Faraldurinn hægt og bítandi á niðurleið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. nóvember 2020 17:25 Ellefu greindust með kórónuveiruna í gær en tilfellin hafa ekki verið jafnfá á einum sólarhring í tæpa tvo mánuði. Sóttvarnalæknir segir að fara þurfi hægt í afléttingu sóttvarnaraðgerða. Þeim hefur fækkað síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi en ekki hafa jafn fáir greinst með veiruna og í gær síðan 14. september. „Hægt og bítandi er þetta að fara niður. Þetta gengur ekkert voðalega hratt en við bjuggumst svo sem ekkert við því endilega en þetta er bara ánægjulegt. Sérstaklega í ljósi þess að það var tekið mikið af sýnum í gær og það verður að túlka það líka þannig,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur ætlar að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði í vikunni og telur að fara þurfi hægt í að aflétta takmörkunum.Vísir/Egill Þær sóttvarnaraðgerðir sem nú eru í gildi gilda fram í næstu viku. Þórólfur ætlar að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði á næstu dögum þar sem hann leggur til framhald aðgerða. „Þá held ég að við þurfum að fara hægt í þetta og ná að halda árangrinum góðum heldur en þurfa að fara of hratt og þurfa að bakka aftur og ég held að það sé allra hagur að gera það þannig.“ Einn lést á Landspítalanum í gær vegna Covid-19 en fjórtán hafa látist í þriðju bylgju faraldursins. Níu karlar og fimm konur. Meðalaldur þeirra sem hafa látist er 88 ár en einn var á áttræðisaldri, átta á níræðisaldri og fimm á tíræðisaldri. Í þessari þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins hafa fjórtán látist.Grafík/Hafsteinn Sóttvarnalæknir segir ellefu andlátanna tengjast hópsýkingunni á Landakoti og að talið sé að rekja megi um tvö hundruð smit til hennar. Einhvern tíma til viðbótar taki að sjá fyrir endann á hópsýkingunni. „Við erum að tala hér um eldri einstaklinga sem að yfirleitt þola þessa sýkingu miklu verr heldur en yngra fólk þannig að það er eitthvað svolítið í land með að við sjáum alveg fyrir endann og hvernig þessi hópsýking er saman sett.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Undirbúningur að bólusetningu að hefjast Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. 10. nóvember 2020 11:58 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Ellefu greindust með kórónuveiruna í gær en tilfellin hafa ekki verið jafnfá á einum sólarhring í tæpa tvo mánuði. Sóttvarnalæknir segir að fara þurfi hægt í afléttingu sóttvarnaraðgerða. Þeim hefur fækkað síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi en ekki hafa jafn fáir greinst með veiruna og í gær síðan 14. september. „Hægt og bítandi er þetta að fara niður. Þetta gengur ekkert voðalega hratt en við bjuggumst svo sem ekkert við því endilega en þetta er bara ánægjulegt. Sérstaklega í ljósi þess að það var tekið mikið af sýnum í gær og það verður að túlka það líka þannig,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur ætlar að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði í vikunni og telur að fara þurfi hægt í að aflétta takmörkunum.Vísir/Egill Þær sóttvarnaraðgerðir sem nú eru í gildi gilda fram í næstu viku. Þórólfur ætlar að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði á næstu dögum þar sem hann leggur til framhald aðgerða. „Þá held ég að við þurfum að fara hægt í þetta og ná að halda árangrinum góðum heldur en þurfa að fara of hratt og þurfa að bakka aftur og ég held að það sé allra hagur að gera það þannig.“ Einn lést á Landspítalanum í gær vegna Covid-19 en fjórtán hafa látist í þriðju bylgju faraldursins. Níu karlar og fimm konur. Meðalaldur þeirra sem hafa látist er 88 ár en einn var á áttræðisaldri, átta á níræðisaldri og fimm á tíræðisaldri. Í þessari þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins hafa fjórtán látist.Grafík/Hafsteinn Sóttvarnalæknir segir ellefu andlátanna tengjast hópsýkingunni á Landakoti og að talið sé að rekja megi um tvö hundruð smit til hennar. Einhvern tíma til viðbótar taki að sjá fyrir endann á hópsýkingunni. „Við erum að tala hér um eldri einstaklinga sem að yfirleitt þola þessa sýkingu miklu verr heldur en yngra fólk þannig að það er eitthvað svolítið í land með að við sjáum alveg fyrir endann og hvernig þessi hópsýking er saman sett.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Undirbúningur að bólusetningu að hefjast Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. 10. nóvember 2020 11:58 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Undirbúningur að bólusetningu að hefjast Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. 10. nóvember 2020 11:58
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?