Stoðar ekki að fullyrða eingöngu um kosningasvik Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 22:04 Hannes Hólmsteinn Gissurarson (t.h.) telur viðbrögð Donalds Trump Bandaríkjaforseta við niðurstöðum kosninganna óskynsamleg. Samsett/GEtty/Stefán Óli Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði telur að velgengni Trumps í fjármálum og ástum eigi þátt í því að honum vegnaði betur í forsetakosningunum en kannanir spáðu fyrir um. Trump sé maður sem marga langi til að vera. Þá telur Hannes viðbrögð forsetans við niðurstöðum kosninganna óskynsamleg. Hannes ræddi stöðu kosninganna í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann taldi margar skýringar á því af hverju Trump hefði vegnað betur í kosningunum en skoðanakannanir vestanhafs sögðu til um í aðdragandanum. „Ein er auðvitað að skálkurinn í leikritinu er alltaf sá sem er mest spennandi. Mefistófeles í Faust, til dæmis. Annað er að Trump kemur dálítið eins og utangarðsmaður í stjórnmálabaráttuna í Bandaríkjunum og þar, eins og annars staðar, finnst mönnum sem stjórnmálamenn séu alltof mikið gefnir fyrir málamiðlanir en hann hefur verið í því að höggva á hnúta,“ sagði Hannes. Meginskýringarnar lægju þó einkum í því sem Trump hafði áorkað áður en hann varð forseti. „Hann er það sem marga langar til að vera. Hann er milljarðamæringur sem á fallega konu, er í sjónvarpsþáttum og svo framvegis, og hann segir það sem marga langar til að segja. Hann segir til dæmis fréttamönnum til syndanna, hann ræðst á menn. Hann tekur þessa snobbuðu elítu sem er á austurströndinni til bæna. Þetta finnst fólki dálítið skemmtilegt. En auðvitað er Trump öðrum þræði óheflaður ruddi.“ Þá kvaðst Hannes þeirrar skoðunar að Trump væri ekki hægri maður heldur popúlisti. Hann hefði þó verið kröftugur í kosningabaráttunni – og hefði staðið sig vel sem forseti. Þannig hefði hann til dæmis lækkað skatta og ekki farið í stríð. „Það sem hann hefur sagt hefur verið miklu verra en það sem hann hefur gert,“ sagði Hannes. Biden dagfarsprúðari en Trump Þá taldi hann ólíklegt að Trump bjóði sig fram í forsetakosningunum eftir fjögur ár, líkt og haldið hefur verið á lofti undanfarna daga. Viðbrögð forsetans við niðurstöðu kosninganna sem nú blasir við, þ.e. sigri Joe Biden, taldi Hannes jafnframt ekki skynsamleg. „Það er að segja, ef það hafa verið einhver kosningasvik einhvers staðar á auðvitað að leiðrétta það. En þá verður auðvitað að leggja fram gögn um það. Það þýðir ekki eingöngu að fullyrða það,“ sagði Hannes. Trump hefur ítrekað haldið því ranglega fram að framin hafi verið kosningasvik í lykilríkjum sem Biden hefur verið lýstur sigurvegari í, eða mun að öllum líkindum vinna. Framboði Trumps hefur hins vegar ekki tekist að færa neinar sönnur á slíkt. Og um Joe Biden, sem verður líklega næsti forseti Bandaríkjanna, hafði Hannes þetta að segja: „Biden verður rólegri og kurteisari maður, dagfarsprúðari heldur en Trump, en ég held það muni kveða heldur lítið að honum.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Biden með fingurgómana á pálmanum: hvað gerist næst? Flestir virðast sammála um að það sé aðeins tímaspursmál þar til einhver stóru miðlanna í Bandaríkjunum ríður á vaðið og lýsir Biden sigurvegara í einhverju þeirra ríkja þar sem enn er talið og þar með kjörinn forseta. 6. nóvember 2020 17:54 Twitter bannar Bannon sem kallar eftir afhöfðun Fauci Samfélagsmiðillinn Twitter hefur lokað á Steve Bannon, fyrrum ráðgjafa Donald Trump og ritstjóra Breitbart, eftir að Bannon kallaði eftir afhöfðun Anthony Fauci og Christopher Wray. Ummælin lét Bannon falla í hlaðvarpinu War Room, sem var dreift á samfélagsmiðlum. 6. nóvember 2020 12:59 Repúblikanaflokkurinn klofinn vegna ásakana Trump Nokkrir leiðtogar Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi tóku undir stoðlausar ásakanir Donalds Trump forseta um kosningasvik eftir ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Einn fyrrverandi forsetaframbjóðandi lýsti yfirlýsingum forsetans aftur á móti sem „hættulegum“. 6. nóvember 2020 11:52 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði telur að velgengni Trumps í fjármálum og ástum eigi þátt í því að honum vegnaði betur í forsetakosningunum en kannanir spáðu fyrir um. Trump sé maður sem marga langi til að vera. Þá telur Hannes viðbrögð forsetans við niðurstöðum kosninganna óskynsamleg. Hannes ræddi stöðu kosninganna í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann taldi margar skýringar á því af hverju Trump hefði vegnað betur í kosningunum en skoðanakannanir vestanhafs sögðu til um í aðdragandanum. „Ein er auðvitað að skálkurinn í leikritinu er alltaf sá sem er mest spennandi. Mefistófeles í Faust, til dæmis. Annað er að Trump kemur dálítið eins og utangarðsmaður í stjórnmálabaráttuna í Bandaríkjunum og þar, eins og annars staðar, finnst mönnum sem stjórnmálamenn séu alltof mikið gefnir fyrir málamiðlanir en hann hefur verið í því að höggva á hnúta,“ sagði Hannes. Meginskýringarnar lægju þó einkum í því sem Trump hafði áorkað áður en hann varð forseti. „Hann er það sem marga langar til að vera. Hann er milljarðamæringur sem á fallega konu, er í sjónvarpsþáttum og svo framvegis, og hann segir það sem marga langar til að segja. Hann segir til dæmis fréttamönnum til syndanna, hann ræðst á menn. Hann tekur þessa snobbuðu elítu sem er á austurströndinni til bæna. Þetta finnst fólki dálítið skemmtilegt. En auðvitað er Trump öðrum þræði óheflaður ruddi.“ Þá kvaðst Hannes þeirrar skoðunar að Trump væri ekki hægri maður heldur popúlisti. Hann hefði þó verið kröftugur í kosningabaráttunni – og hefði staðið sig vel sem forseti. Þannig hefði hann til dæmis lækkað skatta og ekki farið í stríð. „Það sem hann hefur sagt hefur verið miklu verra en það sem hann hefur gert,“ sagði Hannes. Biden dagfarsprúðari en Trump Þá taldi hann ólíklegt að Trump bjóði sig fram í forsetakosningunum eftir fjögur ár, líkt og haldið hefur verið á lofti undanfarna daga. Viðbrögð forsetans við niðurstöðu kosninganna sem nú blasir við, þ.e. sigri Joe Biden, taldi Hannes jafnframt ekki skynsamleg. „Það er að segja, ef það hafa verið einhver kosningasvik einhvers staðar á auðvitað að leiðrétta það. En þá verður auðvitað að leggja fram gögn um það. Það þýðir ekki eingöngu að fullyrða það,“ sagði Hannes. Trump hefur ítrekað haldið því ranglega fram að framin hafi verið kosningasvik í lykilríkjum sem Biden hefur verið lýstur sigurvegari í, eða mun að öllum líkindum vinna. Framboði Trumps hefur hins vegar ekki tekist að færa neinar sönnur á slíkt. Og um Joe Biden, sem verður líklega næsti forseti Bandaríkjanna, hafði Hannes þetta að segja: „Biden verður rólegri og kurteisari maður, dagfarsprúðari heldur en Trump, en ég held það muni kveða heldur lítið að honum.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Biden með fingurgómana á pálmanum: hvað gerist næst? Flestir virðast sammála um að það sé aðeins tímaspursmál þar til einhver stóru miðlanna í Bandaríkjunum ríður á vaðið og lýsir Biden sigurvegara í einhverju þeirra ríkja þar sem enn er talið og þar með kjörinn forseta. 6. nóvember 2020 17:54 Twitter bannar Bannon sem kallar eftir afhöfðun Fauci Samfélagsmiðillinn Twitter hefur lokað á Steve Bannon, fyrrum ráðgjafa Donald Trump og ritstjóra Breitbart, eftir að Bannon kallaði eftir afhöfðun Anthony Fauci og Christopher Wray. Ummælin lét Bannon falla í hlaðvarpinu War Room, sem var dreift á samfélagsmiðlum. 6. nóvember 2020 12:59 Repúblikanaflokkurinn klofinn vegna ásakana Trump Nokkrir leiðtogar Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi tóku undir stoðlausar ásakanir Donalds Trump forseta um kosningasvik eftir ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Einn fyrrverandi forsetaframbjóðandi lýsti yfirlýsingum forsetans aftur á móti sem „hættulegum“. 6. nóvember 2020 11:52 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Biden með fingurgómana á pálmanum: hvað gerist næst? Flestir virðast sammála um að það sé aðeins tímaspursmál þar til einhver stóru miðlanna í Bandaríkjunum ríður á vaðið og lýsir Biden sigurvegara í einhverju þeirra ríkja þar sem enn er talið og þar með kjörinn forseta. 6. nóvember 2020 17:54
Twitter bannar Bannon sem kallar eftir afhöfðun Fauci Samfélagsmiðillinn Twitter hefur lokað á Steve Bannon, fyrrum ráðgjafa Donald Trump og ritstjóra Breitbart, eftir að Bannon kallaði eftir afhöfðun Anthony Fauci og Christopher Wray. Ummælin lét Bannon falla í hlaðvarpinu War Room, sem var dreift á samfélagsmiðlum. 6. nóvember 2020 12:59
Repúblikanaflokkurinn klofinn vegna ásakana Trump Nokkrir leiðtogar Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi tóku undir stoðlausar ásakanir Donalds Trump forseta um kosningasvik eftir ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Einn fyrrverandi forsetaframbjóðandi lýsti yfirlýsingum forsetans aftur á móti sem „hættulegum“. 6. nóvember 2020 11:52