Hátt í 10% íbúa Dalvíkurbyggðar í sóttkví: „Okkur tekst að sigrast á þessu eins og öðru“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 23:31 Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri í Dalvíkurbyggð, boðaði til rafræns íbúafundar í dag þar sem farið var yfir stöðu mála. Öll leikskólabörn og starfsfólk leikskólans Krílakots á Dalvík eru í sóttkví eftir að fimm starfsmenn leikskólans greindust með covid-19. Alls eru nú 178 í sóttkví í Dalvíkurbyggð sem nemur hátt í 10% íbúa sveitarfélagsins. Sveitarstjóri segir mikinn samhug í samfélaginu en um 500 manns tóku þátt í rafrænum upplýsingafundi sem sveitarstjóri boðaði til síðdegis í dag. „Það eru 178 í sóttkví, það eru 1900 í öllu sveitarfélaginu þannig að þetta er heilmikill fjöldi. Það skýrist nú mest af því að við lentum með leikskólann í sóttkví. Öll börn og starfsmenn leikskólans á Krílakoti,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri í samtali við Vísi. „Það er mjög hátt hlutfall af þeim sem eru í sóttkví. Það verður ekki skimun fyrr en á fimmtudag eða föstudag núna í vikunni. Það verður í fyrsta lagi hægt að opna hann aftur á mánudag.“ Ekki fyrsta áskorunin sem Dalvíkingar takast á við á þessu ári Katrín segir að ekki hafi verið gripið til neinna sérstakra ráðstafana umfram það sem ráðlagt hefur verið af hálfu aðgerðastjórnar almannavarna, sóttvarnayfirvalda og heilsugæslunnar á svæðinu. „En við höfum verið að leitast við að upplýsa íbúa um alvarleika málsins og hvetja fólk til þess að fara að fullu eftir öllum sóttvarnareglum og gæta að sér og halda sig bara alveg til hlés næstu dagana,“ segir Katrín Fundurinn í dag hafi verið boðaður til að upplýsa íbúa um stöðu mála og helstu ráðstafanir en fulltrúar almannavarna og aðgerðarstjórnar tóku þátt í fundinum. „Þetta var mjög vel sóttur fundur, það voru hátt í fimm hundruð manns sem hlustuðu þannig að vonandi höfum við náð til íbúanna sem mest,“ segir Katrín. „Fólk hefur svo sem áhyggjur af stöðunni en ég held að þessi upplýsingafundur hafi kannski náð að róa fólk aðeins og veita svör við því sem íbúunum brennur á hjarta. Það er mjög mikill samhugur og samkennd hérna í samfélaginu. Þannig okkur tekst að sigrast á þessu eins og öðru sem að okkur hefur verið rétt upp í hendurnar á þessu ári,“ segir Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dalvíkurbyggð Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Öll leikskólabörn og starfsfólk leikskólans Krílakots á Dalvík eru í sóttkví eftir að fimm starfsmenn leikskólans greindust með covid-19. Alls eru nú 178 í sóttkví í Dalvíkurbyggð sem nemur hátt í 10% íbúa sveitarfélagsins. Sveitarstjóri segir mikinn samhug í samfélaginu en um 500 manns tóku þátt í rafrænum upplýsingafundi sem sveitarstjóri boðaði til síðdegis í dag. „Það eru 178 í sóttkví, það eru 1900 í öllu sveitarfélaginu þannig að þetta er heilmikill fjöldi. Það skýrist nú mest af því að við lentum með leikskólann í sóttkví. Öll börn og starfsmenn leikskólans á Krílakoti,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri í samtali við Vísi. „Það er mjög hátt hlutfall af þeim sem eru í sóttkví. Það verður ekki skimun fyrr en á fimmtudag eða föstudag núna í vikunni. Það verður í fyrsta lagi hægt að opna hann aftur á mánudag.“ Ekki fyrsta áskorunin sem Dalvíkingar takast á við á þessu ári Katrín segir að ekki hafi verið gripið til neinna sérstakra ráðstafana umfram það sem ráðlagt hefur verið af hálfu aðgerðastjórnar almannavarna, sóttvarnayfirvalda og heilsugæslunnar á svæðinu. „En við höfum verið að leitast við að upplýsa íbúa um alvarleika málsins og hvetja fólk til þess að fara að fullu eftir öllum sóttvarnareglum og gæta að sér og halda sig bara alveg til hlés næstu dagana,“ segir Katrín Fundurinn í dag hafi verið boðaður til að upplýsa íbúa um stöðu mála og helstu ráðstafanir en fulltrúar almannavarna og aðgerðarstjórnar tóku þátt í fundinum. „Þetta var mjög vel sóttur fundur, það voru hátt í fimm hundruð manns sem hlustuðu þannig að vonandi höfum við náð til íbúanna sem mest,“ segir Katrín. „Fólk hefur svo sem áhyggjur af stöðunni en ég held að þessi upplýsingafundur hafi kannski náð að róa fólk aðeins og veita svör við því sem íbúunum brennur á hjarta. Það er mjög mikill samhugur og samkennd hérna í samfélaginu. Þannig okkur tekst að sigrast á þessu eins og öðru sem að okkur hefur verið rétt upp í hendurnar á þessu ári,“ segir Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dalvíkurbyggð Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira