Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Allt bendir nú til þess að demókratinn Joe Biden verði næsti forseti Bandaríkjanna. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Í tímanum verður einnig rætt við unga konu sem fékk ekki viðeigandi meðferð á Landspítalanum við krabbameini vegna kórónuveirunnar. Nú hefur krabbameinið stökkbreyst og þarf hún að fara í erfiða lyfjameðferð. Framkvæmdastjóri Krafts upplifa fleiri sem eru með krabbamein óöryggi, nú þegar eftirlit er takmarkað.

Einnig verður fjallað um förgun fjár í Skagafirði, við verðum í beinni frá landsfundi Samfylkingarinnar og tökum púlsinn á neyslu landans á tímum kórónuveirunnar - en Íslendingar virðast vera sólgnir í afþreyingu og jólin.

Og talandi um jólin - við kíkjum á vel skreytt jólahús í Hveragerði.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×