Biden og Trump sýni að kennitalan skiptir engu máli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2020 14:14 Þórunn fyrir miðju ásamt Rögnvaldi Ólafssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni og Önnu Steinsen fyrirlesara. Almannavarnir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, beindi orðum sínum til eldri borgara á upplýsingafundi Embætti landlæknis og Almannavarna í dag. Hún sagði haustið hafa verið erfitt en eldri borgarar þessa lands væru þrautseigir og myndu tímana tvenna. Fundurinn í dag var með öðruvísi sniði en reglulegu fundirnir með þríeykinu á mánudögum og fimmtudögum. Auk Þórunnar mætti Anna Steinsen fyrirlesari á fundinn og talaði um samskipti foreldra við börn sín á tímum þar sem svo margir sinna fjarvinnu. Mikilvægt að hreyfa sig Þórunn lagði mikla áherslu á gildi hreyfingar hjá eldra fólki. Fólk ætti að fara út ef það eigi þess kost en annars nýta önnur rými, svo sem langa ganga, til að fara í göngutúra. Til standi að opna íþróttahús ÍR fyrir eldra fólki svo það geti farið í göngutúra. Þá ráðlagði hún fólki að fara snemma og versla í matinn til að forðast margmenni. Einnig að vera með minnislista á sér til að kaupin gengju sem hraðast fyrir sig. Þannig minnkaði fólk áhættu á smiti enda kemst það í snertingu við færra fólk með styttri veru í verslunum. Möguleiki á að versla á netinu og panta heim væri líka fyrir hendi. Þá væri upplagt að nýta tæknikunnáttu yngra fólks varðandi slíka hluti og sömuleiðis að kenna á spjaldtölvur og snjallsíma. Varðandi önnur erindi, sem mega bíða, taldi hún rétt að leggja þau á hilluna á meðan hörðustu aðgerðirnar, sem standa að óbreyttu til 17. nóvember, standa yfir. Hvetur til sjálfboðavinnu Þórunn hvatti Íslendinga til að gerast sjálfboðaliðar. Horfði hún til Danaveldis í þeim efnum þar sem stór hluti þjóðarinnar er sjálfboðaliði að hennar sögn. „Við getum rofið einmanaleika með því að hjálpa öðrum. Brettum upp ermar,“ sagði Þórunn og hvatti fólk til að gerast símavini og svo heimsóknarvini þegar það verður leyft á ný. Donald Trump og Joe Biden keppa um forseteaembætti Bandaríkjanna en þeir eru báðir á áttræðisaldri. „Takið upp símann, hringið í vin eða barnabörn - eða hvern sem er,“ sagði Þórunn og minnti á að 45 þúsund eldri borgarar væru í landinu. Sterkur og duglegur hópur. Trump og Biden í eldlínunni Ótrúlega seigum hópi sem skipti höfuðmál í samfélaginu og muni tímana tvenna, svo sem eftir kreppunni 1930 og skömmtunarseðlum. Þá horfði hún vestur um haf þar sem forsetakosningar standa yfir og óljóst hvort Joe Biden eða Donald Trump yrði næsti forseti. Þar færi þó í báðum tilfellum einstaklingur á áttræðisaldri. Sem sýni að kennitalan skipti engu máli. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Tengdar fréttir Óvænt vörukynning á upplýsingafundi almannavarna Þórunn Sveinbjörnsdóttir dró óvænt úr pússi sínu tvær fernur af Næringu + frá MS og mælti með þeim næringarríka próteindrykk. 4. nóvember 2020 13:33 Svona var 131. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 4. nóvember 2020 10:16 Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. 4. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, beindi orðum sínum til eldri borgara á upplýsingafundi Embætti landlæknis og Almannavarna í dag. Hún sagði haustið hafa verið erfitt en eldri borgarar þessa lands væru þrautseigir og myndu tímana tvenna. Fundurinn í dag var með öðruvísi sniði en reglulegu fundirnir með þríeykinu á mánudögum og fimmtudögum. Auk Þórunnar mætti Anna Steinsen fyrirlesari á fundinn og talaði um samskipti foreldra við börn sín á tímum þar sem svo margir sinna fjarvinnu. Mikilvægt að hreyfa sig Þórunn lagði mikla áherslu á gildi hreyfingar hjá eldra fólki. Fólk ætti að fara út ef það eigi þess kost en annars nýta önnur rými, svo sem langa ganga, til að fara í göngutúra. Til standi að opna íþróttahús ÍR fyrir eldra fólki svo það geti farið í göngutúra. Þá ráðlagði hún fólki að fara snemma og versla í matinn til að forðast margmenni. Einnig að vera með minnislista á sér til að kaupin gengju sem hraðast fyrir sig. Þannig minnkaði fólk áhættu á smiti enda kemst það í snertingu við færra fólk með styttri veru í verslunum. Möguleiki á að versla á netinu og panta heim væri líka fyrir hendi. Þá væri upplagt að nýta tæknikunnáttu yngra fólks varðandi slíka hluti og sömuleiðis að kenna á spjaldtölvur og snjallsíma. Varðandi önnur erindi, sem mega bíða, taldi hún rétt að leggja þau á hilluna á meðan hörðustu aðgerðirnar, sem standa að óbreyttu til 17. nóvember, standa yfir. Hvetur til sjálfboðavinnu Þórunn hvatti Íslendinga til að gerast sjálfboðaliðar. Horfði hún til Danaveldis í þeim efnum þar sem stór hluti þjóðarinnar er sjálfboðaliði að hennar sögn. „Við getum rofið einmanaleika með því að hjálpa öðrum. Brettum upp ermar,“ sagði Þórunn og hvatti fólk til að gerast símavini og svo heimsóknarvini þegar það verður leyft á ný. Donald Trump og Joe Biden keppa um forseteaembætti Bandaríkjanna en þeir eru báðir á áttræðisaldri. „Takið upp símann, hringið í vin eða barnabörn - eða hvern sem er,“ sagði Þórunn og minnti á að 45 þúsund eldri borgarar væru í landinu. Sterkur og duglegur hópur. Trump og Biden í eldlínunni Ótrúlega seigum hópi sem skipti höfuðmál í samfélaginu og muni tímana tvenna, svo sem eftir kreppunni 1930 og skömmtunarseðlum. Þá horfði hún vestur um haf þar sem forsetakosningar standa yfir og óljóst hvort Joe Biden eða Donald Trump yrði næsti forseti. Þar færi þó í báðum tilfellum einstaklingur á áttræðisaldri. Sem sýni að kennitalan skipti engu máli.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Tengdar fréttir Óvænt vörukynning á upplýsingafundi almannavarna Þórunn Sveinbjörnsdóttir dró óvænt úr pússi sínu tvær fernur af Næringu + frá MS og mælti með þeim næringarríka próteindrykk. 4. nóvember 2020 13:33 Svona var 131. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 4. nóvember 2020 10:16 Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. 4. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Óvænt vörukynning á upplýsingafundi almannavarna Þórunn Sveinbjörnsdóttir dró óvænt úr pússi sínu tvær fernur af Næringu + frá MS og mælti með þeim næringarríka próteindrykk. 4. nóvember 2020 13:33
Svona var 131. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 4. nóvember 2020 10:16
Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. 4. nóvember 2020 12:04