Sextán skipverjar gefa skýrslu um hópsmitið í sjóprófinu Kjartan Kjartansson skrifar 18. nóvember 2020 14:37 Sjóprófið fer fram í Héraðsdómi Vestfjarða á mánudag. Bæjarins besta Sjópróf vegna hópsmits kórónuveiru sem kom upp um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni hefst í Héraðsdómi Vestfjarða á mánudag. Sextán skipverjar gefa skýrslu í sjóprófinu en skipstjórinn ætlar ekki að taka þátt. Deilt var um hvort að stjórnendur Hraðfrystihússins Gunnvarar gefi skýrslu við fyrirtöku í dag. Tuttugu og tveir af tuttugu og fimm skipverjum um borð í Júlíusi Geirmundssyni veiktust eða smituðust af kórónuveirunni í þriggja vikna túr í síðasta mánuði. Skipverjar byrjuðu að veikjast skömmu eftir að túrinn hófst en skipið hélt engu að síður veiðum áfram. Áhöfnin fór í sýnatöku á Ísafirði en skipinu var snúið aftur út á haf áður en niðurstöður lágu fyrir. Stéttarfélög skipverjanna kærðu framgöngu útgerðarinnar til lögreglu og kröfðust þess jafnframt að sjópróf yrði haldið. Það fer fram í Héraðsdómi Vestfjarða á mánudag. Jónas Þór Jónasson, lögmaður stéttarfélaganna, segir Vísi að eins og stendur muni sextán skipverjar auk Súsönnu Bjargar Ástvaldsdóttur, umdæmislæknis sóttvarna á Vestfjörðum, gefa skýrslu í sjóprófinu. Fimmtán þeirra smituðust af kórónuveirunni. Sjópróf er ekki hefðbundið dómsmál. Í því felst að skýrslur eru teknar um atburðina sem eru til skoðunar. Framburðurinn er svo tekinn saman en enginn dómur felldur. Jónas Þór segir að sjóprófið geti nýst sem mögulegt sönnunargagn í dómsmálum síðar meir. Sakamálarannsókn stendur enn yfir á hópsmitinu hjá lögreglu. Skipstjórinn tekur ekki þátt Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður Sveins Geirs Arnarssonar skipstjóra, vísaði í yfirlýsingu skipstjórans frá því fyrir helgi um að hann ætlaði sér ekki að taka þátt í sjóprófinu í samtali við Vísi í dag. Í yfirlýsingunni sagðist Sveinn Geir með réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmitinu. Hann ætlaði sér að bíða niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Við fyrirtöku málsins í héraðsdómi í dag var deilt um hvað fælist í sjóprófi og hvort stjórnendur útgerðarinnar gæfu skýrslu. Jónas Þór, lögmaður stéttarfélaga, sagði Vísi að forsvarsmenn Gunnvarar ætluðu sér ekki að gefa skýrslu. Arnar Þór Stefánsson, lögmaður útgerðarinnar og Einars Vals Kristjánssonar, framkvæmdastjóra, segir að þeir líti svo á að lög standi ekki til þess að framkvæmdastjórinn gefi skýrslu í málinu. Hann vildi ekki tjá sig um það að öðru leyti. Ríkisútvarpið greindi frá því í gærkvöldi að skipverjar á Júlíusi Geirmundssyni sem voru í landi þegar smitið kom upp hefðu lýst yfir vantrausti á Svein Geir skipstjóra. Þeir krefjist þess að hann verði látinn hætta. Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Tengdar fréttir Lýsa yfir vantrausti á skipstjóra sinn Skipverjar á togaranum Júlíusi Geirmundssyni hafa lýst yfir vantrausti á skipstjórann Svein Geir Arnarsson. 18. nóvember 2020 00:58 Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni með stöðu sakbornings Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri togarans Júlíusar Geirmundssonar, segist vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti Covid-19 sem kom upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. 16. nóvember 2020 14:01 Sjópróf vegna hópsmitsins á Júlíusi Geirmundssyni Ákveðið var að sjópróf skyldi fara fram vegna hópsýkingar kórónuveiru um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni þegar mál vegna þess var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Stéttarfélög áhafnarinnar fóru fram á sjópróf. 13. nóvember 2020 18:54 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Sjá meira
Sjópróf vegna hópsmits kórónuveiru sem kom upp um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni hefst í Héraðsdómi Vestfjarða á mánudag. Sextán skipverjar gefa skýrslu í sjóprófinu en skipstjórinn ætlar ekki að taka þátt. Deilt var um hvort að stjórnendur Hraðfrystihússins Gunnvarar gefi skýrslu við fyrirtöku í dag. Tuttugu og tveir af tuttugu og fimm skipverjum um borð í Júlíusi Geirmundssyni veiktust eða smituðust af kórónuveirunni í þriggja vikna túr í síðasta mánuði. Skipverjar byrjuðu að veikjast skömmu eftir að túrinn hófst en skipið hélt engu að síður veiðum áfram. Áhöfnin fór í sýnatöku á Ísafirði en skipinu var snúið aftur út á haf áður en niðurstöður lágu fyrir. Stéttarfélög skipverjanna kærðu framgöngu útgerðarinnar til lögreglu og kröfðust þess jafnframt að sjópróf yrði haldið. Það fer fram í Héraðsdómi Vestfjarða á mánudag. Jónas Þór Jónasson, lögmaður stéttarfélaganna, segir Vísi að eins og stendur muni sextán skipverjar auk Súsönnu Bjargar Ástvaldsdóttur, umdæmislæknis sóttvarna á Vestfjörðum, gefa skýrslu í sjóprófinu. Fimmtán þeirra smituðust af kórónuveirunni. Sjópróf er ekki hefðbundið dómsmál. Í því felst að skýrslur eru teknar um atburðina sem eru til skoðunar. Framburðurinn er svo tekinn saman en enginn dómur felldur. Jónas Þór segir að sjóprófið geti nýst sem mögulegt sönnunargagn í dómsmálum síðar meir. Sakamálarannsókn stendur enn yfir á hópsmitinu hjá lögreglu. Skipstjórinn tekur ekki þátt Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður Sveins Geirs Arnarssonar skipstjóra, vísaði í yfirlýsingu skipstjórans frá því fyrir helgi um að hann ætlaði sér ekki að taka þátt í sjóprófinu í samtali við Vísi í dag. Í yfirlýsingunni sagðist Sveinn Geir með réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmitinu. Hann ætlaði sér að bíða niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Við fyrirtöku málsins í héraðsdómi í dag var deilt um hvað fælist í sjóprófi og hvort stjórnendur útgerðarinnar gæfu skýrslu. Jónas Þór, lögmaður stéttarfélaga, sagði Vísi að forsvarsmenn Gunnvarar ætluðu sér ekki að gefa skýrslu. Arnar Þór Stefánsson, lögmaður útgerðarinnar og Einars Vals Kristjánssonar, framkvæmdastjóra, segir að þeir líti svo á að lög standi ekki til þess að framkvæmdastjórinn gefi skýrslu í málinu. Hann vildi ekki tjá sig um það að öðru leyti. Ríkisútvarpið greindi frá því í gærkvöldi að skipverjar á Júlíusi Geirmundssyni sem voru í landi þegar smitið kom upp hefðu lýst yfir vantrausti á Svein Geir skipstjóra. Þeir krefjist þess að hann verði látinn hætta.
Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Tengdar fréttir Lýsa yfir vantrausti á skipstjóra sinn Skipverjar á togaranum Júlíusi Geirmundssyni hafa lýst yfir vantrausti á skipstjórann Svein Geir Arnarsson. 18. nóvember 2020 00:58 Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni með stöðu sakbornings Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri togarans Júlíusar Geirmundssonar, segist vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti Covid-19 sem kom upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. 16. nóvember 2020 14:01 Sjópróf vegna hópsmitsins á Júlíusi Geirmundssyni Ákveðið var að sjópróf skyldi fara fram vegna hópsýkingar kórónuveiru um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni þegar mál vegna þess var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Stéttarfélög áhafnarinnar fóru fram á sjópróf. 13. nóvember 2020 18:54 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Sjá meira
Lýsa yfir vantrausti á skipstjóra sinn Skipverjar á togaranum Júlíusi Geirmundssyni hafa lýst yfir vantrausti á skipstjórann Svein Geir Arnarsson. 18. nóvember 2020 00:58
Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni með stöðu sakbornings Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri togarans Júlíusar Geirmundssonar, segist vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti Covid-19 sem kom upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. 16. nóvember 2020 14:01
Sjópróf vegna hópsmitsins á Júlíusi Geirmundssyni Ákveðið var að sjópróf skyldi fara fram vegna hópsýkingar kórónuveiru um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni þegar mál vegna þess var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Stéttarfélög áhafnarinnar fóru fram á sjópróf. 13. nóvember 2020 18:54