Ætlar að sýna hvað hægt er að gera mikið án þess að rústa öllu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 21:35 Soffía Dögg Garðarsdóttir fer af stað með þættina Skreytum hús, hér á Vísi þann 10. nóvember. Samhliða því fara þættirnir einnig inn á Maraþon. Vísir/Vilhelm „Við þurfum ekkert að henda öllu út eða eiga bara ákveðin merki til þess að gera fallegt,“ segir Soffía Garðarsdóttir, en hún fer í næstu viku af stað með nýja hönnunarþætti hér á Vísi. Þættirnir kallast Skreytum hús, en Soffía hefur í mörg ár haldið úti bloggsíðu, Facebook hópum og samfélagsmiðlum undir því nafni. Soffía Dögg er blómaskreytir og mikill fagurkeri og hefur skrifað á síðuna Skreytum hús síðan árið 2010. Í þáttunum sýnir hún meðal annars sniðugar lausnir fyrir heimilið. Markmiðið er að endurhanna og breyta en leitast við það að nota það sem til er fyrir og ekki leggja aðeins áherslu á að kaupa nýja hluti. Soffía segir að það hafi gengið vonum framar að vinna þættina. „Allt varðandi ferlið hefur verið ótrúlega skemmtilegt og bara draumi líkast. Ég hef gengið lengi með þessa hugmynd í kollinum og að ýta henni úr vör var bara snilld. Var líka svo heppin að fá að vinna áfram með frábærum fyrirtækjum sem ég hef unnið með lengi, og það er svo dýrmætt að fara áfram í svona verkefni með svona stuðning við bakið. Soffía tók þættina upp í miðjum heimsfaraldri, en allt gekk þó vel. Hefur ekki enn séð framan í samstarfsfólkið Heimsfaraldurinn hefur vissulega sett sinn svip á tökurnar en Soffía hefur þó náð að láta næstum allt ganga upp, með jákvæðnina að vopni. „Covid hefur haft þau áhrif að ég hef til dæmis ekki séð framan í myndatökuliðið mitt ennþá. Það er auðvitað bara þannig að við gætum þess að vera með allt á hreinu í þessum málum, sótthreinsum okkur og tökuliðið er með grímur og hanska. Sjálf fékk ég að sleppa grímu því það er víst ekki eins gaman að horfa framan í fólk tala í lengri tíma þegar tveir þriðju hlutar andlitsins eru huldir. Eins taka búðaferðir og annað slíkt töluvert lengri tíma.“ Soffía heldur úti vinsælum samfélagsmiðlum eins og Skreytum hús Facebook hópnum og Skreytum hús á Instagram og Snapchat. Hún er því alls ekki óvön því að vera fyrir framan myndavélina, en þetta er hennar fyrsti þáttur. Skreytum hús er með stóran fylgjendahóp á samfélagsmiðlum og telur hópurinn á Facebook yfir 70.000 meðlimi og hópurinn á Instagram tæplega 12.000. „Þetta hefur verið ótrúlega lítið mál í raun og veru. Það versta við að stjórna ekki vélinni sjálfur er að maður getur ekki passað upp á að vera í góðu sjónarhorni. En ég ætla að fara fram á miklar og góðar tæknibrellur í komandi seríum sem gera mann smooth eins og ungabarn,“ segir Soffía og hlær. Gat ekki beðið eftir að byrja Hundruð umsókna bárust frá einstaklingum um land allt um að fá að taka þátt og fékk Soffía svo það hlutverk að velja rýmin fyrir þættina. „Það voru sex aðilar valdir inn þar sem þetta eru sex þættir. Ég fór og hitti alla og það fór strax vel á með okkur, þannig að málið gekk mjög hratt fyrir sig. Það var að vísu ein sem þurfti að hætta við á miðri leið, en slíkt getur gerst á bestu bæjum.“ Við lokavalið komu myndirnar að góðum notum og fylgdi Soffía innsæinu. „Það var eiginlega eitthvað við myndirnar úr hverju rými sem fékk mig til þess að stoppa og skoða. Stundum er það bara um leið og ég sé myndina þá sé ég fyrir mér eitthvað sem væri skemmtilegt að gera og get hreinlega ekki beðið eftir að komast á staðinn og hefjast handa.“ Þættirnir fara í loftið 10. nóvember hér á Vísi og fara samhliða því inn á Maraþon. „Ég reyndi að hafa þetta mjög fjölbreytt. Í fyrsta þættinum erum við með fyrstu íbúð hjá hjúkrunarfræðing og þetta er alveg dásamlegt ris. Svo er það 12 ára dama sem er að detta í unglinginn og hafði sterkar skoðanir á hvernig hennar pláss ætti að verða. Hjónaherbergi sem hafði verið umsetið börnum og rimlarúmi í 15 ár og nú var bara að gera kózý. Tvö barnaherbergi – hjá stelpu og strák, eins árs og þriggja ára. Svo er það setustofa og svefnherbergi. Ég er í raun enn að velja inn eitt rými til viðbótar, en er með nokkur í sjónlínu sem koma til greina.“ Það er svo einn þáttur sem er ólíkur öllum hinum. „Við vorum sem lánsöm að fá tækifæri til þess að aðstoða Hlaðgerðarkot og breyta rýmum fyrir þau. Hlaðgerðarkot er meðferðarheimili þar sem veitt er meðferð við áfengis -og vímuefnaröskun. Hlaðgerðarkot er staðsett í Mosfellsdal og hefur verið starfrækt frá árinu 1947. Kvennaálman þar var svo sannarlega komin á tíma og með aðstoð frá þessum frábæru fyrirtækjum sem ég er að vinna með þá ætlum við að umbreyta tveimur rýmum fyrir þau og gera falleg og notaleg.“ Fyllist eldmóði Hún segir að helsta áskorunin sé stundum það að fá fólk til þess að sjá það sem hún sér. „Ég sé svo oft fyrir mér alls konar breytingar, og ýti stundum aðeins á kassann og það er svo gaman að fá fólk til þess að treysta og sleppa, og leyfa mér að hlaupa áfram með mínar hugmyndir.“ Soffía Dögg Garðarsdóttir.Vísir/Vilhelm Þættirnir eru einlægir og falla nokkur tár yfir breytingunum, sem er skiljanlegt í svona skemmtilegum verkefnum. „Það er auðvitað ótrúlega gaman að sjá viðbrögðin hjá fólki þegar það kemur inn í rýmin sín og sér þau umbreytt, það gleður alltaf ótrúlega mikið. Svo finnst mér líka stórkostlegt að fá að kynnast öllu þessu dásamlega fólki sem hefur tekið þátt í þessu með mér, hvort sem það eru þátttakendur eða bara myndatökuliðið mitt. Það hafa allir verið svo samhentir í að gera eitthvað jákvætt og skemmtilegt og þetta fyllir mann bara eldmóði í að halda áfram og gera enn meira og skemmtilegra.“ Heimilin segja sögu Hún segir að umfram allt eigi þessir þættir að vera hvetjandi. „Ég vildi sýna fram á hvað er hægt að gera ótrúlega mikið, án þess kannski að rústa öllu og vonandi ýta bara sem flestum upp úr sófanum og í það að endurskoða plássið sitt. Við þurfum ekkert að henda öllu út eða eiga bara ákveðin merki til þess að gera fallegt.“ Frá tökum á þáttunum Skreytum hús. Þó að Soffía taki rými í gegn í þáttunum er það þó alls ekki þannig að hún hendi út öllu sem var þar fyrir eða skipti öllum persónulegum munum út fyrir eitthvað nýtt. „Sko í mínum huga er fátt eitt persónulegra en heimili, og þau eiga að segja sögu þeirra sem þar búa. Þetta er ekki pláss fyrir neinn annan en heimilisfólk og maður á alltaf að umlykja sig þeim hlutum sem láta mann líða vel og bara gleðja mann.“ Klippa: Skreytum hús - sýnishorn Hús og heimili Tíska og hönnun Skreytum hús Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Við þurfum ekkert að henda öllu út eða eiga bara ákveðin merki til þess að gera fallegt,“ segir Soffía Garðarsdóttir, en hún fer í næstu viku af stað með nýja hönnunarþætti hér á Vísi. Þættirnir kallast Skreytum hús, en Soffía hefur í mörg ár haldið úti bloggsíðu, Facebook hópum og samfélagsmiðlum undir því nafni. Soffía Dögg er blómaskreytir og mikill fagurkeri og hefur skrifað á síðuna Skreytum hús síðan árið 2010. Í þáttunum sýnir hún meðal annars sniðugar lausnir fyrir heimilið. Markmiðið er að endurhanna og breyta en leitast við það að nota það sem til er fyrir og ekki leggja aðeins áherslu á að kaupa nýja hluti. Soffía segir að það hafi gengið vonum framar að vinna þættina. „Allt varðandi ferlið hefur verið ótrúlega skemmtilegt og bara draumi líkast. Ég hef gengið lengi með þessa hugmynd í kollinum og að ýta henni úr vör var bara snilld. Var líka svo heppin að fá að vinna áfram með frábærum fyrirtækjum sem ég hef unnið með lengi, og það er svo dýrmætt að fara áfram í svona verkefni með svona stuðning við bakið. Soffía tók þættina upp í miðjum heimsfaraldri, en allt gekk þó vel. Hefur ekki enn séð framan í samstarfsfólkið Heimsfaraldurinn hefur vissulega sett sinn svip á tökurnar en Soffía hefur þó náð að láta næstum allt ganga upp, með jákvæðnina að vopni. „Covid hefur haft þau áhrif að ég hef til dæmis ekki séð framan í myndatökuliðið mitt ennþá. Það er auðvitað bara þannig að við gætum þess að vera með allt á hreinu í þessum málum, sótthreinsum okkur og tökuliðið er með grímur og hanska. Sjálf fékk ég að sleppa grímu því það er víst ekki eins gaman að horfa framan í fólk tala í lengri tíma þegar tveir þriðju hlutar andlitsins eru huldir. Eins taka búðaferðir og annað slíkt töluvert lengri tíma.“ Soffía heldur úti vinsælum samfélagsmiðlum eins og Skreytum hús Facebook hópnum og Skreytum hús á Instagram og Snapchat. Hún er því alls ekki óvön því að vera fyrir framan myndavélina, en þetta er hennar fyrsti þáttur. Skreytum hús er með stóran fylgjendahóp á samfélagsmiðlum og telur hópurinn á Facebook yfir 70.000 meðlimi og hópurinn á Instagram tæplega 12.000. „Þetta hefur verið ótrúlega lítið mál í raun og veru. Það versta við að stjórna ekki vélinni sjálfur er að maður getur ekki passað upp á að vera í góðu sjónarhorni. En ég ætla að fara fram á miklar og góðar tæknibrellur í komandi seríum sem gera mann smooth eins og ungabarn,“ segir Soffía og hlær. Gat ekki beðið eftir að byrja Hundruð umsókna bárust frá einstaklingum um land allt um að fá að taka þátt og fékk Soffía svo það hlutverk að velja rýmin fyrir þættina. „Það voru sex aðilar valdir inn þar sem þetta eru sex þættir. Ég fór og hitti alla og það fór strax vel á með okkur, þannig að málið gekk mjög hratt fyrir sig. Það var að vísu ein sem þurfti að hætta við á miðri leið, en slíkt getur gerst á bestu bæjum.“ Við lokavalið komu myndirnar að góðum notum og fylgdi Soffía innsæinu. „Það var eiginlega eitthvað við myndirnar úr hverju rými sem fékk mig til þess að stoppa og skoða. Stundum er það bara um leið og ég sé myndina þá sé ég fyrir mér eitthvað sem væri skemmtilegt að gera og get hreinlega ekki beðið eftir að komast á staðinn og hefjast handa.“ Þættirnir fara í loftið 10. nóvember hér á Vísi og fara samhliða því inn á Maraþon. „Ég reyndi að hafa þetta mjög fjölbreytt. Í fyrsta þættinum erum við með fyrstu íbúð hjá hjúkrunarfræðing og þetta er alveg dásamlegt ris. Svo er það 12 ára dama sem er að detta í unglinginn og hafði sterkar skoðanir á hvernig hennar pláss ætti að verða. Hjónaherbergi sem hafði verið umsetið börnum og rimlarúmi í 15 ár og nú var bara að gera kózý. Tvö barnaherbergi – hjá stelpu og strák, eins árs og þriggja ára. Svo er það setustofa og svefnherbergi. Ég er í raun enn að velja inn eitt rými til viðbótar, en er með nokkur í sjónlínu sem koma til greina.“ Það er svo einn þáttur sem er ólíkur öllum hinum. „Við vorum sem lánsöm að fá tækifæri til þess að aðstoða Hlaðgerðarkot og breyta rýmum fyrir þau. Hlaðgerðarkot er meðferðarheimili þar sem veitt er meðferð við áfengis -og vímuefnaröskun. Hlaðgerðarkot er staðsett í Mosfellsdal og hefur verið starfrækt frá árinu 1947. Kvennaálman þar var svo sannarlega komin á tíma og með aðstoð frá þessum frábæru fyrirtækjum sem ég er að vinna með þá ætlum við að umbreyta tveimur rýmum fyrir þau og gera falleg og notaleg.“ Fyllist eldmóði Hún segir að helsta áskorunin sé stundum það að fá fólk til þess að sjá það sem hún sér. „Ég sé svo oft fyrir mér alls konar breytingar, og ýti stundum aðeins á kassann og það er svo gaman að fá fólk til þess að treysta og sleppa, og leyfa mér að hlaupa áfram með mínar hugmyndir.“ Soffía Dögg Garðarsdóttir.Vísir/Vilhelm Þættirnir eru einlægir og falla nokkur tár yfir breytingunum, sem er skiljanlegt í svona skemmtilegum verkefnum. „Það er auðvitað ótrúlega gaman að sjá viðbrögðin hjá fólki þegar það kemur inn í rýmin sín og sér þau umbreytt, það gleður alltaf ótrúlega mikið. Svo finnst mér líka stórkostlegt að fá að kynnast öllu þessu dásamlega fólki sem hefur tekið þátt í þessu með mér, hvort sem það eru þátttakendur eða bara myndatökuliðið mitt. Það hafa allir verið svo samhentir í að gera eitthvað jákvætt og skemmtilegt og þetta fyllir mann bara eldmóði í að halda áfram og gera enn meira og skemmtilegra.“ Heimilin segja sögu Hún segir að umfram allt eigi þessir þættir að vera hvetjandi. „Ég vildi sýna fram á hvað er hægt að gera ótrúlega mikið, án þess kannski að rústa öllu og vonandi ýta bara sem flestum upp úr sófanum og í það að endurskoða plássið sitt. Við þurfum ekkert að henda öllu út eða eiga bara ákveðin merki til þess að gera fallegt.“ Frá tökum á þáttunum Skreytum hús. Þó að Soffía taki rými í gegn í þáttunum er það þó alls ekki þannig að hún hendi út öllu sem var þar fyrir eða skipti öllum persónulegum munum út fyrir eitthvað nýtt. „Sko í mínum huga er fátt eitt persónulegra en heimili, og þau eiga að segja sögu þeirra sem þar búa. Þetta er ekki pláss fyrir neinn annan en heimilisfólk og maður á alltaf að umlykja sig þeim hlutum sem láta mann líða vel og bara gleðja mann.“ Klippa: Skreytum hús - sýnishorn
Hús og heimili Tíska og hönnun Skreytum hús Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira