Skjálftarnir tengjast langvarandi niðurdælingu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2020 21:42 Skjálftarnir áttu upptök sín við Húsmúla, þar sem jarðhitavatni úr Hellisheiðarvirkjun er dælt aftur í jörðu. Vísir/Vilhelm Vísindafólk Orku náttúrunnar telur jarðskjálftana sem urðu á Hengilssvæðinu fyrr í kvöld tengjast spennubreytingum af völdum langvarandi niðurdælingar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ON sendi frá sér fyrir stundu. Þar segir m.a. að upptökin voru við Húsmúla, þar sem jarðhitavatni sem nýtt er í Hellisheiðarvirkjun hefur veirð dælt niður í jörðu síðasta áratug. Sjálftarnir höfðu ekki áhrif á rekstur virkunarinnar. Tilkynningin í heild: „Jarðskjálftar sem urðu á Hengilssvæðinu nú undir kvöld áttu upptök við Húsmúla þar sem jarðhitavatni sem nýtt er í Hellisheiðarvirkjun hefur síðasta áratuginn verið dælt niður í jörðina aftur. Orka náttúrunnar rekur jarðskjálftamælanet á vinnslusvæðinu til að fylgjast náið með skjálftavirkninni. Vísindafólk ON fylgist vel með þróun mála á svæðinu í kvöld og nótt og er í sambandi við jarðvárvakt Veðurstofunnar. Skjálftarnir höfðu engin áhrif á rekstur virkjunarinnar en þar er unnið rafmagn og heitt vatn fyrir hitaveituna á Höfuðborgarsvæðinu. Orkuvinnsla á Hengilssvæðinu á sér tæplega 30 ára sögu og mikið magn jarðhitavökva er tekið upp úr jarðhitakerfinu og dælt aftur niður eftir nýtingu þess í virkjunum. Ástæða þess að vatninu er dælt niður í jörðina aftur er að það eykur sjálfbærni jarðhitanýtingarinnar og dregur úr umhverfisáhrifum en það er einnig skilyrði í nýtingarleyfi Orkustofnunar. Þegar breytingar hafa verið gerðar á niðurdælingu hefur það valdið smáskjálftavirkni á svæðinu. Engar slíkar breytingar voru í gangi þegar skjálftarnir urðu í kvöld. Engu að síður telur vísindafólk Orku náttúrunnar að skjálftarnir tengist þeim spennubreytingum sem langvarandi niðurdæling veldur. Engar breytingar verða gerðar á niðurdælingunni að sinni að minnsta kosti, enda eru breytingar á tilhögun hennar taldar auka líkur á skjálftavirkni.“ Eldgos og jarðhræringar Hveragerði Tengdar fréttir Mælir með kennaratyggjó Skjálftahrina eins og sú sem fannst í Hveragerði og nágrenni fyrr í kvöld er áminning um nauðsyn þess að yfirfara heimilið og kanna hvort það er öruggt með tilliti til jarðskjálfta. Þetta segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar í Facebook-hópnum Hvergerðingar. 15. nóvember 2020 21:12 Jarðskjálfti yfir 3 að stærð fannst á höfuðborgarsvæðinu Tveir nokkuð stórir jarðskjálftar mældust á Hengilssvæðinu í kvöld, sá fyrri um klukkan 18:40 og var sá 2,8 að stærð. 15. nóvember 2020 19:31 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Vísindafólk Orku náttúrunnar telur jarðskjálftana sem urðu á Hengilssvæðinu fyrr í kvöld tengjast spennubreytingum af völdum langvarandi niðurdælingar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ON sendi frá sér fyrir stundu. Þar segir m.a. að upptökin voru við Húsmúla, þar sem jarðhitavatni sem nýtt er í Hellisheiðarvirkjun hefur veirð dælt niður í jörðu síðasta áratug. Sjálftarnir höfðu ekki áhrif á rekstur virkunarinnar. Tilkynningin í heild: „Jarðskjálftar sem urðu á Hengilssvæðinu nú undir kvöld áttu upptök við Húsmúla þar sem jarðhitavatni sem nýtt er í Hellisheiðarvirkjun hefur síðasta áratuginn verið dælt niður í jörðina aftur. Orka náttúrunnar rekur jarðskjálftamælanet á vinnslusvæðinu til að fylgjast náið með skjálftavirkninni. Vísindafólk ON fylgist vel með þróun mála á svæðinu í kvöld og nótt og er í sambandi við jarðvárvakt Veðurstofunnar. Skjálftarnir höfðu engin áhrif á rekstur virkjunarinnar en þar er unnið rafmagn og heitt vatn fyrir hitaveituna á Höfuðborgarsvæðinu. Orkuvinnsla á Hengilssvæðinu á sér tæplega 30 ára sögu og mikið magn jarðhitavökva er tekið upp úr jarðhitakerfinu og dælt aftur niður eftir nýtingu þess í virkjunum. Ástæða þess að vatninu er dælt niður í jörðina aftur er að það eykur sjálfbærni jarðhitanýtingarinnar og dregur úr umhverfisáhrifum en það er einnig skilyrði í nýtingarleyfi Orkustofnunar. Þegar breytingar hafa verið gerðar á niðurdælingu hefur það valdið smáskjálftavirkni á svæðinu. Engar slíkar breytingar voru í gangi þegar skjálftarnir urðu í kvöld. Engu að síður telur vísindafólk Orku náttúrunnar að skjálftarnir tengist þeim spennubreytingum sem langvarandi niðurdæling veldur. Engar breytingar verða gerðar á niðurdælingunni að sinni að minnsta kosti, enda eru breytingar á tilhögun hennar taldar auka líkur á skjálftavirkni.“
Eldgos og jarðhræringar Hveragerði Tengdar fréttir Mælir með kennaratyggjó Skjálftahrina eins og sú sem fannst í Hveragerði og nágrenni fyrr í kvöld er áminning um nauðsyn þess að yfirfara heimilið og kanna hvort það er öruggt með tilliti til jarðskjálfta. Þetta segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar í Facebook-hópnum Hvergerðingar. 15. nóvember 2020 21:12 Jarðskjálfti yfir 3 að stærð fannst á höfuðborgarsvæðinu Tveir nokkuð stórir jarðskjálftar mældust á Hengilssvæðinu í kvöld, sá fyrri um klukkan 18:40 og var sá 2,8 að stærð. 15. nóvember 2020 19:31 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Mælir með kennaratyggjó Skjálftahrina eins og sú sem fannst í Hveragerði og nágrenni fyrr í kvöld er áminning um nauðsyn þess að yfirfara heimilið og kanna hvort það er öruggt með tilliti til jarðskjálfta. Þetta segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar í Facebook-hópnum Hvergerðingar. 15. nóvember 2020 21:12
Jarðskjálfti yfir 3 að stærð fannst á höfuðborgarsvæðinu Tveir nokkuð stórir jarðskjálftar mældust á Hengilssvæðinu í kvöld, sá fyrri um klukkan 18:40 og var sá 2,8 að stærð. 15. nóvember 2020 19:31