Átta smitaðir í hópsýkingu í Hvassaleiti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2020 15:11 Íbúðirnar fyrir eldri borgara eru við Hvassaleiti 56-58. Reykjavíkurborg Átta hafa greinst með Covid-19 í hópsýkingu sem kom upp í íbúðum fyrir eldri borgara í Hvassaleiti 56-58 í síðustu viku. Meðal greindu eru tveir starfsmenn og sex íbúar en einn síðarnefndu lést á Landspítalanum um helgina. Alls dvelja 58 í umræddu húsi. „Staðan er sú að fyrripart síðustu viku greinist íbúi með smit og í kjölfarið greinast fleiri íbúar og tveir starfsmenn,“ segir Bryndís Hreiðarsdóttir, starfandi verkefnastjóri félagsstarfs Reykjavíkurborgar sem rekið er á fyrstu hæð hússins. „Þá var tekin ákvörðun um að stór hópur íbúa færi í skimun og þá bætast við tvö smit til viðbótar. Þá voru allir settir í sóttkví.“ Allir starfsmenn félagsstarfsins og nokkrir aðrir einstaklingar sem sinna þjónustu við íbúa voru sendir í sýnatöku en á morgun er stefnt að því að taka sýni hjá öllum íbúum hússins. Að sögn Bryndísar mun sýntatakan fara fram á heimilum fólks. Félagsstarfinu var lokað strax og smit komu upp. „Við vinnum þetta allt í samstarfi við Almannavarnir,“ segir Bryndís, ákvarðanir um framhaldið verði teknar þegar niðurstöður úr sýnatökum liggja fyrir á morgun. „Við vonum af öllu hjarta að það hafi náðst að komast fyrir þetta. Íbúarnir hafa staðið sig ótrúlega vel og sýnt mikið æðruleysi, og allir sem komið hafa að.“ Hún segir íbúann sem lést hafa verið vinsælan í húsinu og að hans verði sárt saknað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Eldri borgarar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Átta hafa greinst með Covid-19 í hópsýkingu sem kom upp í íbúðum fyrir eldri borgara í Hvassaleiti 56-58 í síðustu viku. Meðal greindu eru tveir starfsmenn og sex íbúar en einn síðarnefndu lést á Landspítalanum um helgina. Alls dvelja 58 í umræddu húsi. „Staðan er sú að fyrripart síðustu viku greinist íbúi með smit og í kjölfarið greinast fleiri íbúar og tveir starfsmenn,“ segir Bryndís Hreiðarsdóttir, starfandi verkefnastjóri félagsstarfs Reykjavíkurborgar sem rekið er á fyrstu hæð hússins. „Þá var tekin ákvörðun um að stór hópur íbúa færi í skimun og þá bætast við tvö smit til viðbótar. Þá voru allir settir í sóttkví.“ Allir starfsmenn félagsstarfsins og nokkrir aðrir einstaklingar sem sinna þjónustu við íbúa voru sendir í sýnatöku en á morgun er stefnt að því að taka sýni hjá öllum íbúum hússins. Að sögn Bryndísar mun sýntatakan fara fram á heimilum fólks. Félagsstarfinu var lokað strax og smit komu upp. „Við vinnum þetta allt í samstarfi við Almannavarnir,“ segir Bryndís, ákvarðanir um framhaldið verði teknar þegar niðurstöður úr sýnatökum liggja fyrir á morgun. „Við vonum af öllu hjarta að það hafi náðst að komast fyrir þetta. Íbúarnir hafa staðið sig ótrúlega vel og sýnt mikið æðruleysi, og allir sem komið hafa að.“ Hún segir íbúann sem lést hafa verið vinsælan í húsinu og að hans verði sárt saknað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Eldri borgarar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira