„Þeim verður ekki nauðgað úr þessu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. nóvember 2020 14:31 Sigmundur Ernir Rúnarsson er án efa einn allra reynslumesti fjölmiðlamaður þjóðarinnar og hefur hann því upplifað ótrúlegustu hluti á sínum ferli. Sigmundur Ernir Rúnarsson er einn reyndasti sjónvarpsmaður Íslandssögunnar og ræðir hann við Sölva Tryggvason um ferilinn og hápunktana hlaðvarpsþætti Sölva. „Ég kynntist einu sinni konu þegar ég var á ferðalagi í Sambíu og skrifaði um hana í bókinni minni, Flökkusögur. Þar var allt vaðandi í alnæmi þegar ég var þarna. Hún hafði misst tvær dætur úr alnæmi og sjálf var hún með alnæmi og hinar tvær dætur hennar voru enn lifandi, en báðar með alnæmi líka. Ég man að ég spurði hana, hvernig er hægt að una svona hlutskipti? Og hún sagði eftirminnilega, þær sem eru farnar, þeim var báðum nauðgað, en hinar tvær sem eiga kannski ekki langt eftir og eru mun yngri, ég get huggað mig við það að þeim verður ekki nauðgað úr þessu.” Sigmundur segir að hann hafi ekki verið samur á eftir og segist hafa séð líf sitt í öðru ljósi eftir þetta. Hann segist gífurlega þakklátur fyrir alla reynsluna sem hann hefur fengið af störfum við fjölmiðlana og öllu því fólki sem hann hefur kynnst. Ómar Ragnarsson og Sigmundur unnu saman um árabil og í þættinum segir Sigmundur sögur af alræmdum flugferðum hans. „Eftirminnilegasta ferðin var ferð með stjörnuliði Ómars til Vestmannaeyja til að vígja það sem núna er Shellmótið í Eyjum. Það var alltaf farið á tveimur flugvélum og allir reyndu að komast í stærri vélina svo þeir þyrftu ekki að fljúga með Ómari, en ég var of seinn eins og stundum ásamt Bubba Morthens og Rúnari heitnum Júlíussyni. Við förum fjórir saman í vélinni og ferðin byrjar á því að Bubbi segir áður en við leggjum af stað, strákar, vá ef vélin krassar, þvílík fyrirsögn á Mogganum,“ segir Sigmundur og heldur áfram. „Þannig byrjar þessi ferð og næst tók við uppstreymi hjá Henglinum þar sem Ómar byrjar að blaka vængjunum, þannig að vélin nánast stoppaði í loftinu, allt svo að við gætum séð einhvern bæ sem hann hafði skrifað um. Svo héldum við áfram yfir Hellisheiðina og tökum þar svakalega dýfu eins og herflugvél niður í Kaldaðarnes vegna þess að Ómar ætlaði að sýna okkur hvernig herflugvélar Breta hefðu hagað sér til þess að lenda á Kaldaðarnesi í stríðinu með því að nota niðurstreymið af kambinum. Þarna voru þrír næpuhvítir menn um borð og svo rauðflekkóttur Ómar Ragnarsson við stýrið. Svo komum við út að ströndinni þar sem Víkartindur var strandaður og þegar Ómar er að taka einhverja slaufu þar í kring, þá sér hann Seli í sjónum og skutlar sér út úr slaufunni, þannig að við hendumst allir út í kant á flugvélinni og það var þá sem Bubbi segir þessa frægu setningu yfir hafinu, Ómar láttu mig út hérna.” Sigmundur Ernir, sem hefur verið nær sleitulaust á skjáum landsmanna síðan á upphafsárum Stöðvar 2 segir í þættinum frá eftirminnilegustu viðmælendunum, ferðum í aðrar heimsálfur og mörgu fleiru en þáttinn má sjá hér að ofan. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
Sigmundur Ernir Rúnarsson er einn reyndasti sjónvarpsmaður Íslandssögunnar og ræðir hann við Sölva Tryggvason um ferilinn og hápunktana hlaðvarpsþætti Sölva. „Ég kynntist einu sinni konu þegar ég var á ferðalagi í Sambíu og skrifaði um hana í bókinni minni, Flökkusögur. Þar var allt vaðandi í alnæmi þegar ég var þarna. Hún hafði misst tvær dætur úr alnæmi og sjálf var hún með alnæmi og hinar tvær dætur hennar voru enn lifandi, en báðar með alnæmi líka. Ég man að ég spurði hana, hvernig er hægt að una svona hlutskipti? Og hún sagði eftirminnilega, þær sem eru farnar, þeim var báðum nauðgað, en hinar tvær sem eiga kannski ekki langt eftir og eru mun yngri, ég get huggað mig við það að þeim verður ekki nauðgað úr þessu.” Sigmundur segir að hann hafi ekki verið samur á eftir og segist hafa séð líf sitt í öðru ljósi eftir þetta. Hann segist gífurlega þakklátur fyrir alla reynsluna sem hann hefur fengið af störfum við fjölmiðlana og öllu því fólki sem hann hefur kynnst. Ómar Ragnarsson og Sigmundur unnu saman um árabil og í þættinum segir Sigmundur sögur af alræmdum flugferðum hans. „Eftirminnilegasta ferðin var ferð með stjörnuliði Ómars til Vestmannaeyja til að vígja það sem núna er Shellmótið í Eyjum. Það var alltaf farið á tveimur flugvélum og allir reyndu að komast í stærri vélina svo þeir þyrftu ekki að fljúga með Ómari, en ég var of seinn eins og stundum ásamt Bubba Morthens og Rúnari heitnum Júlíussyni. Við förum fjórir saman í vélinni og ferðin byrjar á því að Bubbi segir áður en við leggjum af stað, strákar, vá ef vélin krassar, þvílík fyrirsögn á Mogganum,“ segir Sigmundur og heldur áfram. „Þannig byrjar þessi ferð og næst tók við uppstreymi hjá Henglinum þar sem Ómar byrjar að blaka vængjunum, þannig að vélin nánast stoppaði í loftinu, allt svo að við gætum séð einhvern bæ sem hann hafði skrifað um. Svo héldum við áfram yfir Hellisheiðina og tökum þar svakalega dýfu eins og herflugvél niður í Kaldaðarnes vegna þess að Ómar ætlaði að sýna okkur hvernig herflugvélar Breta hefðu hagað sér til þess að lenda á Kaldaðarnesi í stríðinu með því að nota niðurstreymið af kambinum. Þarna voru þrír næpuhvítir menn um borð og svo rauðflekkóttur Ómar Ragnarsson við stýrið. Svo komum við út að ströndinni þar sem Víkartindur var strandaður og þegar Ómar er að taka einhverja slaufu þar í kring, þá sér hann Seli í sjónum og skutlar sér út úr slaufunni, þannig að við hendumst allir út í kant á flugvélinni og það var þá sem Bubbi segir þessa frægu setningu yfir hafinu, Ómar láttu mig út hérna.” Sigmundur Ernir, sem hefur verið nær sleitulaust á skjáum landsmanna síðan á upphafsárum Stöðvar 2 segir í þættinum frá eftirminnilegustu viðmælendunum, ferðum í aðrar heimsálfur og mörgu fleiru en þáttinn má sjá hér að ofan.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira