Pólski sendiherrann sakar aðgerðasinna um lygar og fjölmiðla um óvönduð vinnubrögð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 23:04 „Herra sendiherra, pólskar konur eru í hættu, hvar ert þú?“ segir á borðanum sem nágrannakona sendiherrans við Sólvallagötu hengdi upp. Sendiherra Póllands á Íslandi sakar pólska aðgerðasinna hér á landi um lygar. Það sé ekki rétt að hann hafi farið þess á leit við lögreglu að hún myndi fjarlægja borða sem settur var upp fyrir framan sendiherrabústaðinn. Þá gagnrýnir hann ritstjórnir Stundarinnar og Fréttablaðsins fyrir að sannreyna ekki orð viðmælenda sinna í fréttum sínum af málinu. Sendiherrann segir þó rétt að kallað hafi verið eftir aðstoð lögreglu, en það hafi ekki verið vegna borðans. Yfirlýsing sendiherrans birtist á vef pólska sendiráðsins í dag í tilefni af fréttaflutningi um mótmæli Pólverja á Íslandi vegna hertra laga um þungunarrof sem nýlega voru samþykkt í Póllandi. Nágrannakona sendiherrans hafði hengt upp borða með vinum sínum á húsið sem hún býr í með áletruninni; „Herra sendiherra, pólskar konur eru í hættu. Hvar ert þú?“ Í samtali við Stundina 8. nóvember segir nágrannakonan, Martyna Dobrowolska, að borðinn hafi verið tilraun til að fá sendiherra til að tjá sig og taka þátt í samræðu en hann hafi aftur á móti svarað með öðrum hætti. „Hann hringdi í lögregluna, sem hafði samband við leigusala minn og sagði henni að taka borðann niður,“ hefur Stundin eftir Martynu. Ekkert slíkt mál hafi þó verið bókað hjá lögreglu að því er segir í frétt Stundarinnar þar sem jafnframt er tekið fram að Stundin hafi óskað eftir viðbrögðum sendiráðsins en hafi ekki átt erindi sem erfiði. Fréttablaðið fjallaði deginum áður einnig um mótmælin þar sem rætt var við Justynu Sajja Grosel, einn stjórnenda kvenréttindasamtakannas Dziewuchy Islandia, þar sem hún heldur því sama fram. Sendiherrann hafi brugðist illa við og hafi hringt á lögreglu til þess að láta fjarlægja borðann. Þetta segir sendiherrann í yfirlýsingu sinni vera lygi. „Í tengslum við greinina sem birtist í Fréttablaðinu 8. nóvember, lýsi ég því yfir að upplýsingarnar frá Justynu Grosel um meint ákall á lögreglu um að fjarlægja borða sem var settur upp fyrir framan búsetu sendiherra Lýðveldisins Póllands, eru lygi. Svipaðar ósannar upplýsingar voru sagðar af Martynu Dobrowolska í fréttagrein hjá Stundin.is, þann 7. nóvember,“ segir í yfirlýsingu sendiherrans. Borðinn var hengdur utan á hús andspænis sendiherrabústaðnum. „Þess háttar upplýsingar ættu ritstjórnir að kanna hjá aðilum sem geta gefið staðfestar og trúverðugar upplýsingar þ.e. í þessu tilfelli hjá lögreglunni,“ segir ennfremur. Það samræmist ekki lýðræðislegum sjónarmiðum og væri mikið hneyksli ef sendiherra myndi kalla til lögreglu til að fjarlægja slíkan borða. Lögregla hafi þó vissulega verið kölluð á staðinn en það hafi verið í „tengslum við ágengni á svæði sendiherrabústaðarins Lýðveldisins Póllands,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Það feli í sér „áberandi brot 22. gg 30. gr. í Vínarsamningi um stjórnmála- og diplómatísk samskipti en svona brot eiga sér stað mjög sjaldan í Evrópulöndum,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni sem er undirrituð af Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi. Borðinn hékk ennþá uppi um hádegisbil í dag en var ekki uppi lengur seinni partinn í dag þegar fulltrúi frettastofu átti leið hjá. Pólland Jafnréttismál Þungunarrof Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Sendiherra Póllands á Íslandi sakar pólska aðgerðasinna hér á landi um lygar. Það sé ekki rétt að hann hafi farið þess á leit við lögreglu að hún myndi fjarlægja borða sem settur var upp fyrir framan sendiherrabústaðinn. Þá gagnrýnir hann ritstjórnir Stundarinnar og Fréttablaðsins fyrir að sannreyna ekki orð viðmælenda sinna í fréttum sínum af málinu. Sendiherrann segir þó rétt að kallað hafi verið eftir aðstoð lögreglu, en það hafi ekki verið vegna borðans. Yfirlýsing sendiherrans birtist á vef pólska sendiráðsins í dag í tilefni af fréttaflutningi um mótmæli Pólverja á Íslandi vegna hertra laga um þungunarrof sem nýlega voru samþykkt í Póllandi. Nágrannakona sendiherrans hafði hengt upp borða með vinum sínum á húsið sem hún býr í með áletruninni; „Herra sendiherra, pólskar konur eru í hættu. Hvar ert þú?“ Í samtali við Stundina 8. nóvember segir nágrannakonan, Martyna Dobrowolska, að borðinn hafi verið tilraun til að fá sendiherra til að tjá sig og taka þátt í samræðu en hann hafi aftur á móti svarað með öðrum hætti. „Hann hringdi í lögregluna, sem hafði samband við leigusala minn og sagði henni að taka borðann niður,“ hefur Stundin eftir Martynu. Ekkert slíkt mál hafi þó verið bókað hjá lögreglu að því er segir í frétt Stundarinnar þar sem jafnframt er tekið fram að Stundin hafi óskað eftir viðbrögðum sendiráðsins en hafi ekki átt erindi sem erfiði. Fréttablaðið fjallaði deginum áður einnig um mótmælin þar sem rætt var við Justynu Sajja Grosel, einn stjórnenda kvenréttindasamtakannas Dziewuchy Islandia, þar sem hún heldur því sama fram. Sendiherrann hafi brugðist illa við og hafi hringt á lögreglu til þess að láta fjarlægja borðann. Þetta segir sendiherrann í yfirlýsingu sinni vera lygi. „Í tengslum við greinina sem birtist í Fréttablaðinu 8. nóvember, lýsi ég því yfir að upplýsingarnar frá Justynu Grosel um meint ákall á lögreglu um að fjarlægja borða sem var settur upp fyrir framan búsetu sendiherra Lýðveldisins Póllands, eru lygi. Svipaðar ósannar upplýsingar voru sagðar af Martynu Dobrowolska í fréttagrein hjá Stundin.is, þann 7. nóvember,“ segir í yfirlýsingu sendiherrans. Borðinn var hengdur utan á hús andspænis sendiherrabústaðnum. „Þess háttar upplýsingar ættu ritstjórnir að kanna hjá aðilum sem geta gefið staðfestar og trúverðugar upplýsingar þ.e. í þessu tilfelli hjá lögreglunni,“ segir ennfremur. Það samræmist ekki lýðræðislegum sjónarmiðum og væri mikið hneyksli ef sendiherra myndi kalla til lögreglu til að fjarlægja slíkan borða. Lögregla hafi þó vissulega verið kölluð á staðinn en það hafi verið í „tengslum við ágengni á svæði sendiherrabústaðarins Lýðveldisins Póllands,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Það feli í sér „áberandi brot 22. gg 30. gr. í Vínarsamningi um stjórnmála- og diplómatísk samskipti en svona brot eiga sér stað mjög sjaldan í Evrópulöndum,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni sem er undirrituð af Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi. Borðinn hékk ennþá uppi um hádegisbil í dag en var ekki uppi lengur seinni partinn í dag þegar fulltrúi frettastofu átti leið hjá.
Pólland Jafnréttismál Þungunarrof Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira