Frostastaðavatn komið í Veiðikortið Karl Lúðvíksson skrifar 11. nóvember 2020 09:56 Það er mokveiði í Frostastaðavatni Mynd: Veiðivötn FB Veiðikortið hefur lengi boðið upp á gott úrval vatna sem henta öllum veiðimönnum bæði byrjendum sem og lengra komnum. Reglulega hafa bæst við vötn í Veiðikortið og stundum einhver dottið út. Nú ber svo við að nýtt vatn er kynnt til leiks í Veiðikortið en það er Frostastaðavatn. Vatnið var hér á árum áður rómað fyrir flottar bleikjur og afskaplega fallegt umhverfi. Í dag er umhverfið eins en bleikjan hefur minnkað. Það er aftur á móti mikið af henni og vatnið þarf og þolir vel grisjun svo þarna máttu veiða eins mikið og þú vilt. Þetta er frábært vatn til að fara með krakkana ef þú vilt vera alveg hundrað prósent viss um að allir fái fisk. Eina leiðin til að fá ekkert á góðum degi er að vera ekki með agn, það er bara þannig. Þó bleikjan sé yfirleitt smá er oft ágæt bleikja inn á milli en málið er að smábleikjan í vatninu sem er í ágætum holdum (færð alveg horaðan fisk inn á milli) er frábær matfiskur. Stangveiði Mest lesið Ytri Rangá að ná 5.000 löxum Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Hvað sem þú gerir ekki gleyma flugnaneti Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Urriðinn ennþá í tökustuði á Þingvöllum Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði
Veiðikortið hefur lengi boðið upp á gott úrval vatna sem henta öllum veiðimönnum bæði byrjendum sem og lengra komnum. Reglulega hafa bæst við vötn í Veiðikortið og stundum einhver dottið út. Nú ber svo við að nýtt vatn er kynnt til leiks í Veiðikortið en það er Frostastaðavatn. Vatnið var hér á árum áður rómað fyrir flottar bleikjur og afskaplega fallegt umhverfi. Í dag er umhverfið eins en bleikjan hefur minnkað. Það er aftur á móti mikið af henni og vatnið þarf og þolir vel grisjun svo þarna máttu veiða eins mikið og þú vilt. Þetta er frábært vatn til að fara með krakkana ef þú vilt vera alveg hundrað prósent viss um að allir fái fisk. Eina leiðin til að fá ekkert á góðum degi er að vera ekki með agn, það er bara þannig. Þó bleikjan sé yfirleitt smá er oft ágæt bleikja inn á milli en málið er að smábleikjan í vatninu sem er í ágætum holdum (færð alveg horaðan fisk inn á milli) er frábær matfiskur.
Stangveiði Mest lesið Ytri Rangá að ná 5.000 löxum Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Hvað sem þú gerir ekki gleyma flugnaneti Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Urriðinn ennþá í tökustuði á Þingvöllum Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði