Skreytum hús: „Vá þetta er bara allt annað“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 09:30 Í fyrsta þætti af Skreytum hús breytti Soffía Dögg Garðarsdóttir fallegu rými í risíbúð í Reykjavík. Þættirnir eru sýndir á Vísi alla þriðjudaga. Skreytum hús „Fyrir þættina fékk ég mörg hundruð umsóknir, en það var eitthvað við myndina af risíbúðinni hennar Elfu sem stoppaði mig um leið,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir í fyrsta þættinum af Skreytum hús, sem fór í loftið á Vísi í dag. Hjúkrunarfræðingurinn Elfa Rún Guðmundsdóttir býr í fallegri íbúð í miðbæ Reykjavíkur og Soffía Dögg tekur til hendinni í stofunni hjá henni og einnig í öðrum herbergjum. „Ég keypti þessa íbúð í mars, fékk hana svo afhenta í ágúst og svolítið bara henti öllum húsgögnunum mínum inn og hélt svo bara áfram með lífið,“ útskýrir Elfa. Svona var stofan hjá Elfu fyrir breytingar.Skreytum hús Hlýlegri stofa á óskalistanum Stofan hennar var í aðalhlutverki í þættinum en þar var stór hvítur og tómur veggur sem Soffía beið spennt eftir að breyta. Rýmið fyrir breytingarnar.Skreytum hús „Þessi veggur alveg kallaði á að við myndum setja hillur á hann,“ segir Soffía. Elfa bað einnig um aðstoð við að finna réttan stað fyrir sjónvarpið. Soffía Dögg er einstaklega sniðug við að endurraða húsgögnum og nýta það sem til er á heimilinu í svona breytingum stað þess að kaupa allt nýtt. „Það sem mig langaði að gera var að gera stofuna aðeins hlýlegri og skemmtilegri,“ segir Elfa. Þá var komið markmið með breytingunum. Eins og sjá má í þættinum, var hún ótrúlega ánægð með útkomuna þegar Soffía Dögg hleypti henni aftur inn á heimilið eftir breytingarnar. Hægt er að horfa á fyrsta þáttinn af Skreytum hús í spilaranum hér fyrir neðan en þættirnir verða einnig aðgengilegir á Stöð 2 Maraþon. Mottan er akkerið „Við viljum skapa „contrast“ og dýpt. Með því til dæmis að setja fallegan lit á endavegginn,“ sagði Soffía Dögg um ástæðu þess að hún vildi mála í rýminu. Hvítir veggir, hvítur panell og hvítir bitar í loftinu væri að láta allt renna saman í eitt. Elfa valdi fölbleikan lit og gjörbreytti það rýminu. „Mér fannst svona smá óþægilegt að velja bleikan lit til þess að mála stofuna mína,“ segir Elfa en hún málaði vegginn sjálf og setti saman húsgögnin sem þær höfðu valið saman. Hún raðaði öllum hlutunum sínum á eldhúsborðið og þá mætti Soffía með bílinn fullan af vörum til viðbótar. Soffía Dögg bætti við glerskáp sem passaði vel í hornið og bætti geymsluplássi við rýmið. Þær völdu líka svartan skenk til að tengja við svarta litin í skápnum og vegghillunum.Skreytum hús „Svo ætla ég að senda þig út að fá þér kaffisopa og svo kalla ég á þig þegar ég er búin,“ segir Soffía Dögg. „Ég er mjög til í það,“ var Elfa snögg að svara. Eitt af þeim lykilatriðum sem Soffía Dögg breytti í rýminu var að setja þar stóra ljósa mottu. „Mottan er eins og akkeri inni í rýmið. Því stærri motta, þýðir bara að við höfum meira land til að byggja á.“ Stofan eftir breytingar. Veggurinn var málaður og sófanum var snúið svo pláss væri fyrir sjónvarp undir súðinni. Nýtt sófaborð, ljósari motta, fallegir púðar og áberandi hillur gjörbreyttu rýminu.Skreytum hús „Oh my god“ Soffía Dögg kom með mjög gott ráð varðandi púða sem bæði gerir þá flottari og gefur fólki útrás í leiðinni. Einnig hvernig best sé að ákveða sídd á gardínum. Svo notaði hún spegil til að breyta sófaborði og var útkoman skemmtileg. „Ég hef ótrúlega gaman að taka venjulega hluti og breyta þeim bara örlítið og gera þá að mínum án þess að vera með einhverjar stórkostlegar breytingar,“ útskýrir Soffía Dögg. „Oh my god“ voru fyrstu viðbrögð Elfu þegar hún kom heim og sá rýmið. „Vá þetta er bara allt annað.“ Soffía Dögg segir að þegar valin er hæð fyrir gardínustöng, sé best að miða við að gardínan nái rétt að kyssa gólfið.Skreytum hús Fáir hlutir en mikil breyting Elfa var sérstaklega ánægð með það hvernig Soffía Dögg hafði tekið það sem sem var nú þegar til í íbúðinni og raðað því flott upp. Stórar hillur settu alla fallegu hlutina hennar í sviðsljósið ef svo má að orði komast. „Þetta nær mér líka svo vel,“ sagði Elfa, sem var í skýjunum með breytingarnar. Soffía Dögg segir mikilvægt að nota persónulega hluti í svona breytingum, svo heimilið endurspegli sem best einstaklinginn sem þar býr.Skreytum hús „Í sjálfu sér voru ekkert rosalega margir hlutir að fara inn í íbúðina hennar Elfu. Við vorum að kaupa tvo skápa, þeir voru ekki inni í stofunni. Við settum upp hillur á endavegginn og við skiptum út mottu og settum sófaborð,“ segir Soffía Dögg í lok þáttarins. Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús má finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Soffía Dögg gerði þetta „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna.Skreytum hús Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á þriðjudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2 Maraþon. Tíska og hönnun Hús og heimili Skreytum hús Tengdar fréttir Ætlar að sýna hvað hægt er að gera mikið án þess að rústa öllu „Við þurfum ekkert að henda öllu út eða eiga bara ákveðin merki til þess að gera fallegt,“ segir Soffía Garðarsdóttir, en hún fer í næstu viku af stað með nýja hönnunarþætti hér á Vísi. 5. nóvember 2020 21:35 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
„Fyrir þættina fékk ég mörg hundruð umsóknir, en það var eitthvað við myndina af risíbúðinni hennar Elfu sem stoppaði mig um leið,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir í fyrsta þættinum af Skreytum hús, sem fór í loftið á Vísi í dag. Hjúkrunarfræðingurinn Elfa Rún Guðmundsdóttir býr í fallegri íbúð í miðbæ Reykjavíkur og Soffía Dögg tekur til hendinni í stofunni hjá henni og einnig í öðrum herbergjum. „Ég keypti þessa íbúð í mars, fékk hana svo afhenta í ágúst og svolítið bara henti öllum húsgögnunum mínum inn og hélt svo bara áfram með lífið,“ útskýrir Elfa. Svona var stofan hjá Elfu fyrir breytingar.Skreytum hús Hlýlegri stofa á óskalistanum Stofan hennar var í aðalhlutverki í þættinum en þar var stór hvítur og tómur veggur sem Soffía beið spennt eftir að breyta. Rýmið fyrir breytingarnar.Skreytum hús „Þessi veggur alveg kallaði á að við myndum setja hillur á hann,“ segir Soffía. Elfa bað einnig um aðstoð við að finna réttan stað fyrir sjónvarpið. Soffía Dögg er einstaklega sniðug við að endurraða húsgögnum og nýta það sem til er á heimilinu í svona breytingum stað þess að kaupa allt nýtt. „Það sem mig langaði að gera var að gera stofuna aðeins hlýlegri og skemmtilegri,“ segir Elfa. Þá var komið markmið með breytingunum. Eins og sjá má í þættinum, var hún ótrúlega ánægð með útkomuna þegar Soffía Dögg hleypti henni aftur inn á heimilið eftir breytingarnar. Hægt er að horfa á fyrsta þáttinn af Skreytum hús í spilaranum hér fyrir neðan en þættirnir verða einnig aðgengilegir á Stöð 2 Maraþon. Mottan er akkerið „Við viljum skapa „contrast“ og dýpt. Með því til dæmis að setja fallegan lit á endavegginn,“ sagði Soffía Dögg um ástæðu þess að hún vildi mála í rýminu. Hvítir veggir, hvítur panell og hvítir bitar í loftinu væri að láta allt renna saman í eitt. Elfa valdi fölbleikan lit og gjörbreytti það rýminu. „Mér fannst svona smá óþægilegt að velja bleikan lit til þess að mála stofuna mína,“ segir Elfa en hún málaði vegginn sjálf og setti saman húsgögnin sem þær höfðu valið saman. Hún raðaði öllum hlutunum sínum á eldhúsborðið og þá mætti Soffía með bílinn fullan af vörum til viðbótar. Soffía Dögg bætti við glerskáp sem passaði vel í hornið og bætti geymsluplássi við rýmið. Þær völdu líka svartan skenk til að tengja við svarta litin í skápnum og vegghillunum.Skreytum hús „Svo ætla ég að senda þig út að fá þér kaffisopa og svo kalla ég á þig þegar ég er búin,“ segir Soffía Dögg. „Ég er mjög til í það,“ var Elfa snögg að svara. Eitt af þeim lykilatriðum sem Soffía Dögg breytti í rýminu var að setja þar stóra ljósa mottu. „Mottan er eins og akkeri inni í rýmið. Því stærri motta, þýðir bara að við höfum meira land til að byggja á.“ Stofan eftir breytingar. Veggurinn var málaður og sófanum var snúið svo pláss væri fyrir sjónvarp undir súðinni. Nýtt sófaborð, ljósari motta, fallegir púðar og áberandi hillur gjörbreyttu rýminu.Skreytum hús „Oh my god“ Soffía Dögg kom með mjög gott ráð varðandi púða sem bæði gerir þá flottari og gefur fólki útrás í leiðinni. Einnig hvernig best sé að ákveða sídd á gardínum. Svo notaði hún spegil til að breyta sófaborði og var útkoman skemmtileg. „Ég hef ótrúlega gaman að taka venjulega hluti og breyta þeim bara örlítið og gera þá að mínum án þess að vera með einhverjar stórkostlegar breytingar,“ útskýrir Soffía Dögg. „Oh my god“ voru fyrstu viðbrögð Elfu þegar hún kom heim og sá rýmið. „Vá þetta er bara allt annað.“ Soffía Dögg segir að þegar valin er hæð fyrir gardínustöng, sé best að miða við að gardínan nái rétt að kyssa gólfið.Skreytum hús Fáir hlutir en mikil breyting Elfa var sérstaklega ánægð með það hvernig Soffía Dögg hafði tekið það sem sem var nú þegar til í íbúðinni og raðað því flott upp. Stórar hillur settu alla fallegu hlutina hennar í sviðsljósið ef svo má að orði komast. „Þetta nær mér líka svo vel,“ sagði Elfa, sem var í skýjunum með breytingarnar. Soffía Dögg segir mikilvægt að nota persónulega hluti í svona breytingum, svo heimilið endurspegli sem best einstaklinginn sem þar býr.Skreytum hús „Í sjálfu sér voru ekkert rosalega margir hlutir að fara inn í íbúðina hennar Elfu. Við vorum að kaupa tvo skápa, þeir voru ekki inni í stofunni. Við settum upp hillur á endavegginn og við skiptum út mottu og settum sófaborð,“ segir Soffía Dögg í lok þáttarins. Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús má finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Soffía Dögg gerði þetta „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna.Skreytum hús Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á þriðjudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2 Maraþon.
Tíska og hönnun Hús og heimili Skreytum hús Tengdar fréttir Ætlar að sýna hvað hægt er að gera mikið án þess að rústa öllu „Við þurfum ekkert að henda öllu út eða eiga bara ákveðin merki til þess að gera fallegt,“ segir Soffía Garðarsdóttir, en hún fer í næstu viku af stað með nýja hönnunarþætti hér á Vísi. 5. nóvember 2020 21:35 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Ætlar að sýna hvað hægt er að gera mikið án þess að rústa öllu „Við þurfum ekkert að henda öllu út eða eiga bara ákveðin merki til þess að gera fallegt,“ segir Soffía Garðarsdóttir, en hún fer í næstu viku af stað með nýja hönnunarþætti hér á Vísi. 5. nóvember 2020 21:35