Skjálftarnir tengjast langvarandi niðurdælingu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2020 21:42 Skjálftarnir áttu upptök sín við Húsmúla, þar sem jarðhitavatni úr Hellisheiðarvirkjun er dælt aftur í jörðu. Vísir/Vilhelm Vísindafólk Orku náttúrunnar telur jarðskjálftana sem urðu á Hengilssvæðinu fyrr í kvöld tengjast spennubreytingum af völdum langvarandi niðurdælingar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ON sendi frá sér fyrir stundu. Þar segir m.a. að upptökin voru við Húsmúla, þar sem jarðhitavatni sem nýtt er í Hellisheiðarvirkjun hefur veirð dælt niður í jörðu síðasta áratug. Sjálftarnir höfðu ekki áhrif á rekstur virkunarinnar. Tilkynningin í heild: „Jarðskjálftar sem urðu á Hengilssvæðinu nú undir kvöld áttu upptök við Húsmúla þar sem jarðhitavatni sem nýtt er í Hellisheiðarvirkjun hefur síðasta áratuginn verið dælt niður í jörðina aftur. Orka náttúrunnar rekur jarðskjálftamælanet á vinnslusvæðinu til að fylgjast náið með skjálftavirkninni. Vísindafólk ON fylgist vel með þróun mála á svæðinu í kvöld og nótt og er í sambandi við jarðvárvakt Veðurstofunnar. Skjálftarnir höfðu engin áhrif á rekstur virkjunarinnar en þar er unnið rafmagn og heitt vatn fyrir hitaveituna á Höfuðborgarsvæðinu. Orkuvinnsla á Hengilssvæðinu á sér tæplega 30 ára sögu og mikið magn jarðhitavökva er tekið upp úr jarðhitakerfinu og dælt aftur niður eftir nýtingu þess í virkjunum. Ástæða þess að vatninu er dælt niður í jörðina aftur er að það eykur sjálfbærni jarðhitanýtingarinnar og dregur úr umhverfisáhrifum en það er einnig skilyrði í nýtingarleyfi Orkustofnunar. Þegar breytingar hafa verið gerðar á niðurdælingu hefur það valdið smáskjálftavirkni á svæðinu. Engar slíkar breytingar voru í gangi þegar skjálftarnir urðu í kvöld. Engu að síður telur vísindafólk Orku náttúrunnar að skjálftarnir tengist þeim spennubreytingum sem langvarandi niðurdæling veldur. Engar breytingar verða gerðar á niðurdælingunni að sinni að minnsta kosti, enda eru breytingar á tilhögun hennar taldar auka líkur á skjálftavirkni.“ Eldgos og jarðhræringar Hveragerði Tengdar fréttir Mælir með kennaratyggjó Skjálftahrina eins og sú sem fannst í Hveragerði og nágrenni fyrr í kvöld er áminning um nauðsyn þess að yfirfara heimilið og kanna hvort það er öruggt með tilliti til jarðskjálfta. Þetta segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar í Facebook-hópnum Hvergerðingar. 15. nóvember 2020 21:12 Jarðskjálfti yfir 3 að stærð fannst á höfuðborgarsvæðinu Tveir nokkuð stórir jarðskjálftar mældust á Hengilssvæðinu í kvöld, sá fyrri um klukkan 18:40 og var sá 2,8 að stærð. 15. nóvember 2020 19:31 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
Vísindafólk Orku náttúrunnar telur jarðskjálftana sem urðu á Hengilssvæðinu fyrr í kvöld tengjast spennubreytingum af völdum langvarandi niðurdælingar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ON sendi frá sér fyrir stundu. Þar segir m.a. að upptökin voru við Húsmúla, þar sem jarðhitavatni sem nýtt er í Hellisheiðarvirkjun hefur veirð dælt niður í jörðu síðasta áratug. Sjálftarnir höfðu ekki áhrif á rekstur virkunarinnar. Tilkynningin í heild: „Jarðskjálftar sem urðu á Hengilssvæðinu nú undir kvöld áttu upptök við Húsmúla þar sem jarðhitavatni sem nýtt er í Hellisheiðarvirkjun hefur síðasta áratuginn verið dælt niður í jörðina aftur. Orka náttúrunnar rekur jarðskjálftamælanet á vinnslusvæðinu til að fylgjast náið með skjálftavirkninni. Vísindafólk ON fylgist vel með þróun mála á svæðinu í kvöld og nótt og er í sambandi við jarðvárvakt Veðurstofunnar. Skjálftarnir höfðu engin áhrif á rekstur virkjunarinnar en þar er unnið rafmagn og heitt vatn fyrir hitaveituna á Höfuðborgarsvæðinu. Orkuvinnsla á Hengilssvæðinu á sér tæplega 30 ára sögu og mikið magn jarðhitavökva er tekið upp úr jarðhitakerfinu og dælt aftur niður eftir nýtingu þess í virkjunum. Ástæða þess að vatninu er dælt niður í jörðina aftur er að það eykur sjálfbærni jarðhitanýtingarinnar og dregur úr umhverfisáhrifum en það er einnig skilyrði í nýtingarleyfi Orkustofnunar. Þegar breytingar hafa verið gerðar á niðurdælingu hefur það valdið smáskjálftavirkni á svæðinu. Engar slíkar breytingar voru í gangi þegar skjálftarnir urðu í kvöld. Engu að síður telur vísindafólk Orku náttúrunnar að skjálftarnir tengist þeim spennubreytingum sem langvarandi niðurdæling veldur. Engar breytingar verða gerðar á niðurdælingunni að sinni að minnsta kosti, enda eru breytingar á tilhögun hennar taldar auka líkur á skjálftavirkni.“
Eldgos og jarðhræringar Hveragerði Tengdar fréttir Mælir með kennaratyggjó Skjálftahrina eins og sú sem fannst í Hveragerði og nágrenni fyrr í kvöld er áminning um nauðsyn þess að yfirfara heimilið og kanna hvort það er öruggt með tilliti til jarðskjálfta. Þetta segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar í Facebook-hópnum Hvergerðingar. 15. nóvember 2020 21:12 Jarðskjálfti yfir 3 að stærð fannst á höfuðborgarsvæðinu Tveir nokkuð stórir jarðskjálftar mældust á Hengilssvæðinu í kvöld, sá fyrri um klukkan 18:40 og var sá 2,8 að stærð. 15. nóvember 2020 19:31 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
Mælir með kennaratyggjó Skjálftahrina eins og sú sem fannst í Hveragerði og nágrenni fyrr í kvöld er áminning um nauðsyn þess að yfirfara heimilið og kanna hvort það er öruggt með tilliti til jarðskjálfta. Þetta segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar í Facebook-hópnum Hvergerðingar. 15. nóvember 2020 21:12
Jarðskjálfti yfir 3 að stærð fannst á höfuðborgarsvæðinu Tveir nokkuð stórir jarðskjálftar mældust á Hengilssvæðinu í kvöld, sá fyrri um klukkan 18:40 og var sá 2,8 að stærð. 15. nóvember 2020 19:31