Ríkisstjórnin ræðir minnisblað Þórólfs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2020 08:58 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur fyrr í faraldrinum boðað til blaðamannafundar í framhaldi af reglubundnum ríkisstjórnarfundum í Ráðherrabústaðnum. Fróðlegt verður að sjá hvort ríkisstjórnin kynni aðgerðirnar fram undan að loknum fundi í dag. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin kemur saman í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan níu í dag til fundar. Á dagskrá er meðal annars minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem skilaði tillögum sínum að hertum aðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra síðdegis í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í gær að hann hygðist leggja til hertari aðgerðir innanlands til þess sporna gegn frekari útbreiðslu veirunnar. Hann sagði mikilvægt að hertar aðgerðir tækju gildi sem fyrst. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði fyrr í vikunni að hún ætti von á að ný reglugerð tæki gildi þriðjudaginn 3. nóvember. Þá rennur út gildistími hertra reglna á höfuðborgarsvæðinu. Ráðherra hefur sagst að mestu hafa fylgt tillögum sóttvarnalæknis hingað til og þannig gefið í skyn að sú verði raunin áfram. Sóttvarnalæknir hefur meðal annars talað fyrir breytingum á landamærum. Að krefjast þess að þeir sem koma frá ákveðnum löndum fari í tvöfalda skimun og eigi ekki kost á tveggja vikna sóttkví án prófs. „Ég hef að jafnaði fallist á tillögur sóttvarnalæknis og myndi gera í því tilviki líka. En það þarf að skoða þetta með lögmætiskröfuna, þ.e. þær tillögur þurfa að byggja á gildandi lögum,“ sagði Svandís á miðvikudag. Ríkisstjórnin fundar alla jafna á þriðjudögum og föstudögum þannig að fundurinn í dag er hefðbundinn. Reikna má með að drjúgur tími fundarins fari í umræðu um hertar aðgerðir. Fundurinn hefst klukkan níu og stendur að jafnaði ekki skemur en í klukkustund og yfirleitt nokkuð lengur. Vísir mun fylgjast með gangi mála í Ráðherrabústaðnum og ræða við ráðherra að loknum fundi. Uppfært klukkan 9:23 með þeim upplýsingum að fundur ríkisstjórnar er hafinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
Ríkisstjórnin kemur saman í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan níu í dag til fundar. Á dagskrá er meðal annars minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem skilaði tillögum sínum að hertum aðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra síðdegis í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í gær að hann hygðist leggja til hertari aðgerðir innanlands til þess sporna gegn frekari útbreiðslu veirunnar. Hann sagði mikilvægt að hertar aðgerðir tækju gildi sem fyrst. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði fyrr í vikunni að hún ætti von á að ný reglugerð tæki gildi þriðjudaginn 3. nóvember. Þá rennur út gildistími hertra reglna á höfuðborgarsvæðinu. Ráðherra hefur sagst að mestu hafa fylgt tillögum sóttvarnalæknis hingað til og þannig gefið í skyn að sú verði raunin áfram. Sóttvarnalæknir hefur meðal annars talað fyrir breytingum á landamærum. Að krefjast þess að þeir sem koma frá ákveðnum löndum fari í tvöfalda skimun og eigi ekki kost á tveggja vikna sóttkví án prófs. „Ég hef að jafnaði fallist á tillögur sóttvarnalæknis og myndi gera í því tilviki líka. En það þarf að skoða þetta með lögmætiskröfuna, þ.e. þær tillögur þurfa að byggja á gildandi lögum,“ sagði Svandís á miðvikudag. Ríkisstjórnin fundar alla jafna á þriðjudögum og föstudögum þannig að fundurinn í dag er hefðbundinn. Reikna má með að drjúgur tími fundarins fari í umræðu um hertar aðgerðir. Fundurinn hefst klukkan níu og stendur að jafnaði ekki skemur en í klukkustund og yfirleitt nokkuð lengur. Vísir mun fylgjast með gangi mála í Ráðherrabústaðnum og ræða við ráðherra að loknum fundi. Uppfært klukkan 9:23 með þeim upplýsingum að fundur ríkisstjórnar er hafinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira