Leggja til að ferðamenn geti sloppið við sóttkví með vottorði um fyrra smit Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2020 21:11 Starfshópurinn telur að ferðamenn sem hafa smitast af covid-19 en náð bata eigi að geta lagt fram vottorð við komuna til landsins og þannig sloppið við sóttkví. Vísir/Vilhelm Erlendir ferðamenn ættu að geta lagt fram vottorð um að þeir hafi náð bata af Covid-19 og þannig verið undanþegnir kröfum um sóttkví við komuna til Íslands, að mati starfshóps sem heilbrigðisráðherra skipaði í haust. Einnig ætti að taka gild vottorð um neikvæða greiningu í sýnatöku á landamærunum. Fulltrúar frá heilbrigðis-, dóms- og utanríkisráðuneytinu auk embættis ríkislögreglustjóra, sóttvarnalæknis og Þjóðskrár skipa starfshópinn sem Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra setti á laggirnar í september. Honum var falið að leggja mat á gagnkvæma viðurkenningu vottorða um kórónuveirusmit. Hópurinn telur rétt að viðurkenna vottorð um jákvæðar niðurstöður úr svonefndu PCR-prófi um Covid-19-sýkingu sem sé afstaðin. Slíkt vottorð megi þó ekki vera yngra en tveggja vikna gamalt. Einnig þurfi að huga að hversu gamalt slíkt vottorð megi vera að hámarki. Þeir sem framvísi vottorði af þessu tagi ættu almennt að vera undanþegnir kröfum sem gerðar eru við landamærin. Samkvæmt núverandi sóttvarnaaðgerðum þurfa ferðamenn annað hvort að gangast undir tvöfalda skimun með fimm daga millibili við komuna til landsins og fara í sóttkví á meðan beðið er niðurstaðna eða sitja í fjórtán daga sóttkví. Bent á fordæmi Finna um vottorð um neikvæða niðurstöðu Þá telur hópurinn eðlilegt að vottorð um neikvæðar niðurstöður úr sýnatöku verði tekin gild á landamærunum. Taka þurfi ákvörðun um hvort taka skuli neikvæðar niðurstöður gildar og hversu gamlar þær eigi að vera til að vera teknar gildi. Eins þurfi að ákveða hvort slíkt vottorð yrði hluti af tvöfaldri skimun allra farþega á landamærunum eða hluti af öðrum ráðstöfunum þar. Neikvæð niðurstaða ætti ekki að vera eldri en 72 klukkustunda gömul, að mati hópsins. Bendir hann á að einhver áhætta fælist í því að viðurkenna vottorð um neikvæða niðurstöðu en á móti gæti það að gera ferðalöngum kleift að fara í sýnatöku fyrir brottför dregið úr líkum á að smitaðir einstaklingar komi til landsins. „Hins vegar getur ferðalangur eftir sem áður smitast eftir próf í heimalandi en fyrir brottför, eða á ferðalaginu sjálfu (á flugvelli, í flugvél), og gæti þá, svo stuttu eftir smit, mælst neikvæður hér við komuna. Þannig að þó slíkt fyrirkomulag myndi liðka fyrir ferðalögum þá væri hægt að líta á það sem ákveðna tilslökun á ráðstöfunum á landamærum,“ segir í minnisblaði hópsins. Nokkur EES-ríki taka neikvæð sýni gild og telur hópurinn að íslensk stjórnvöld gætu gert það sama. Það gæti mögulega talist sem fyrri skimun af tveimur og sú síðar færi þá fram á landamærum eða eftir stuttan tíma í sóttkví. Vísar hópurinn á að finnsk yfirvöld ætli að krefja alla sem koma til landsins frá áhættusvæðum um vottorð um neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku við komuna og síðan að þeir fari í seinni sýnatöku 72 klukkustundum síðar. Ferðalangar séu í sóttkví fram að seinni sýnatökunni. Undanþágur verða fyrir þá sem ætla að dvelja skemur en 72 klukkunstundir og þá sem koma aftur heim eftir styttri ferðir. Gætu samþykkt vottorð frá EES-ríkjum Hópurinn bendir á þann möguleika að Ísland taki við vottorðum frá EES-ríkjum ef yfirvöld ákveða að viðurkenna vottorð sem þessi. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur mælst til þess. Viðræður eru nú í gangi við dönsk og bresk stjórnvöld um gagnkvæma viðurkenningu vottorða. Hópurinn vill að utanríkisþjónustunni verði falið að tryggja að íslensk vottorð um niðurstöðu veiruprófa verði tekin gild sem víðast. Í Þýskalandi séu rannsóknarniðurstöður frá Íslandi teknar gildar í flestum tilvikum og vinnuhópurinn segist ekki hafa upplýsingar um að íslensk vottorð hafi ekki verið tekin gild þar sem erlendra vottorða er krafist. Þannig vinni hópurinn áfram að viðurkenningu íslenskra vottorða í EES-ríkjum í samstarfi við utanríkisþjónustuna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kallar eftir fyrirsjáanleika vegna aðgerða á landamærum Stjórnvöld vinna nú að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna á landamærunum, sem sagt er forsenda efnahagsbata. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kallar eftir meiri fyrirsjáanleika. 12. nóvember 2020 20:02 Telur einfalda skimun á landamærum „glapræði“ Glapræði væri að slaka á skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands, að mati eins höfunda tölfræðilíkans Háskóla Íslands um þróun faraldursins. 11. nóvember 2020 19:52 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Erlendir ferðamenn ættu að geta lagt fram vottorð um að þeir hafi náð bata af Covid-19 og þannig verið undanþegnir kröfum um sóttkví við komuna til Íslands, að mati starfshóps sem heilbrigðisráðherra skipaði í haust. Einnig ætti að taka gild vottorð um neikvæða greiningu í sýnatöku á landamærunum. Fulltrúar frá heilbrigðis-, dóms- og utanríkisráðuneytinu auk embættis ríkislögreglustjóra, sóttvarnalæknis og Þjóðskrár skipa starfshópinn sem Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra setti á laggirnar í september. Honum var falið að leggja mat á gagnkvæma viðurkenningu vottorða um kórónuveirusmit. Hópurinn telur rétt að viðurkenna vottorð um jákvæðar niðurstöður úr svonefndu PCR-prófi um Covid-19-sýkingu sem sé afstaðin. Slíkt vottorð megi þó ekki vera yngra en tveggja vikna gamalt. Einnig þurfi að huga að hversu gamalt slíkt vottorð megi vera að hámarki. Þeir sem framvísi vottorði af þessu tagi ættu almennt að vera undanþegnir kröfum sem gerðar eru við landamærin. Samkvæmt núverandi sóttvarnaaðgerðum þurfa ferðamenn annað hvort að gangast undir tvöfalda skimun með fimm daga millibili við komuna til landsins og fara í sóttkví á meðan beðið er niðurstaðna eða sitja í fjórtán daga sóttkví. Bent á fordæmi Finna um vottorð um neikvæða niðurstöðu Þá telur hópurinn eðlilegt að vottorð um neikvæðar niðurstöður úr sýnatöku verði tekin gild á landamærunum. Taka þurfi ákvörðun um hvort taka skuli neikvæðar niðurstöður gildar og hversu gamlar þær eigi að vera til að vera teknar gildi. Eins þurfi að ákveða hvort slíkt vottorð yrði hluti af tvöfaldri skimun allra farþega á landamærunum eða hluti af öðrum ráðstöfunum þar. Neikvæð niðurstaða ætti ekki að vera eldri en 72 klukkustunda gömul, að mati hópsins. Bendir hann á að einhver áhætta fælist í því að viðurkenna vottorð um neikvæða niðurstöðu en á móti gæti það að gera ferðalöngum kleift að fara í sýnatöku fyrir brottför dregið úr líkum á að smitaðir einstaklingar komi til landsins. „Hins vegar getur ferðalangur eftir sem áður smitast eftir próf í heimalandi en fyrir brottför, eða á ferðalaginu sjálfu (á flugvelli, í flugvél), og gæti þá, svo stuttu eftir smit, mælst neikvæður hér við komuna. Þannig að þó slíkt fyrirkomulag myndi liðka fyrir ferðalögum þá væri hægt að líta á það sem ákveðna tilslökun á ráðstöfunum á landamærum,“ segir í minnisblaði hópsins. Nokkur EES-ríki taka neikvæð sýni gild og telur hópurinn að íslensk stjórnvöld gætu gert það sama. Það gæti mögulega talist sem fyrri skimun af tveimur og sú síðar færi þá fram á landamærum eða eftir stuttan tíma í sóttkví. Vísar hópurinn á að finnsk yfirvöld ætli að krefja alla sem koma til landsins frá áhættusvæðum um vottorð um neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku við komuna og síðan að þeir fari í seinni sýnatöku 72 klukkustundum síðar. Ferðalangar séu í sóttkví fram að seinni sýnatökunni. Undanþágur verða fyrir þá sem ætla að dvelja skemur en 72 klukkunstundir og þá sem koma aftur heim eftir styttri ferðir. Gætu samþykkt vottorð frá EES-ríkjum Hópurinn bendir á þann möguleika að Ísland taki við vottorðum frá EES-ríkjum ef yfirvöld ákveða að viðurkenna vottorð sem þessi. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur mælst til þess. Viðræður eru nú í gangi við dönsk og bresk stjórnvöld um gagnkvæma viðurkenningu vottorða. Hópurinn vill að utanríkisþjónustunni verði falið að tryggja að íslensk vottorð um niðurstöðu veiruprófa verði tekin gild sem víðast. Í Þýskalandi séu rannsóknarniðurstöður frá Íslandi teknar gildar í flestum tilvikum og vinnuhópurinn segist ekki hafa upplýsingar um að íslensk vottorð hafi ekki verið tekin gild þar sem erlendra vottorða er krafist. Þannig vinni hópurinn áfram að viðurkenningu íslenskra vottorða í EES-ríkjum í samstarfi við utanríkisþjónustuna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kallar eftir fyrirsjáanleika vegna aðgerða á landamærum Stjórnvöld vinna nú að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna á landamærunum, sem sagt er forsenda efnahagsbata. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kallar eftir meiri fyrirsjáanleika. 12. nóvember 2020 20:02 Telur einfalda skimun á landamærum „glapræði“ Glapræði væri að slaka á skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands, að mati eins höfunda tölfræðilíkans Háskóla Íslands um þróun faraldursins. 11. nóvember 2020 19:52 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Kallar eftir fyrirsjáanleika vegna aðgerða á landamærum Stjórnvöld vinna nú að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna á landamærunum, sem sagt er forsenda efnahagsbata. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kallar eftir meiri fyrirsjáanleika. 12. nóvember 2020 20:02
Telur einfalda skimun á landamærum „glapræði“ Glapræði væri að slaka á skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands, að mati eins höfunda tölfræðilíkans Háskóla Íslands um þróun faraldursins. 11. nóvember 2020 19:52