Verklok í Kalangala: Mikill árangur í menntamálum Heimsljós 17. nóvember 2020 11:20 Nýju kennslustofurnar á Kibanga eyju. Menntaverkefni Íslendinga í samstarfi við héraðsstjórnina í Kalangala héraði í Úganda lauk formlega á dögunum með því að héraðsstjórninni voru afhentar nýbyggingar, annars vegar heimavist fyrir stúlkur á eyjunni Kachanga og hins vegar skólabygging með fjórum kennslustofum á eyjunni Kibanga. Markmiðið verkefnis var að treysta í sessi góðan árangur í menntamálum héraðsins og Finnbogi Rútur Arnarson, starfandi forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala, segir að það hafi tekist með ágætum. Frá afhendingu heimavistarinnar. Þegar Íslendingar hófu tíu ára héraðsþróunarsamstarf við héraðsstjórnina árið 2005 voru menntamál í miklum ólestri í þessu eyjasamfélagi úti á Viktoríuvatni. Miðað við samræmd próf í grunnskóla voru skólarnir í Kalangala meðal þeirra lökustu í landinu en á verkefnatímabilinu tókst að koma þeim í hóp efstu tuttugu héraðanna, þar sem þeir hafa verið frá árinu 2016. Þá eru nemendur í héraðinu í hópi þeirra allra bestu þegar kemur að leikni í lestri og stærðfræði. Við lok héraðsþróunarverkefnisins í lok árs 2015 var ákveðið að byggja á þeim góða árangri í menntamálum sem náðst hafði og halda áfram að styðja við þann málaflokk næstu fimm árin. Utanríkisráðuneytið lagði til um hálfan milljarð íslenskra króna til margvíslegra verkefna í skólamálum héraðsins, fyrir átta þúsund nemendur í 26 grunnskólum, þremur gagnfræðaskólum og einum verkmenntaskóla. Til að auka gæði kennslunnar var kennurum og skólastjórnendum boðið að sækja framhaldsnám og langflestir þeirra, 87 prósent, sóttu sér diplómu í kennslufræðum. Stórátak var gert í dreifingu námsbóka með því að tryggja að sérhver nemandi hefði eigin kennslubók, sem langt yfir meðaltali í Úganda. Nýja heimavist stúlkna á Kachanga eyju. Enn fremur voru byggðar nýjar skólabyggingar og aðrar lagfærðar í fyrrnefndum skólum í samræmi við opinbera gæðastaðla í landinu, meðal annars byggingar undir kennslustofur, vatns- og salernisaðstöðu, skólaeldhús, kennarahús og heimavistir. Kalangala hérað er eyjasamfélag og samgöngur milli eyjanna og við meginlandið eru bundnar við bátsferðir. Af 83 eyjum eru 64 í byggð með mismarga íbúa, allt frá fáeinum og upp í nokkur þúsund en alls eru íbúar eyjanna um 60 þúsund. Skólar eru á níu eyjum og því er mikil þörf á heimavistum fyrir nemendur eyja þar sem engir skólar eru. Vegna umbóta í menntamálum hefur nemendum einnig fjölgað verulega, t.d. voru nemendur á Kachanga 94 í upphafi verkefnisins en rúmlega 400 þegar því lauk. Með verklokum í menntaverkefninu í Kalangala lýkur fimmtán ára sögu Íslands í samstarfi við héraðsstjórnina. Frá árinu 2016 hefur Buikwe hérað verið helsta samstarfshérað Íslendinga í þróunarsamvinnu og nýlega hófst undirbúningur verkefna í samstarfi við héraðið Namayingo í austurhluta Úganda. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Úganda Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent
Menntaverkefni Íslendinga í samstarfi við héraðsstjórnina í Kalangala héraði í Úganda lauk formlega á dögunum með því að héraðsstjórninni voru afhentar nýbyggingar, annars vegar heimavist fyrir stúlkur á eyjunni Kachanga og hins vegar skólabygging með fjórum kennslustofum á eyjunni Kibanga. Markmiðið verkefnis var að treysta í sessi góðan árangur í menntamálum héraðsins og Finnbogi Rútur Arnarson, starfandi forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala, segir að það hafi tekist með ágætum. Frá afhendingu heimavistarinnar. Þegar Íslendingar hófu tíu ára héraðsþróunarsamstarf við héraðsstjórnina árið 2005 voru menntamál í miklum ólestri í þessu eyjasamfélagi úti á Viktoríuvatni. Miðað við samræmd próf í grunnskóla voru skólarnir í Kalangala meðal þeirra lökustu í landinu en á verkefnatímabilinu tókst að koma þeim í hóp efstu tuttugu héraðanna, þar sem þeir hafa verið frá árinu 2016. Þá eru nemendur í héraðinu í hópi þeirra allra bestu þegar kemur að leikni í lestri og stærðfræði. Við lok héraðsþróunarverkefnisins í lok árs 2015 var ákveðið að byggja á þeim góða árangri í menntamálum sem náðst hafði og halda áfram að styðja við þann málaflokk næstu fimm árin. Utanríkisráðuneytið lagði til um hálfan milljarð íslenskra króna til margvíslegra verkefna í skólamálum héraðsins, fyrir átta þúsund nemendur í 26 grunnskólum, þremur gagnfræðaskólum og einum verkmenntaskóla. Til að auka gæði kennslunnar var kennurum og skólastjórnendum boðið að sækja framhaldsnám og langflestir þeirra, 87 prósent, sóttu sér diplómu í kennslufræðum. Stórátak var gert í dreifingu námsbóka með því að tryggja að sérhver nemandi hefði eigin kennslubók, sem langt yfir meðaltali í Úganda. Nýja heimavist stúlkna á Kachanga eyju. Enn fremur voru byggðar nýjar skólabyggingar og aðrar lagfærðar í fyrrnefndum skólum í samræmi við opinbera gæðastaðla í landinu, meðal annars byggingar undir kennslustofur, vatns- og salernisaðstöðu, skólaeldhús, kennarahús og heimavistir. Kalangala hérað er eyjasamfélag og samgöngur milli eyjanna og við meginlandið eru bundnar við bátsferðir. Af 83 eyjum eru 64 í byggð með mismarga íbúa, allt frá fáeinum og upp í nokkur þúsund en alls eru íbúar eyjanna um 60 þúsund. Skólar eru á níu eyjum og því er mikil þörf á heimavistum fyrir nemendur eyja þar sem engir skólar eru. Vegna umbóta í menntamálum hefur nemendum einnig fjölgað verulega, t.d. voru nemendur á Kachanga 94 í upphafi verkefnisins en rúmlega 400 þegar því lauk. Með verklokum í menntaverkefninu í Kalangala lýkur fimmtán ára sögu Íslands í samstarfi við héraðsstjórnina. Frá árinu 2016 hefur Buikwe hérað verið helsta samstarfshérað Íslendinga í þróunarsamvinnu og nýlega hófst undirbúningur verkefna í samstarfi við héraðið Namayingo í austurhluta Úganda. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Úganda Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent