Hálf milljón á mánuði í kókaín og seldi bækur fyrir 380 milljónir Stefán Árni Pálsson skrifar 17. nóvember 2020 12:30 Herbert fer um víðan völl í þættinum. Herbert Guðmundsson hefur í áratugi verið einn þekktasti tónlistarmaðurinn í íslensku tónlistarlífi er þekktur fyrir mikinn dugnað og gott hugarfar. Herbert ræddi við Sölva Tryggvason í hlaðvarpi hans um ferilinn og lífið. Hann segist þakka erfiðleikunum í lífi sínu fyrir að hafa náð að eflast sem manneskja. „Þegar ég skoða mitt líf sé ég að ég hef oft verið með vindinn í fangið, en það hefur alltaf gert mig sterkari og sterkari, af því að ég held alltaf áfram og sé þetta sem lexíur. Það er alltaf verið að kenna manni eitthvað og ef maður nær að læra smátt og smátt af erfiðu hlutunum stendur maður uppi sem sigurvegari. Fyrst eru þetta auðvitað rosalegir skellir, eins og þegar ég var tekinn með fíkniefnin og handtekinn og settur inn í grænan klefa og þegar ég varð gjaldþrota, en þegar ég horfi til baka sé ég núna hvað allir þessir hlutir styrktu mig í stóru myndinni. Ég segi oft þessa setningu, vandamálin eru eldiviður framfaranna,“ segir Herbert meðal annars í þættinum. Klippa: Hálf milljón á mánuði í kókaín og seldi bækur fyrir 380 milljónir Herbert var um tíma langt leiddur í neyslu á kókaíni og segist alltaf hafa verið blankur þrátt fyrir að hafa þénað gífurlega vel. „Minn alkóhólismi þróast hægt og rólega og ég var alltaf svo duglegur að vinna að ég gat fjármagnað þetta. Fyrir utan tónlistina var ég alltaf söluhæsti sölumaðurinn hjá Erni og Erlygi og þegar ég hætti þar var ég búinn að selja bækur fyrir 380 milljónir. Þannig að þegar flasa djöfulsins (kókaín) kom inn í myndina hafði ég efni á því og það tók mig á fimm árum þangað að ég gjörsamlega kominn á hnén. Þetta er rosalega vont efni sem gerir mann eigingjarnan, sjálfhverfan og siðblindan. Áfengi var í raun aldrei mikið vandamál fyrir mig, en kókaínið tók mig. Þetta þróaðist rosalega hratt í mínu tilviki og þegar ég fór inn á Vog var ég alltaf að eyða allavega hálfri milljón á mánuði í kókaín. Þetta var 2007, þannig að þetta væri talsvert hærri upphæð í dag. Þó að ég væri alltaf að syngja og í bóksölunni var ég samt alltaf blankur.“ Herbert sat um tíma í fangelsi og samdi þar sitt vinsælasta lag, Can´t Walk away. Í þættinum segir hann frá fangelsisvistinni og hvernig hún kom til. „Ég var kokkur á togaranum MS Reykjafossi og var beðinn um að taka pakka með í land með misjöfnum efnum og ég hugsaði með mér að ég gæti grætt góðan pening og sló til. En svo var gæinn sem átti efnin tekinn af lögreglunni og hann bara kjaftaði, svo kemur fíknó bara á höfnina þegar ég kom í land og ég handtekinn og settur í gæsluvarðhald í heilan mánuð. Ég sat í Síðumúlafangelsinu með fólkinu úr Geirfinnsmálinu, en svo var ég færður á Skólavörðustíg,“ segir Herbert sem leit á sig sem stóran kall í fíkniefnabransanum á Íslandi. Fyrstu dagarnir í fangelsinu erfiðir „En ekki bara einhver sem ætlaði að græða pening á einni sendingu. En þetta var rosalegt sjokk þegar þetta átti sér stað, ekki síst fyrir fjölskylduna mína. Konuna mína, mömmu mína og ég var líka með tvö lítil börn á þessum tíma og pabbi minn var að deyja úr krabbameini, þannig að þetta var erfitt. Ég man að ég fékk að fara í jarðarförina hans, en var í fylgd tveggja lögreglumanna, sem stóðu við hurðina til að passa að ég færi ekkert.“ Herbert segir að fyrstu dagarnir í fangelsinu hafi verið verulega erfiðir, en smátt og smátt hafi hann náð hugarró og byrjað að lesa mikið af bókum. Svo fékk hann gítarinn sinn inn í fangelsið og þá varð til hans þekktasta lag. Hann segir lagið hafa nánast komið til sín af himnum ofan. „Svo fékk ég loksins gítarinn til mín inn í fangelsið, það tók talsverðan tíma að redda því og passa að það væri ekkert misjafnt inni í gítarnum og svona. Svo þegar hann er kominn inn, þá kemur lagið til mín frekar fljótt. Svo á ég þetta lag í talsverðan tíma áður en það var svo gefið út. Svo fékk ég sex mánaða dóm og fór í netavinnu á Kvíabryggju. Það var góður tími og þetta var í heild sinni mjög góður skóli og kenndi mér mikla auðmýkt.“ Í þættinum fara Sölvi og Herbert yfir magnaðan feril Herberts, sögur úr fangelsinu, bóksölu fyrir hundruð milljóna og margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Herbert Guðmundsson hefur í áratugi verið einn þekktasti tónlistarmaðurinn í íslensku tónlistarlífi er þekktur fyrir mikinn dugnað og gott hugarfar. Herbert ræddi við Sölva Tryggvason í hlaðvarpi hans um ferilinn og lífið. Hann segist þakka erfiðleikunum í lífi sínu fyrir að hafa náð að eflast sem manneskja. „Þegar ég skoða mitt líf sé ég að ég hef oft verið með vindinn í fangið, en það hefur alltaf gert mig sterkari og sterkari, af því að ég held alltaf áfram og sé þetta sem lexíur. Það er alltaf verið að kenna manni eitthvað og ef maður nær að læra smátt og smátt af erfiðu hlutunum stendur maður uppi sem sigurvegari. Fyrst eru þetta auðvitað rosalegir skellir, eins og þegar ég var tekinn með fíkniefnin og handtekinn og settur inn í grænan klefa og þegar ég varð gjaldþrota, en þegar ég horfi til baka sé ég núna hvað allir þessir hlutir styrktu mig í stóru myndinni. Ég segi oft þessa setningu, vandamálin eru eldiviður framfaranna,“ segir Herbert meðal annars í þættinum. Klippa: Hálf milljón á mánuði í kókaín og seldi bækur fyrir 380 milljónir Herbert var um tíma langt leiddur í neyslu á kókaíni og segist alltaf hafa verið blankur þrátt fyrir að hafa þénað gífurlega vel. „Minn alkóhólismi þróast hægt og rólega og ég var alltaf svo duglegur að vinna að ég gat fjármagnað þetta. Fyrir utan tónlistina var ég alltaf söluhæsti sölumaðurinn hjá Erni og Erlygi og þegar ég hætti þar var ég búinn að selja bækur fyrir 380 milljónir. Þannig að þegar flasa djöfulsins (kókaín) kom inn í myndina hafði ég efni á því og það tók mig á fimm árum þangað að ég gjörsamlega kominn á hnén. Þetta er rosalega vont efni sem gerir mann eigingjarnan, sjálfhverfan og siðblindan. Áfengi var í raun aldrei mikið vandamál fyrir mig, en kókaínið tók mig. Þetta þróaðist rosalega hratt í mínu tilviki og þegar ég fór inn á Vog var ég alltaf að eyða allavega hálfri milljón á mánuði í kókaín. Þetta var 2007, þannig að þetta væri talsvert hærri upphæð í dag. Þó að ég væri alltaf að syngja og í bóksölunni var ég samt alltaf blankur.“ Herbert sat um tíma í fangelsi og samdi þar sitt vinsælasta lag, Can´t Walk away. Í þættinum segir hann frá fangelsisvistinni og hvernig hún kom til. „Ég var kokkur á togaranum MS Reykjafossi og var beðinn um að taka pakka með í land með misjöfnum efnum og ég hugsaði með mér að ég gæti grætt góðan pening og sló til. En svo var gæinn sem átti efnin tekinn af lögreglunni og hann bara kjaftaði, svo kemur fíknó bara á höfnina þegar ég kom í land og ég handtekinn og settur í gæsluvarðhald í heilan mánuð. Ég sat í Síðumúlafangelsinu með fólkinu úr Geirfinnsmálinu, en svo var ég færður á Skólavörðustíg,“ segir Herbert sem leit á sig sem stóran kall í fíkniefnabransanum á Íslandi. Fyrstu dagarnir í fangelsinu erfiðir „En ekki bara einhver sem ætlaði að græða pening á einni sendingu. En þetta var rosalegt sjokk þegar þetta átti sér stað, ekki síst fyrir fjölskylduna mína. Konuna mína, mömmu mína og ég var líka með tvö lítil börn á þessum tíma og pabbi minn var að deyja úr krabbameini, þannig að þetta var erfitt. Ég man að ég fékk að fara í jarðarförina hans, en var í fylgd tveggja lögreglumanna, sem stóðu við hurðina til að passa að ég færi ekkert.“ Herbert segir að fyrstu dagarnir í fangelsinu hafi verið verulega erfiðir, en smátt og smátt hafi hann náð hugarró og byrjað að lesa mikið af bókum. Svo fékk hann gítarinn sinn inn í fangelsið og þá varð til hans þekktasta lag. Hann segir lagið hafa nánast komið til sín af himnum ofan. „Svo fékk ég loksins gítarinn til mín inn í fangelsið, það tók talsverðan tíma að redda því og passa að það væri ekkert misjafnt inni í gítarnum og svona. Svo þegar hann er kominn inn, þá kemur lagið til mín frekar fljótt. Svo á ég þetta lag í talsverðan tíma áður en það var svo gefið út. Svo fékk ég sex mánaða dóm og fór í netavinnu á Kvíabryggju. Það var góður tími og þetta var í heild sinni mjög góður skóli og kenndi mér mikla auðmýkt.“ Í þættinum fara Sölvi og Herbert yfir magnaðan feril Herberts, sögur úr fangelsinu, bóksölu fyrir hundruð milljóna og margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira