„Virkilega ömurlegt að vakna í dag!“ Jakob Bjarnar skrifar 4. nóvember 2020 11:39 Nokkrir af þeim sem hafa tjáð sig um kosningarnar í Bandaríkjunum. Björk Eiðsdóttir, Sirrí og Gylfi Magnússon eru ekki kát. Það er Kristinn Hrafnsson ekki heldur og reiður í þokkabót; hann telur ekki við það búandi að kannanir sýni svo skakka mynd og raun ber vitni. Óhætt er að segja að nokkur vonbrigði hafi brotist út víða á samfélagsmiðlum í nótt og nú í morgun þegar Íslendingar áttuðu sig á því, með stírur í augum sumir – aðrir stjarfir eftir vökunótt – að ýmislegt bendir til þess að Donald Trump forseti Bandaríkjanna muni hafa sigur í forsetakosningunum vestan hafs. Vart er ofsagt að flestir Íslendingar hafi vonast til þess að bandarískir kjósendur myndu gefa Trump rauða spjaldið en svo virðist ekki vera. Því er grunnt á því góða og má greina gremju í tali margra þeirra sem tjáð hafa sig í morgun. Vísir skautaði yfir Facebook nú í morgun og það var heldur dauft hljóðið í mannskapnum. Þetta er ekki einu sinni fyndið Þannig beinir Kristinn Hrafnsson reiði sinni í garð þeirra sem spáðu fyrir um sigur Joe Biden og hann lætur sig ekki muna um að skjóta sendiboðann í leiðinni því íslenskir fjölmiðlar áttu ekkert með það, að mati Kristins, að greina frá slíkum spám. „Íslenskur almenningur á núna að krefjast skýringa á því af hverju þessi niðurstaða sprettur fram þrátt fyrir að flestir fjölmiðlar töldu þeim trú um að þetta væri fjarstæður veruleiki,“ segir Kristinn meðal annars í pistli sem hann ritaði í nótt. Hann segir íslenskan almenning vakna til stórra spurninga. Allt bendi til að Trump verði forseti næstu fjögur árin þrátt fyrir að flestir „sérfræðingar“ teldu slíkt nánast útilokað. Þetta er lokafærsla mín á kosninganótt. Myndin sýnir nánast örugga niðurstöðu í flestum fylkjum. Læt liggja milli hluta...Posted by Kristinn Hrafnsson on Þriðjudagur, 3. nóvember 2020 Gylfi Magnússon lektor við HÍ og fyrrverandi fjármálaráðherra Íslands er ekki að orðlengja þetta: „Úff. Fjögur ár í viðbót.“ Og Illugi Jökulsson rithöfundur segir: „Þetta er ekki einu sinni fyndið.“ Vitlausar kannanir Fjölmargir lýsa yfir sárum vonbrigðum. *“Ótrúlegt að fylgjast með þessu. Ég er búinn að slökkva í bili. Setti á sellókonsert eftir Haydn,“ segir Einar Karl Friðriksson ráðgjafi. Og Gunnar Smári Egilsson fjölmiðlamaður er á svipuðum slóðum og Kristinn Hrafnsson. Hann segir umhugsunarefni að kannanir séu svo misvísandi og telur einsýnt að þeir sem setji þær fram séu demókratar. „Það er ekki bara að heildarniðurstaðan sé vitlaus heldur er ljóst að spá fyrir hvert fylki verður vitlausari eftir því að farið er lengra frá ströndunum, það er því augljóst að vigtun kannana byggjast á afstöðu fólksins á svæðum sem hallast mjög að demókrötum.“ Án þess að fullyrða hver vinnur forsetakosningarnar þá er ljóst að þessi síða er einn af töpurunum. Það er ekki bara að...Posted by Gunnar Smári Egilsson on Miðvikudagur, 4. nóvember 2020 What happend America? Björk Eiðsdóttir blaðamaður setur kall með skeifu við sína færslu til marks um að hún sé leið. „Virkilega ömurlegt að vakna í dag! Verra en fyrir fjórum árum því nú eru kjósendur með reynslu af þessu fífli! What happened America?“ Sirrí Arnardóttir fyrirlesari og fjölmiðlakona er meðal fjölmargra sem tjá sig á vegg Bjarkar og hún segir: „Ég er miður mín.“ Og Þórunn Erna Clausen leik- og tónlistarkona segir: „Já, Jesús minn, þetta er rosalegt allt saman.“ Bryndís Ásmundsdóttir leikkona tekur einnig þátt í umræðum á þeim vettvangi og hún býður upp á athyglisverða greiningu á Bandaríkjamönnum upp til hópa: „Þetta er lýsandi dæmi um þolendur ofbeldis… Stútfullt af ranghugmyndum, treysta ekki eigin dómgreind, fara bara eftir því sem sagt er … Þessi snarvitlausi einstaklingur er gargandi narcisisti, siðblindingi og ofbeldismaður með meiru, sannfæring, síendurtekning og gaslýsing er meðal annars það sem hann notar … og fólk bara blindast og þorir ekki öðru en að fylgja þessum andskota!“ Átta ár af Trump er of mikið Og Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingar fórnar höndum á sínum Facebookvegg. Hann vill meina að átta ár af Trump í lífi hvers manns sé alltof alltof mikið. Að hafa 8 ár af Trump væri alltof stórt hlutfall af lífi okkar allra.Posted by Ágúst Ólafur Ágústsson on Þriðjudagur, 3. nóvember 2020 Kristján Guy Burgess ráðgjafi, eiginmaður Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur alþingismanns, vill þó ekki gefa upp alla von um að Biden sigri og hvetur mannskapinn til að tapa nú ekki gleðinni. Óþægilega spennandi kosningar! Sýnist á öllu að þegar öll atkvæði verða talin að Biden nái þessu. Veltur á atkvæðum í...Posted by Kristjan Guy Burgess on Miðvikudagur, 4. nóvember 2020 Einar Gautur Steingrímsson lögmaður notar tækifærið og gaukar að ráðleggingu á sínum Facebookvegg til Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins: „Þar sem Trump er að vinna vill hann hætta talningu. Bjarni Ben ætti að gera þetta þegar atkvæði hafa verið talin í Garðabæ og Seltjarnarnesi í næstu kosningum,“ segir Einar Gautur og bætir við broskalli svona til að sverfa oddinn af orðum sínum. Twitter elskar að hata Trump Þannig er hljóðið meira og minna í mannskapnum á Facebook, þó einhverjir vilji nú gefa sig fram með þau skilaboð að þeir hafi nú séð þetta fyrir allan tímann. Og ekki vantar að ýmsir séu sársvekktir sem tjá sig á Twitter einnig þó sá samfélagsmiðill hafi verið helsti vettvangur Trumps sjálfs. Hulda Hólmkelsdóttir upplýsingafulltrúi þingflokks Vinstri grænna er ekki kát þó hún kunni þá kúnst að gera grín að sjálfri sér. Allt í einu fannst mér ofboðslega sorglegt hversu margir bókstaflega misstu svefn útaf Trump í nótt. En heilinn á mér er líka 40% mæjónes og ég er að vinna á 4 tíma svefni.— Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm) November 4, 2020 Og þannig gengur dælan, ljóst er að þó einhverjir hrósi sigri, og þykist jafnvel hafa vitað hvað klukkan sló, eru margir þeirra Íslendinga sem tjá sig á samfélagsmiðlum í hálfgerðu áfalli. Var að vakna. Vissi ekki að tilfinningin gæti verið verri en fyrir fjórum árum. Líður eins og heiminum sé ekki við bjargandi. #kosningar2020— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) November 4, 2020 Vaknaði akkúrat í þann mund sem Trump sagðist vilja hætta að telja atkvæði og lýsti furðulega yfir sigri. Er núna að reyna að sofna aftur til að komast hjá þessari martröð. #kosningar2020— nikólína hildur (@hikolinanildur) November 4, 2020 Ég er að spá í að vaka þangað til úrslit kosninganna eru orðin ljós. Ég geri því ráð fyrir að vera vakandi næstu 4-6 vikurnar.— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) November 3, 2020 Það var allan tímann vitað að þetta myndi vera strategía Trump og Repúblikana. Banna lykilfylkjum að vinna úr innsendu atkvæðum fyrr en á kjördag, vitandi að meirihluti þeirra væru Demókratar. Reyna svo að krefjast þess að sigurinn væri í höfn og hætt yrði að telja #kosningar2020— Alexandra Briem (@OfurAlex) November 4, 2020 Samfélagsmiðlar Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Óhætt er að segja að nokkur vonbrigði hafi brotist út víða á samfélagsmiðlum í nótt og nú í morgun þegar Íslendingar áttuðu sig á því, með stírur í augum sumir – aðrir stjarfir eftir vökunótt – að ýmislegt bendir til þess að Donald Trump forseti Bandaríkjanna muni hafa sigur í forsetakosningunum vestan hafs. Vart er ofsagt að flestir Íslendingar hafi vonast til þess að bandarískir kjósendur myndu gefa Trump rauða spjaldið en svo virðist ekki vera. Því er grunnt á því góða og má greina gremju í tali margra þeirra sem tjáð hafa sig í morgun. Vísir skautaði yfir Facebook nú í morgun og það var heldur dauft hljóðið í mannskapnum. Þetta er ekki einu sinni fyndið Þannig beinir Kristinn Hrafnsson reiði sinni í garð þeirra sem spáðu fyrir um sigur Joe Biden og hann lætur sig ekki muna um að skjóta sendiboðann í leiðinni því íslenskir fjölmiðlar áttu ekkert með það, að mati Kristins, að greina frá slíkum spám. „Íslenskur almenningur á núna að krefjast skýringa á því af hverju þessi niðurstaða sprettur fram þrátt fyrir að flestir fjölmiðlar töldu þeim trú um að þetta væri fjarstæður veruleiki,“ segir Kristinn meðal annars í pistli sem hann ritaði í nótt. Hann segir íslenskan almenning vakna til stórra spurninga. Allt bendi til að Trump verði forseti næstu fjögur árin þrátt fyrir að flestir „sérfræðingar“ teldu slíkt nánast útilokað. Þetta er lokafærsla mín á kosninganótt. Myndin sýnir nánast örugga niðurstöðu í flestum fylkjum. Læt liggja milli hluta...Posted by Kristinn Hrafnsson on Þriðjudagur, 3. nóvember 2020 Gylfi Magnússon lektor við HÍ og fyrrverandi fjármálaráðherra Íslands er ekki að orðlengja þetta: „Úff. Fjögur ár í viðbót.“ Og Illugi Jökulsson rithöfundur segir: „Þetta er ekki einu sinni fyndið.“ Vitlausar kannanir Fjölmargir lýsa yfir sárum vonbrigðum. *“Ótrúlegt að fylgjast með þessu. Ég er búinn að slökkva í bili. Setti á sellókonsert eftir Haydn,“ segir Einar Karl Friðriksson ráðgjafi. Og Gunnar Smári Egilsson fjölmiðlamaður er á svipuðum slóðum og Kristinn Hrafnsson. Hann segir umhugsunarefni að kannanir séu svo misvísandi og telur einsýnt að þeir sem setji þær fram séu demókratar. „Það er ekki bara að heildarniðurstaðan sé vitlaus heldur er ljóst að spá fyrir hvert fylki verður vitlausari eftir því að farið er lengra frá ströndunum, það er því augljóst að vigtun kannana byggjast á afstöðu fólksins á svæðum sem hallast mjög að demókrötum.“ Án þess að fullyrða hver vinnur forsetakosningarnar þá er ljóst að þessi síða er einn af töpurunum. Það er ekki bara að...Posted by Gunnar Smári Egilsson on Miðvikudagur, 4. nóvember 2020 What happend America? Björk Eiðsdóttir blaðamaður setur kall með skeifu við sína færslu til marks um að hún sé leið. „Virkilega ömurlegt að vakna í dag! Verra en fyrir fjórum árum því nú eru kjósendur með reynslu af þessu fífli! What happened America?“ Sirrí Arnardóttir fyrirlesari og fjölmiðlakona er meðal fjölmargra sem tjá sig á vegg Bjarkar og hún segir: „Ég er miður mín.“ Og Þórunn Erna Clausen leik- og tónlistarkona segir: „Já, Jesús minn, þetta er rosalegt allt saman.“ Bryndís Ásmundsdóttir leikkona tekur einnig þátt í umræðum á þeim vettvangi og hún býður upp á athyglisverða greiningu á Bandaríkjamönnum upp til hópa: „Þetta er lýsandi dæmi um þolendur ofbeldis… Stútfullt af ranghugmyndum, treysta ekki eigin dómgreind, fara bara eftir því sem sagt er … Þessi snarvitlausi einstaklingur er gargandi narcisisti, siðblindingi og ofbeldismaður með meiru, sannfæring, síendurtekning og gaslýsing er meðal annars það sem hann notar … og fólk bara blindast og þorir ekki öðru en að fylgja þessum andskota!“ Átta ár af Trump er of mikið Og Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingar fórnar höndum á sínum Facebookvegg. Hann vill meina að átta ár af Trump í lífi hvers manns sé alltof alltof mikið. Að hafa 8 ár af Trump væri alltof stórt hlutfall af lífi okkar allra.Posted by Ágúst Ólafur Ágústsson on Þriðjudagur, 3. nóvember 2020 Kristján Guy Burgess ráðgjafi, eiginmaður Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur alþingismanns, vill þó ekki gefa upp alla von um að Biden sigri og hvetur mannskapinn til að tapa nú ekki gleðinni. Óþægilega spennandi kosningar! Sýnist á öllu að þegar öll atkvæði verða talin að Biden nái þessu. Veltur á atkvæðum í...Posted by Kristjan Guy Burgess on Miðvikudagur, 4. nóvember 2020 Einar Gautur Steingrímsson lögmaður notar tækifærið og gaukar að ráðleggingu á sínum Facebookvegg til Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins: „Þar sem Trump er að vinna vill hann hætta talningu. Bjarni Ben ætti að gera þetta þegar atkvæði hafa verið talin í Garðabæ og Seltjarnarnesi í næstu kosningum,“ segir Einar Gautur og bætir við broskalli svona til að sverfa oddinn af orðum sínum. Twitter elskar að hata Trump Þannig er hljóðið meira og minna í mannskapnum á Facebook, þó einhverjir vilji nú gefa sig fram með þau skilaboð að þeir hafi nú séð þetta fyrir allan tímann. Og ekki vantar að ýmsir séu sársvekktir sem tjá sig á Twitter einnig þó sá samfélagsmiðill hafi verið helsti vettvangur Trumps sjálfs. Hulda Hólmkelsdóttir upplýsingafulltrúi þingflokks Vinstri grænna er ekki kát þó hún kunni þá kúnst að gera grín að sjálfri sér. Allt í einu fannst mér ofboðslega sorglegt hversu margir bókstaflega misstu svefn útaf Trump í nótt. En heilinn á mér er líka 40% mæjónes og ég er að vinna á 4 tíma svefni.— Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm) November 4, 2020 Og þannig gengur dælan, ljóst er að þó einhverjir hrósi sigri, og þykist jafnvel hafa vitað hvað klukkan sló, eru margir þeirra Íslendinga sem tjá sig á samfélagsmiðlum í hálfgerðu áfalli. Var að vakna. Vissi ekki að tilfinningin gæti verið verri en fyrir fjórum árum. Líður eins og heiminum sé ekki við bjargandi. #kosningar2020— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) November 4, 2020 Vaknaði akkúrat í þann mund sem Trump sagðist vilja hætta að telja atkvæði og lýsti furðulega yfir sigri. Er núna að reyna að sofna aftur til að komast hjá þessari martröð. #kosningar2020— nikólína hildur (@hikolinanildur) November 4, 2020 Ég er að spá í að vaka þangað til úrslit kosninganna eru orðin ljós. Ég geri því ráð fyrir að vera vakandi næstu 4-6 vikurnar.— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) November 3, 2020 Það var allan tímann vitað að þetta myndi vera strategía Trump og Repúblikana. Banna lykilfylkjum að vinna úr innsendu atkvæðum fyrr en á kjördag, vitandi að meirihluti þeirra væru Demókratar. Reyna svo að krefjast þess að sigurinn væri í höfn og hætt yrði að telja #kosningar2020— Alexandra Briem (@OfurAlex) November 4, 2020
Samfélagsmiðlar Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent