. Síðan verður ekki nægilega oft sagt að við eigum að vera heima ef við erum með einkenni sem geta samræmst Covid. Þá eigum við að sækjast eftir sýnatöku og vera heima þangað til að svar um að við séum ekki með Covid liggur fyrir,“ sagði Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira