Tesla opnaði stærstu hleðslustöð landsins Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 5. nóvember 2020 07:01 Tesla Model 3 á hleðslubás við Staðarskála. Tesla opnaði stærstu hleðslustöð landsins við Staðarskála í gærmorgun. Stöðin er samkvæmt fréttatilkynningu frá Tesla sú lang öflugasta á landinu. Hún verður jafnframt sú fyrsta á landinu sem notast við þriðju kynslóðar ofurhleðslutæknina. Stöðin er á planinu við N1 Staðarskála og er með átta ofurhleðslu bása. Hver þeirra getur boðið upp á allt að 250 kW. Staðarskáli er vinsæll áningarstaður á leiðinni á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Tesla ætlar sér með þessu að tengja saman norður- og suðurhluta landsins. Stöðin á að gera ferðir rafbíla mögulegar um áður ótroðnar slóðir. Nýja hleðslustöðin við Staðarskála. Frekari áætlanir um ofurhleðslustöðvar Tesla hefur metnaðarfullar áætlanir um uppbyggingu hleðslustöðva á Íslandi. Samkvæmt korti frá Tesla eru uppi áætlanir um að setja upp stöðvar á Akureyri og Egilsstöðum á þessu ári. Enn er ekki komin dagsetning á hvenær slík stöð opnar á Kirkjubæjarklaustri, en það er í kortunum, bókstaflega. Hleðslubásarnir átta. Þriðju kynslóðar hleðslutækni Ofurhleðslan er fyrst og fremst hugsuð til notkunar á ferðalögum. Stöðvarnar sem eru af þriðju kynslóð geta eins og áður segir hlaðið af miklu afli, eða allt að 250kW. Dagleg hleðsla ætti alla jafna að fara fram í hefðbundnum hleðslustöðum. Hægt er að setja af stað ferli í bílnum þegar stefnan er tekin á ofurhleðslustöð sem tryggir að bíllinn komi á stöðina með rafhlöðurnar í sem ákjósanlegustu hitastigi. Þetta getur dregið úr hleðslutíma um allt að 25%. Vistvænir bílar Tesla Húnaþing vestra Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent
Tesla opnaði stærstu hleðslustöð landsins við Staðarskála í gærmorgun. Stöðin er samkvæmt fréttatilkynningu frá Tesla sú lang öflugasta á landinu. Hún verður jafnframt sú fyrsta á landinu sem notast við þriðju kynslóðar ofurhleðslutæknina. Stöðin er á planinu við N1 Staðarskála og er með átta ofurhleðslu bása. Hver þeirra getur boðið upp á allt að 250 kW. Staðarskáli er vinsæll áningarstaður á leiðinni á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Tesla ætlar sér með þessu að tengja saman norður- og suðurhluta landsins. Stöðin á að gera ferðir rafbíla mögulegar um áður ótroðnar slóðir. Nýja hleðslustöðin við Staðarskála. Frekari áætlanir um ofurhleðslustöðvar Tesla hefur metnaðarfullar áætlanir um uppbyggingu hleðslustöðva á Íslandi. Samkvæmt korti frá Tesla eru uppi áætlanir um að setja upp stöðvar á Akureyri og Egilsstöðum á þessu ári. Enn er ekki komin dagsetning á hvenær slík stöð opnar á Kirkjubæjarklaustri, en það er í kortunum, bókstaflega. Hleðslubásarnir átta. Þriðju kynslóðar hleðslutækni Ofurhleðslan er fyrst og fremst hugsuð til notkunar á ferðalögum. Stöðvarnar sem eru af þriðju kynslóð geta eins og áður segir hlaðið af miklu afli, eða allt að 250kW. Dagleg hleðsla ætti alla jafna að fara fram í hefðbundnum hleðslustöðum. Hægt er að setja af stað ferli í bílnum þegar stefnan er tekin á ofurhleðslustöð sem tryggir að bíllinn komi á stöðina með rafhlöðurnar í sem ákjósanlegustu hitastigi. Þetta getur dregið úr hleðslutíma um allt að 25%.
Vistvænir bílar Tesla Húnaþing vestra Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent